Landneminn - 31.12.1942, Blaðsíða 5

Landneminn - 31.12.1942, Blaðsíða 5
LANDNEMINN 5 HallgrímurHallgrímsson Fæddur 1910 — Dáinn í nóvember 1942 Hallgrímur Hallgrímsson er horf- inn úr hópi okkar. Hann fórst meö línuveiðaranum Sæborg. Hallgrímur var einn af fremstu forustumönnum Æskulýðsfylkingar- innar, varaforseti hennar um skeið og ritstjóri Landnemans. Með hon- um hefur Samband ungra sósíal- ista misst einn ötulasta foringja sinn. Hallgrímur var aðeins 32 ára að aldri. En meir en helmingi þessar- ar stuttu æfi sinnar fórnaði hann hugsjónum sósíalismans. Hallgrím- ur var einn af stofnendum Sam- bands ungra kcmmúnista 1930 og Æskulýðsfylkmgarinnar 1938. Fáir, ef til vill engir íslendingar hafa afrekað jafn miklu á svo stuttri æfi og getið sér jafnmikinn orðstýr í baráttunni fyrir sigri só- lalismans. Hann var ekki aðeins einn af fremstu mönnum fslenzkrar albýðu. Hsnn var einnig í rööum þeirrar foruríusveitar verkaiýðsins, sem fór til Snánar og barðist með vopn í hönd gegn fasismanum, þegar snæ^ska albýðan var svikin af auö- valdssnnum allra landa. Hallgrímur bar í brjósi óslökkv- and’ h’eMsbrá og í baráttu sinni fvrír frolsínu setti hann aidrei neina erfiðleika fvrir sig. Kjarkur hans var með fádæmum mikill, starfs- þolið óbilandi og viljafestu hans v’ðbrugðið. í ársbyrjun 1941, þegar verka- menn Rsykjavíkur stóðu 1 verkfalli til þess að vernda réttindi sín, gekk Hallgrfmur Hallgrímsson fram fyrir skjöldu. íslenzka yfirstéttin dæmdi hann að undirlagi erlends herveldis, í fangelsi, ásamt æfilöngum miss' hinna borgaralegu mannréttinda. í ellefu mánuði sa.t hann innilok- aður og sætti hinni verstu meðferð af móðursjúkum fangavörðum hinnar borgaralegu réttvís’. En hann lét aldrei bugast heldur stæld ist viö hverja raun. Hallgrímur féll sem útlagi hins borgaralega þjóðfélags. Vegna hetjulegrar baráttu sinnar fyrir málstað sósíalismans hafði hann áunnið sér hatur arðræningjanna. En alþýða. íslands heiðrar þennan látna útlaga og fóstbróður. Mimrng Hallgríms mun verð'a æskulýðnum hvöt til þess að taka höndum sam- an til að framkvæma hugsjón hans: sósíalismann, E. Þ

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.