Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 68
66 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI og Gljúfurá. Nú kom þessi eign sér vel, því Jón hafði ekki lokið embættisprófi, þrátt fyrir margra ára nám við háskólann í Kaupmannahöfn. Jarðeignin gerði Jóni mögulegt að vera í kjöri til Alþingis. Og kannski var það fyrst og fremst Gljúfurá sem tengdi Jón við Isafjarðarsýslu, þegar nánar er að gætt. Löngu síðar ánafnaði bóndi í Auðkúluhreppi íslensku þjóðinni jörðina Gljúfurá í minningu þessa. Hún er því þjóðareign. Kjörfundur var haldinn í kirkjunni á Isafirði 13. apríl 1844. Þar voru mættir 52 kosningabærir menn úr sýslunni, af þeim 80 sem voru á kjörskrá. Það gerir 65% kjörsókn, sem var ívið meira en almennt á landinu, þar sem hún var 62,6%.7 Kosið var á kjörfundi á einum stað í hverri sýslu og áttu því kjósendur misjafnlega gott með að komast á kjörstað. Jón Sigurðsson fékk atkvæði 50 Isfirðinga, en tveir kusu Kristján Guðmundsson bónda í Vigur. Magnús Einarsson á Hvilft, helsti stuðningsmaður Jóns, var kjörinn varaþingmaður með 27 atkvæðum.8 Kosið var í heyranda hljóði, þar sem kjörstjóri, sýslu- maður, spurði kjósandann hvern hann vildi hafa sem þingmann. Því vita allir að það voru þeir séra Arnór Jónsson prófastur í Vatnsfirði og sýslumaðurinn Þorkell Gunnlaugsson sem ekki kusu Jón.9 Séra Arnór bætti um betur og hélt ræðu gegn kosningu Jóns í upphafi kjörfundar. Það dugði þó lítt. Sú staðreynd að þessir embættismenn konungs og kirkju snerust gegn Jóni, bendir til þess að hann hafi verið fulltrúi hins almenna bónda og landeiganda, en ekki yfir- valda. Embættismenn og landeigendur ásamt örfáum kaupmönnum, voru þeir einu sem höfðu kosningarétt. Jón Sigurðsson hafði getið sér orð fyrir einarða framgöngu gegn embættismönnum og kaupmönnum og ísfirðingar gerðu hann að fulltrúa sínum á Alþingi. Kenna má nokkurs stolts hjá Vestfirðingum af uppruna Jóns og að þeir gætu þannig séð landsmönnum fyrir foringjaefni á Alþingi. Það var ekki vegna persónulegra kynna af Jóni sem ísfirðingar kusu hann fyrir þingmann árið 1844, heldur virðist það miklu fremur vera stolt yfir að eiga slíkt foringjaefni, sem réði afstöðu hinna betri bænda í ísafjarðarsýslu. Það varð kappsmál Vestfirðinga og ísfirðinga að tryggja sér eignarhald á Jóni strax við upphaf stjórnmálaferils hans á Islandi með því að gera hann að sínum fulltrúa þegar Alþingi var sett á fót. Tengslanet Jóns Það verður ekki séð að Jón Sigurðsson hafi þekkt marga kjósendur í ísa- fjarðarsýslu, umfram föður sinn og nokkra ættingja, þegar hann hóf þjóð- málabaráttu sína. Með útgáfu Nýrra félagsrita árið 1841 vakti hann eftirtekt fyrir skrif sín um endurreisn Alþingis og lýðréttindi. Hann eignast fylgj- endur og bandamenn um allt land og hefði getað farið í framboð í næstum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.