Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Hermann Tönsberg: HAMRAR í GRÍMSNESI FRÁ LANDNÁMI TIL 1700 Öld fram af öld hafa forfedur okkar byggt þetta land, setið jarðirnar stórar og smáar, og skilið eftir sig sögur og sagnir, örnefii og álagabletti. Hamrar eru jörð forfeðra minna nær óslitið allt frá því unl 1700 og sjálfur var ég þar í sveit hjá afa mínum og ömmu og þekki þar hvern stein og hverja þúfu. Saga Hamra er því samofin sögu œttar minnar og fróðleikurinn um jörðina er afkomendunum bæði kær og nauðsynlegur. Það var mér því bœði Ijúft og skylt að safna saman öllu því sem yfir varð komist um þessa jörð. Hamraland er umlukt ám á þrjá vegu, Brúará í norðaustri, þar sem hún á ós að Hvítá sem liðast í suðurátt samhliða Vörðufelli uns hún sveigir í suð- vestur í átt að Hestfjalli. Handan Maurholts fellur Slauka, sem á upptök í Hestvatni í Hvítá. Má því segja að Hamraland sé einskonar nes, landið hefur því hentað vel til búskapar m.a. vegna sinna náttúru- legu hindrana, verk náttúrunnar var síðan fullkomnað af ábúendunum á þjóðveldistímanum, með vörslu- garði um fjögurra kílómetra löngum eða frá Hvítá, skammt norðan Lónakots, og yfir í Slauku við Helga- læk. Garðurinn náði meðalmanni í öxl. Utsýnið frá bæjarstæðinu á Hömrum er stórkost- legt, svo engan undrar staðarvalið. Vörðufell handan Hvítár í austri, framundan fellinu rís Hekla, þá kemur Þríhyrningur og fjær Tindafjallajökull og Eyjafjalla- jökull. I suðri er sléttlendi Skeiðahrepps með byggða- kjarna Olafsvalla fyrir miðju, síðan tekur Hestfjall við og í vesturátt má sjá Ingólfsfjall. Ekki er unnt að sjá með góðu móti fjallaklasann í norðri frá bæjar- stæðinu sjálfu, til þess þarf að færa sig ögn um set. Eg hef oft velt fyrir mér Hamranafninu, það eru víða meiri hamrar en að Hömrum, stundum hefur mér dottið í hug að bæjarstæðið hafi upphaflega verið í skjóli eða í nánd við klettavegg, en það er nú önnur saga. Mjög líklegt er að Hamrar hafi byggst á 10. öld. Hamralandið var öllu stærra í árdaga en það er í dag. Okkur er vel kunnugt um að Sólheimar (áður Hvera- kot) tilheyrðu Hamralandi. í Jarðabók Árna Magn- ússonar stendur „Hverakot, eyðihjálega, hefur bygð hjér um 40 ár, en eyddist í næstliðnum fardögum.“ Skráð í júni 1708 af Friðriki Axeli Jónssyni, lögréttu- manni og ábúanda á Hömrum. Hamrar áttu afréttarland í Hestfjalli á meðan býlið var í eigu Skálholtsstóls, í það minnsta, (Jarðabókin 1708 í úttekt Vatnsness) ef ég skil textan rétt. Afréttarland Hestfjalls var afmarkað beitarhólf, sem umlukt er af Hestvatni, Slauku og Hvítá, og var lokað með garðhleðslu (Biskupsgarði) frá Hestvatni og niður að Hvítá hjá Kiðjabergi. „Þegar farið var að selja Skálholtsjarðirnar, keypti Hannes biskup Hest- fjallið, sem lengi hafði verið einskonar afréttarland biskupsstólsins, einkum fyrir hrossabeit. Eftir að Hannes biskup varð sjálfur eigandi að fjallinu höfðu bændur í sunnanverðu Grímsnesi þar sumarbeit fyrir búsmala sinn. Hafði Jón Guðmundsson (1759-1841), hreppstjóri á Hömrum, nokkra umsjá með þessu afréttarlandi fyrir biskupinn.“ (Árnesingur rit II). (Á Þjóðskjalasafninu eru geymd bréf sem fóru á milli biskups og Jóns, er sá síðarnefndi m.a. falaðist eftir afnotum af afréttarlandinu í Hestfjalli.) Hestfjallsrétt var austan í fjallinu og var þar réttað 24. september ár hvert, þessar réttir munu hafa aflagst í lok 19. aldar. Það tíðkaðist áður fyrr eins og síðar, að Bakkus lék á alls oddi þegar réttað var. 1840 varð það hörmulega slys að Sigurður Jónsson (f. 1805), bóndi á Bjarna- stöðum, sem hafði drukkið ótæpilega, varð úti á leið úr réttunum og fannst lík hans ekki fyrr en á jóladag við Langatanga í Brúará. (Islenskir sagnaþættir og þjóðsögur V. bindi, höf. Guðni Jónsson) Hamrar áttu nokkur ítök í öðrum jörðum samkvæmt Jarðabókinni 1708. Selstöðu í landi Miðfells í Þing- vallasveit, þar sem heitir Hamrahellir og Hamrasels- hæðir, á móti áttu Miðfellsmenn hestagöngu á vetrum í Hamralandi, hvorugt þessara ítaka hafði verið nýtt í manna minnurn. I landi Stærribæjar áttu Hamrar selstöðu, þó með eftirfarandi athugasemd „ekki hefur það brúkast í manna minnum" á móti átti Stærribær „engjatak í Hamralandi þar sem heitir Hamratunga." Hermann Tönsberg, bókari í Reykjavík, erfæddur 1. ágúst 1943, sonur hjónanna Ingibjargar Töns- berg, f. 1921 á Hömrum í Grímsnesi, kennara og kyngreinis, og Einars Tönsberg, 1910 - 1986, sem fœddur var í Kaupmannahöfn, fyrrum fram- kvœmdastjóra Alifuglabús bakara. Hermann hefur um árabil safnað fróðleik um Hamra með dyggri aðstoð Ingibjargar móður sinnar og systkina henn- ar, Jóhönnu og Gunnars, en Gunnar var bóndi á Hömrum 1957-2001. í dag er dóttir Gunnars, Auð- ur, bóndi á Hömrum, 9. kynslóðin á sama bœnum. http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.