Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 86
84 ÞORVALDUR GYLFASON ANDVARI Aðalatriði málsins er það, að í krufningarskýrslunni um Jón Sigurðsson er þess hvergi getið, að heili hans eða æðar hafi sýnt nokkur merki sárasóttar, svo sem Jónas Hallgrímsson prófessor og Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir hafa lýst skýrslunni, sem er til á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Hefði Jón sýkzt af sárasótt, hefðu slík merki fundizt, og þá hefði verið getið um þau í skýrslunni. Meðferðin, sem Jón lýsir í bréfi sínu til Gísla Hjálmarssonar, þar á meðal kvikasilfursmeðferð, getur átt við meðferð á sárasótt, rétt er það, en hún getur einnig átt við meðferð annarra miklu hversdagslegri sjúkdóma, svo sem bólgur og húðsýkingar af öðrum toga. Kvikasilfur var skrifað út við ýmsum kvillum. Meinlaus útbrot eru með líku lagi mun algengari en ill- skeyttir húð- og kynsjúkdómar. Því virðist miklu líklegra, að eitthvað slíkt hafi amað að Jóni, úr því að engin gögn eru til um annað. Við þetta bætist, að á þessum árum var ekki hægt að greina sárasótt af nákvæmni, enda var sýkillinn óþekktur. Einkennum sárasóttar var því stundum ruglað saman við sár og bólgur af öðrum ástæðum. Því er ekki hægt að fullyrða, að Jón hafi sýkzt af sárasótt, alls ekki, og fullvíst er, að hann bar ekki nein síðkomin einkenni sjúkdómsins. Guðjón Friðriksson getur þess einnig, að engar heim- ildir séu til um, að Jón hafi verið lagður inn á sjúkrahús. Jón kvartar undan söguburði í bréfi sínu til Gísla og segir um stúdenta nýkomna frá íslandi til Kaupmannahafnar: „Þeir koma með þær fréttir, að miklar sögur gangi af siðferði voru hér ytra og in specie [sérstaklega] sé ég ekkert dygðamunstur að liggja í fransósnum svo árunum skipti etc. etc. Það gleður mig samt að þeir, sem mér þykir mest undir komið, trúa því ekki, stúlkan mín og biskupinn, og mega þá hinir plúðra [skvaldra, innskot ÞG] eins og þeir vilja, hvort ég get nokkurn tíma sannfært þá um lygina eða ekki.“12 Orðin „og in specie sé ég ekkert dygðamunstur að liggja í fransósnum svo árunum skipti etc. etc.“ virðist eðlilegt að skoða sem hluta af lýsingu Jóns á lyginni í málsgreininni næst á eftir. II. Meðferðin á Jóni Sigurðssyni „Það var hörmulegt að vita hvernig farið var með Jón Sigurðsson,“ segir Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í sjálfsævisögu sinni.13 „Honum var hælt á hvert reypi [svo], en ekkert gert til þess að láta honum líða vel, eða sjá fyrir að hann gæti lifað áhyggjulitlu lífi.“ Tryggvi lét sér annt um minningu Jóns og hélt henni á loft umfram flesta aðra menn. Hann beitti sér fyrir því, að landið keypti bækur og handrit Jóns og ýmsa innanhússmuni að Jóni látnum. Gripunum - þar á meðal var húsbúnaður úr skrifstofu Jóns, borð, legubekkur, skrifborð með öllum ritfærum, ýmsar myndir og rúm hans að auki - var fyrst komið fyrir í forngripasafninu á Alþingishúsloftinu, og þar lágu þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.