Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Skúli Guðmundsson bóndi á Keldum og kona hans Svanborg Lýðsdóttir, en |>au voru bæði af Víkings- lækjarættinni. ættvísinni, er einnig Bergsætt sem framhalds bend- ing til viðbótar af einstöku mönnum). Hinn óútsegjanlegi tími, sem farið hefur í leitir að heimildum, ferðalög bréfaskriftir og s frv., þarf að koma í góðu ágripi og að sjálfsögðu mynd sérstök á 1. síðu og önnur sérstök, hvar best á við, skír og verkleg af frumhöfundi (stofnandanum merkismann- inum Jóni Olafss, og sérstaklega ef hann eða bú hans hefur kostað mjög til útgáfunnar. Hinn merkilegi maður virðist hafa dáið of fljótt. Ritið nær mjög yfir allt landið og ætti ekki illa við ef með þyrfti, að kosta einhverju þar til, sem sígildu fyrir ættvísi landsmanna, er verður höfundi til ævar- andi sóma, og að sjálfsögðu er viðurkenninga eða verðlauna vert. Kær kveðja, og besta ósk um góðan framgang hinnar afar fjölmennu V.L.ættar þinn einl. vin Skúli Guðmundsson. Formálinn sem aldrei var birtur Hérfara á eftir glefsur úr inngangi eðaformála sem Skúli Guðmundsson á Keldum skrifaði fyrir Víkingslœkjarœttina eða Keldnaœttina, en aldrei var birtur. Ættfræðin er ein af þeim fræðigreinum sem ekki skipta litlu máli. Hún hefur allt frá Adam og Evu verið sá grunnur, sem vert hefur verið að byggja á, og þó fallið hafi niður um hríð hefur hún ávalt risið upp aptur á einum og sama grundvelli.Hún hefur réttilega frá fyrstu ritum hér, verið í hávegum höfð, og sem ein höfuðprýði í Islenskri sagnfræði, sem máttarviður, vegsauki og ljós fortíðar, sem margt gott má af læra. An hennar værum við í þokubelti öræf- anna. Omaklega var hún um hríð lítils virt, fremur til rýrðar en upphefðar. Báru þess vott- og jafnvel gera en- ýmsar smekkleysur skáldsagnanna- þó af sumum hylltar séu.. Þess er óskandi að ætíð verði uppi ein- hverjir lands og þjóðar vinir, sem halda ættfræðinni á lopti, eins og dyggilega hefur verið gjört í seinni tíð. Sú ætt sem hér kemur fyrir sjónir, er hin nafn- kenda og fjölmenna Víkingslækjarætt - sem af ýmsum er kölluð Keldna ætt. Nær hún meira og minna yfir allt Island, þó mest sé á Suðurlandi og til flestra álfa heims, einkum Ameríku, þó erfitt sé að rekja. Víkingslækjarættin byrjar á þeim nafnfrægu hjónum Bjama Halldórssyni hreppstjóra á Víkings- læk á Rangárvöllum og konu hans Guðríði Eyjólfs- dóttur. Nær ættin (frá fæðingu þeirra) yfir full 250 ár, eða nær '/4 hluta frá byggingu landsins. Ræður því að líkindum, að erfitt er að fylla alla þeirra mörgu ætt- liði nákvæmlega, enda má ganga að því sem vísu, að eitthvað af þeim kunni að verða vantalið, þrátt fyrir mikla alúð, ástundun og þolgæði safnandans hins viðurkenda ættfræðings, Hagstofuritara Pétur Zophoniasson. Hann hefur sýnt að fara má torveldar leiðir, kafað djúpt og reynst fengsæll í þeirri sann- leiksleit, er að ættfræðini lýtur. Það sem einkum er stuðst við í ættfærslu þessari, frá tíð Bjama á Vrkingslæk, eru rit tveggja sonarsona hans: Þorsteins Halldórssonar fræðimanns og hreppstjóra í Skarfanesi, skrifuð 1803........... og Brynjólfs Stefánssonar hreppstjóra í V. Kirkjubæ, Frá Keldum (Ljó.smynd Björn Jónssnn) http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.