Landneminn - 25.05.1941, Blaðsíða 3

Landneminn - 25.05.1941, Blaðsíða 3
LANDNEMINN 3 Um dreifibréfsmálið Landneminn Útgefandi: Æskulýösfylkingin. Ábyrgöarmaður: Árni Beck. Afgreiðsla: Lækjargötu 6 B. Pósthólf 761. Áskriftagjald: 6 kr. um áriö. Verð í lausasölu: 25 aurar. Prentaö í Víkingsprent. Til lesenda Um tvö undanfarin ár hef- ur þaö háö mjög útbreiöslu og starfi Æ.F. aö þaö hefur ekki veriö þess megnugt, aö halda úti reglulegri útgáfu blaös, sem heföi forustu í stéttar- og menningarlegri baráttu íslenzkrar alþýöu- æsku. Allt frá stofnun Æ.F. hefur okkur veriö ljós nauösyn mál- gagns, og því hóf Æ.F. útgáfu Landnemans, en eins og okk- ur er kunnugt, hefur Æ.F.- til þessa ekki verið mögulegt aö hefja reglulega útgáfu Landnemans, og hefur fjár- skortur valdið aöalerfiöleik- unum. En þar, sem við lifum nú á alveg sérstökum ,,ástands“- tíminn, og atvinna æskunnar er meiri en hún hefur áöur þekkst, þá vitum viö líka, aö það er hægt aö bjóöa hennl meira en áöur, og alþýöuæsk- an er reiðubúin til að fórna. Vegna hins takmarkalausa trausts okkar á íslenzku al- þýöuæskunni, ætlum viö nú aö leggja út í að gefa Land- _ nemann út reglulega hálfs- mánaðarlega. Viö göngum þess ekki duld- ir, aö þessi ákvörðun okkar mun hafa mikinn kostnaö og mikið starf í för meö sér, en viö erum sannfæröir um aö íslenzka alþýöuæskan mimi bregðast vel við og vera fylli- lega verö trausts okkar. Þú æskumaður! Á þig setj- um við allt okkar traust. Framtíð Landnemans fer fyrst og fremst eftir þínum undirtektum. Þú veröur aö taka virkan þátt í aö útbreiöa Landnemann. Úfbreídíð Landtiemann Eggert Þorbjamarson, forseti Æ.F. Þótt nú sé nokuö umliðiö, síöan dreifibréfsmáliö var á döfinni, og síðan hafi hver stórvægilegi atburöurinn rek- ið annan, í innanríkismálurr} okkar, sem nú eru oröin sam- tvinnuö sambúöinni ' við brezka setuliðið, þá mun þaö mál þó seint fyrnast íslenzk- um verkalýö. Dreifibréfsmálið skar úr um þaö, aö á íslandi ríkir nú stjórnar- og réttar- far, sem komiö er í fulla and- stööu viö menningarlega, efna lega og þjóöemislega hags- muni meginþorra lands- manna. Sannanir fyrir þessu er aö finna í eftirfarandi: íslenzk stjórnarvöld ákærðu 1 dreifibréfsmálinu íslenzka þegna fyrir íslenzk landráö, vegna þess aö þeir gerðu á- kveöna tilraun, til þess aö hindra afskipti hins erlenda setuliös í landinu af viö- kvæmu deilumáli, sem íslenzk um aöilum bar aö leiöa til lykta, samkvæmt ótvíræðum rétti og samkvæmt gefnum loforðum hins erlenda hers. Tilraun þessi var gerö eftir aö sýnt þótti, aö innlendir at- vinnurekendur höföu öölast stuöning hinna erlendu at- vinnurekenda í kaupdeilu þeirri, sem Dagsbrún háöi um það leyti. Veramenn þurfa því tæplega aö fara í grafgötur meö hverra afstaöa var nær- lægari landráöum. Og enn- fremur, dómstólar landsins hikuðu ekki viö að dæma þessa menn fyrir landráð, þó aö verknaöm' þeirra væri aug- sýnilega unninn í þjóðhollum tilgangi og miöaöi aö því, eins og áöur er sagt, aö hindra er- lenda íhlutun um íslenzkt mál. Einmitt þetta atriði var Hallgrímur Hallgrímsson, varaforseti Æ.F. skýrt fram tekiö við meðferö málsins fyrir hæstarétti, af Pétri Magnússyni hæstaréttar málafl.manni Ásgeirs Péturs- sonar og Eggerts Þorbjamar- sonar. Pétur Magnússon er eins og kunnugt er borgara- Ásgeir Pétursson, verkamaöui'. legur lögfræðingur, en hefuí getiö sér orð fyrir. heiöarleik og dugnað í starfi sínu. Hann lét ennfremui' ótví- rætt í ljósi, „að ef aö íslenzK- ur dómstóll ætti aö dæma þessa menn seka samkv. þeirri ákæru, sem fram væri komin á hendur þeim, þá yröi við- komandi dómstóll að búa sjálf ur til lög til þess aö dæma þá eftir, en slíkt hefði fram til þessa verið taliö hlutverk lög- gjafans, en ekki dómstólanna. En hæstiréttur kvaö upp sinn dóm. Eggert Þorbjarnarson og Hallgrímur Hallgrímsson voru hvor um sig dæmdir í 15 mán aöa fangelsi og æfilangan missir- borgaralegra réttinda, Ásgeir Pétursson og Eðvarö Sigurðsson voru hvor um sig Eðvarð Sigurðsson, verkamaöur. dæmdir í 4 mánaöa fangelsi og ritstjórar Þjóöviljans Ein- ar Olgeirsson og Sigfús A. Sig urhjartarson voru hvor um sig dæmdir í 3 mánaöa varö- hald vegna afstööu sinnar til málsins. Sem dæmi um þaö, hve hæstiréttur var vel vakandi í starfi sínu við aö meta og vega síknu og sakáratriöi málsins, skal ég geta þess, aö meöan stóö á varnarræðu annars verjanda, sá ég meö eigin augum, aö einn dómar- anna, sá, sem talinn hefur veriö þeirra samvizkusamast- ur og snjallastur, dottaöi mjög í sæti og þurfti ræðu- maður aö ræskja sig all harka lega til þess aö vekja útvörö laganna. Þó að moldviðri blekkinga afturhaldsblaðanna ruglaöi um skeiö nokkurn hluta al- þýöunnar í afstööunni til þessa máls, þá mun þó óhætt aö fullyi'öa, aö um þaö leyti, sem dómur hæstaréttar féll, var hún búin aö kveöa upp sinn sýknudóm yfir félögum okkar. En áfellisdómur hennar yf- ir hæstarétti er þungur: hve- nær sem hún öölast valdið til þess aö framfylgja honum. Öllum sósíalistum og verka- lýössinnum er þaö óblandið gleöiefni, að vita nú aftur í rööum sínum þá félagana Eö- varö . Sigurösson og Ásgeir Pétursson, en þeir luku viö fangelsisvist sína laugardag- inn 17. þ. m. og komu þann sama dag til Reykjavíkur, frá Litla-Hrauni. Þar voru þeir síöari hluta fangelsisvistar sinnar, ásamt þeim félögunum Eggert og Hallgrími, sem enn

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.