Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Einar Kristjánsson: Fóstursonur segir frá Leysingjastaðir eru í Hvammssveit. Þar ólst ég upp hjá föðurbróður mínum Einari Einarssyni og konu hans Signýju Halldórsdóttur. Samkvæmt jarðamati um 1703 eru Leysingjastaðir metnir ríflega meðal- stór jörð, eða um 24 hundruð. Um 1400 gera þeir samning sín á milli, bændumir á Leysingjastöðum og Sælingsdalstungu um beitarafnot á fráfæmatím- anum á Svínadal. Eftir það varð hjásetupláss Leysingjastaða svonefndir Dýjahjallar, þ.e. svæðið frá Hafragili til Norðurhóla, en frá Tungu var setið hjá á svæðinu á móti þ.e. í Kistuhólahvolfi. Þessum svæðum báðum er vel lýst í skáldsögu Jóns Thor- oddsen, Pilti og stúlku, enda sat hann yfir kvíaám frá Tungu í nokkur ár á dalnum. Á sama tíma og smaladrengurinn frá Tungu var í hjásetunni var ung stúlka frá Leysingjastöðum hinum megin í dalnum, Sigríður litla Helgadóttir. Sigríður litla var afasystir Signýjar fóstru minnar. Hún lést ógift á þrítugsaldri. I margar aldir áttu Leysingjastaðir svo að segja ekkert land inn á Svínadal. En rétt fyrir aldamótin 1900 kaupir forfaðir fóstru minnar; Pétur Halldórs- son; þá eigandi Leysingjastaða, landið allt til Hafra- gils af Guðbrandi Sturlaugssyni á Hvítadal ásamt slægjum og beitilandi til fjallsins og situr við það enn í dag. Þar með eignuðust Leysingjastaðir mikið beiti- land og gott og fjallslægjur miklar. Hvergi hef ég séð þess getið að Leysingjastaðir hafi komist í eigu kirkjunnar enda kirkju og stólsjarðir tiltölulega fáar í Dölum miðað við mörg önnur landssvæði. Fósturdóttirin frá Borg Svo virðist sem jörðin Leysingjastaðir hafi verið í byggð frá elstu tímum. Til þess bendir m.a. nafn jarðarinnar, að þar hafi maður búið sem þegið hafi frelsi. Fyrsta heimild um Leysingjastaði, sem undirrituðum er kunn, er frásögn í Gunnlaugssögu Ormstungu, þar sem segir frá fóstri Helgu fögru Þorsteinsdóttur frá Borg. Svo segir frá í sögunni: „Um sumarið bjóst Þorsteinn til þings, ok mælti til Jófríðar húsfreyju áðr hann fór heiman: „Svá er háttat" segir hann „at þú ert með bami og skal þat bam út bera ef þú fæðr meybam en uppfæða ef sveinn er.“ Síðan reið hann til þings, en Jófríður fæddi meðan meybarn, ákafa fagrt.“ Fékk Jófríður smalamann sinn er Þorvarður hét til að fara vestur til Hjarðarholts með meyna og átti hann að færa Þorgerði Egilsdóttur barnið með þeim tilmælum að hún sæi henni fyrir uppfóstri. Þorgerður tók við mærinni og heldur nú frásögn sögunnar áfram. „Síðan reið hann vestr í Hjarðarholt með bamit ok fékk Þorgerði í hendr en hon lét uppfæða landseta sína er bjuggu inn á Leysingjastöðum í Hvamms- firði.“ Og lýkur hér orðréttri tilvitnun í Gunnlaugs- sögu Ormstungu. Seinna í sögunni segir frá því er Þorsteinn á Borg kom í heimsókn til Þorgerðar systur sinnar í Hjarðarholti. En þá höfðu liðið sex vetur frá flutningi barnsins. Færði Þorgerður þá þrjár ungar meyjar fyrir bróður sinn og bað hann líta á þær. Þorsteinn gerði svo og fannst ein mærin bera af, hvað hana bera hafa vænleik Ólafs Pá en „hvíti ok yfirbragð várt Mýra- manna.“ Þorgerður hvað það rétt vera að hún hefði yfirbragð þeirra Mýramanna en eigi vænleik Ólafs bónda síns enda væri hún ekki þeirra dóttir, heldur væri hún með sannindum að segja dóttir Þorsteins. Segir honum af hversu farið hefði með fóstur mær- innar og biður hann fyrirgefa sér og konu sinni Jófríði. Tók Þorsteinn þessu öllu vel. Hann spurði um nafn hennar en hún hafði verið nefnd Helga. Helga hin fagra, hafði Þorsteinn mælt og tók dóttur sína með sér heim að Borg. Helga fagra Þorsteinsdóttir er fyrsta nafngreinda persónan sem dvalið hefur á Leysingjastöðum. Þessi Einar Kristjánsson er fœddur á Hríshóli Reyk- hólahreppi 15. ágúst 1917. Foreldrar hans voru Kristján Jens Einars- son (1861-1935) h. Hrís- hóli og síðar í Hólum í Hvammssveit og kona hans Kristrún Magnús- dóttir (1888-1917). Systkini Einars eru Eðvaldína Magney f. 1913 húsfreyja í Glerárskógum og Halldór Kristinn f. 1915 d. 1988, „höfundur“ Ormsœttarinnar. Einar var um árabil skólastjóri á Laugum í Sœlingsdal. Hann ólst upp á Leysingjastöðum í Hvammssveit hjá föðurbróður sínum Einari Einarssyni og konu hans Signýju Halldórs- dóttur, en Kristrún móðir Einars lést við fœðingu hans. Þá var Eðvaldína systir hans 4 ára og Halldór bróðir hans rúmlega tveggja ára. Einar er kvœntur Kristínu B. Tómasdóttur kennara f. 1926 á Blönduósi, Jónssonar fulltrúa á Blönduósi og k.h. Ingibjargar Vilhjálmsdóttur. Börn Einars og Kristínar eru Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður og sagnfrœðingur og Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir matráður. http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.