Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2006, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2006, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2006 Fyrirmyndin var æskuheimilið Ólafur Oddsson menntaskólakennari rifjaði upp minningar um afa sinn, Helga Ingvarsson yfirlækni á Vífilsstöðum, og ömmu sína, Guðrúnu Lárusdóttur, á félagsfundi Ættfræðifélagsins 28. september sl. Þau voru bæði glaðsinna afi minn og amma, sagði Olafur, og minntist orða ömmu sinnar þegar hún virti fyrir sér myndir af þeim hjónum á skattholi Guðrúnar Pálínu dóttur þeirra, en hann var um sextugt á sinni mynd og hún um tvítugt á sinni mynd. „Hvemig getur svona ung kona verið gift svona gömlum manni?“ sagði amma stundum. Það var gaman að vera með þeim og oft glatt á hjalla. Foreldrar Helga afa míns voru Júlía Guðmundsdóttir og Ingvar Nikulásson prestur í Gaulverjabæ og síðar á Skeggjastöðum. Móðurafi Helga afa míns var Guðmundur ríki Brynjólfsson á Keldum, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, ættfaðir Keldnaættar. Faðir hans var Brynjólfur Stefánsson Bjarnasonar frá Víkingslæk, en Bjarni Halldórsson er ættfaðir Víkingslækjarættarinnar. Júlía var númer y Guðmundur á Keldum var barnmargur. Barnafjölda hans er ef til vill best lýst með því að vitna í Víkingslækjarættina en þar er notast við ákveðið kerfi við að greina frá börnum manna. Þar fær elsta barnið bókstafinn a, það næstelsta bókstafinn b og svo koll af kolli. Dóttir hans Júlía fékk bókstafinn y og var þó ekki sú yngsta. Þar við bættust svo ýmsir sem til að byrja með voru kallaðir Hanssynir eða dætur en voru síðar eignuð Guðmundi. Þar á meðal var stúlka Guðrún að nafni og fékk hún bókstafinn ö og lengra var nú ekki hægt að komast. En auk þess að vera afkastamikill í barneignum var Guðmundur ríki merkismaður. Matthías Jochumsson minnist hans fallega og með mikilli hlýju í frásögnum sínum. Þegar amma mín var að stríða afa mínum með Guðmundi, þessum barnmarga afa hans, sagði afi að það hallaðist nú ekki á, því Páll afi hennar hefði átt álrka mörg börn. Svo það væri jafnt á komið með þeim! En þess má til gamans geta að Páll þessi, sem var Jónsson og kenndur við Arnardrang á Síðu, var dóttursonur Jóns Steingrímssonar eldklerks. Líttu í spegil! Lárus Pálsson hómópati var faðir Guðrúnar ömmu minnar og afi og nafni Lárusar Pálssonar leikara. Það var mjög kært með þeim ömmu og Lárusi bróðursyni hennar. Helgi afi minn fékk það hlutverk að reyna að fá Lárus Pálsson til þess að hætta við að gerast leikari, en það var hans hjartans mál. Þetta þótti ótrygg atvinna og því var afi beðinn um að reyna að koma vitinu fyrir drenginn. Og afi reyndi sitt besta: „Þú veist það, Lárus minn, að leikarar þurfa að vera fallegir og glæsilegir og líttu bara í spegil!“ En orð afa míns og ráðleggingar dugðu skammt og Lárus hélt sem betur fer sínu striki. Lárus erfði ekki þessar úrtölur við Helga afa og hann bauð þeim afa og ömmu á allar helstu sýningar sínar. Júlía Guðmundsdóttir frá Keldum, móðir Helga afa míns, var honum sérstaklega hugleikin og náin. Þegar erfiðleikar steðjuðu að undir lok ævi hans sagði hann við mig: „Stundum þegar ég er að fara að sofa og að mér sækja dapurlegar hugsanir þá hugsa ég bara til mömmu og þá hverfa allar slæmar hugsanir.“ Ingvar Nikulásson langafi minn náði hárri elli, varð 85 ára. Eg var átta ára þegar hann dó og ég man hann vel enda var ég mikið hjá afa og ömmu og hann dvaldi þar oft á sumrin. Ég kallaði hann oft „langaafa“, en hann var hávaxinn maður. Það Heigi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum. Hann er um sextugt á myndinni. Guðrún Lárusdóttir kona Helga Ingvarssonar. Hún er um tvítugt á myndinni. Júlía Guðmundsdóttir frá Keldum, dóttir Guðmundar ríka og móðir Helga Ingvarssonar. http://www.vortex.is/aett 3 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.