Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2005, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2005 Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún Langmæðgnatal Jósefs Jónssonar föður Guðrúnar, móður Jóhönnu, móður Gunnars frá Heiðarbrún OOO. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. 00. Jóhanna Bjarnrós Bjarnadóttir húsfreyja í Litlu-Tungu. O. Guðrún Kristín Jósefsdóttir síðast í Stykkis- hólmi. 1. Jósef Jónsson b. á Lambastöðum og Geita- stekk (Bjarmalandi), Dal. F. 26.11.1845, d. 2.2.1900. Sjá nánar um hann NR 4.2. 2. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Geitastekk í Hörðudal (um 1830-1871). Er hjá foreldrum sínum á Gautastöðum 1801. „Skýr og skynsöm kona“. Maður Jón Olafsson bóndi. Kristín er fædd 5.11. 1800(Mt. 1801, 1870og ÍE), d. 24.3.1893. 3. Guðrún Kristófersdóttir húsfreyja á Gauta- stöðum í Hörðudal (1792-1807 nreð fyrri manni sín- um og eftir það sem ekkja og svo með seinni manni til 1816 og eftir það aftur sem ekkja til 1827). 1845 er hún hjá syni sínum að Tjaldbrekku í Hítardal, Mýrasýslu. Fyrri maður Jón Þorsteinsson hreppstjóri og meðhjálpari. Hann varð ber að framhjáhaldi snemma á búskaparferli þeirra og drukknaði ásamt elsta syni þeirra 1807. (Seinni maður (23. 11. 1813) Bjarni Benediktsson d. 1816 og var hún fjórða kona hans). F. 1767, d. 8. 8. 1847. 4. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Keis- bakka á Skógarströnd og svo á Ketilsstöðum í Hörðudal (um 1782-1785, sem ekkja 1785-1789, með seinni manni 1789-1791 og aftur sem ekkja 1791 til um 1795. Var eftir það á Ketilsstöðum hjá Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún lœtur sér ekki nœgja að lengja œttrakn- inguna í karllegg í umfjöllun Guðjóns Oskars Jónssonar um Sigríði í Brattholti, á bls. 23. Hér rekur hann í kvenlegg, lang- mœðgnatal frá móður langafa síns, Jósefs Jónssonar aftur á 13. öld. Gunnar Guðmundsson. Jóni syni sínum til dánardags). Fyrri maður Kristófer Guðmundsson. (Seinni maður Árni Ingimundarson og var hún seinni kona hans). F. 1740, d. 28. 11. 1822. 5. Guðrún Jónsdóttir kona Sigurðar Grímssonar að Kverná í Eyrarsveit Snæ. (f. nál 1710, á lífi 1754). Hún er fædd um 1705 (aðrir segja 1711). 6. Guðrún Tómasdóttir húsfreyja Elliða, Staðar- sveit, Snæfellsnesi 1703. Maður Jón yngri Hrónrundsson bóndi (f. 1662). Hún er fædd 1672. 7. Guðríður Gísladóttir húsfreyja í Hítarriesi og líklega áður í Einarslóni Breiðuvík Snæ. Er hjá dóttur og tengdasyni að Elliða 1703. Maður Tómas Jónsson lögrrn. f. urn 1635. Hún er fædd 1642. 8. Þóra Jónsdóttir húsfreyja á Indriðastöðum í Skorradal og Eskiholti. Maður er Gísli Jónsson f. um 1610, þótt hann væri prestssonur var hann þjófur en slapp við líflát, d. 1662. Hún var fædd um 1605. 9. Þórdís Jónsdóttir húsfreyja í Tungu Staðar- sveit og síðar prestsfrú að Staðarhrauni. Maður er Jón Pálsson bóndi og smiður og faðir Þóru, en síðar átti Þórdís sr. Jón Jónsson hinn gamla að Staðar- hrauni. Hún er fædd um 1560. 10. Valgerður Halldórsdóttir húsfreyja í Staf- http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.