Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Guðfinna Ragnarsdóttir: í leit að A hafíss- og harðindaárunum á seinni liluta nœst síðustu aldar flutti fjöldi fólks úr Húnavatnssýslunni vestur að Breiðafirði í leit að betra lífi. Meðal þeirra voru langafi minn og langamma með börnin sín þrjú, þar á meðal afa minn Guðfinn. Síðar áttu foreldrar þeirra beggja eftir að fylgja í fótspor þeirra. Öll áttu þau sínar sögur af Norðurlandinu, sögur sem leynast hér og þar og varpa Ijósi á líf þeirra og langanir, drauma og vonir. Og enn byggja niðjar langafa míns og langömmu af Norðurlandinu kalda, fámennar sveitir Fellsstrandarinnar þar sem grasið grœr í sporin og auðnin blasir við í þessari fornu matarkistu þjóðarinnar. Lítill fjögurra ára snáði situr á hnakknefinu framan við föður sinn. Það eru fardagar og árið er 1874. Þau stefna á heiðina. Enn liggur ísinn eins og mara á firðinum. Vorið kemur sjaldnast samkvæmt almanakinu við Hrútafjörðin. Það andar köldu. Þau stefna á brattann. Lífið er alltaf á brattann á þessum árum. Litli snáðinn heitir Guðfinnur Jón og verður í fyllingu tímans afi minn. Hann er elsta lifandi barn foreldra sinna þeirra Björns Olafssonar og Agnesar Guðfinnsdóttur. Leiðin liggur yfir að Breiðafirði. Með sér hafa þau auk Guðfinns, Olaf 3 ára og Guðmund 1 árs, sem er reirður niður hjá móður sinni. Olafur afi á Hlaðhamri aðstoðar þau við flutninginn. Hann á eftir að sakna litlu anganna sinna en veit að það er frá litlu að hverfa. Handann heiðarinnar er von. Tvö böm verða eftir í kirkjugarðinum á Prestsbakka við litlu kirkjuna þar sem þau hjónin giftu sig á fögrum júnídegi 1868. Björn lítur um öxl. Hrútafjörðurinn geymir svo margt sem honum er kært. Þar hvílir bróðir hans Jón og systirin Hólmfríður sem í blóma lífsins hlutu saman hina votu gröf. Þá orti harmi sleginn faðir þeirra, Olafur, 59 erinda erfiljóð þar sem hann segir m.a. Nokkur strá mig stinga finn stríði háu svarinn sveifþað á nœr systkinin sukku í bláan marinn. Einnig Hannes, elsti bróðirinn, varð Hrútafirðinum að bráð. En Björn tekur systkini sín með sér á sinn betra lífi hátt, skírir börnin sín eftir þeim. Já, sjórinn bæði gefur og tekur, það á Björn eftir að reyna oft á sinni lífsins leið. Að lokum mun líka Breiðafjörðurinn, sem nú opnar faðm sinn fyrir þessari litlu fjölskyldu, umvefja hann í orðsins fyllstu merkingu. Einnig þá, þegar Olafur faðir hans á gamals aldri horfir á eftir fjórða barninu sínu í vota gröf, yrkir hann æðrulaus: Um ofei trega tjáir hér tímanleg sú reynsla finnst Þetta vegur okkar er allra, þegar varir minnst. Langafi hafði betur Og eins dauði er annars brauð, það hefur Björn svo sannarlega reynt. Unga, fallega og glaðlynda konan hans, Agnes, sem hafði verið heitbundin Hannesi bróður hans, er nú hans og móðir blessaðra barnanna hans, lifandi og látinna. Þeir báru báðir víurnar í hana bræðumir, Bjöm og Matthías, eftir dauða Hannesar, segir sagan, og Bjöm hafði betur. Það tók á tengslin milli þeirra bræðra og varð að sumra sögn örlagavaldur í lífi margra nafna og afkomenda Bjöms. En þeir bræðurnir áttu engu að síður eftir að búa hlið við hlið, að segja má, í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til Björn drukknaði 1890, því leiðir Matthíasar áttu einnig eftir að liggja yfir heiðina löngu. Ungu hjónin stefna í vestur. Handan við heiðina liggur Breiðafjörðurinn. Þar úar æðarfuglinn í hverj- um hólma, þar er sjófang og selur, egg og eyjabeit, og það sem skiptir sköpum; þar er enginn hafís. Þau eru ung og djörf og hafa frá engu að hverfa. Þau horfa fram á veginn yfir fjörðinn sem teygir sig óendanlega langt út í himinblámann. Lengst í vestri Við Breiðafjörðinn úar æðarfuglinn í hverjum hólma, þar er sjófang og selur, egg og eyjabeit, og það sem skiptir sköpum; þar er enginn hafís. http://www.vortex.is/aett 3 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.