Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 111

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 111
ÁOÚST ÞÓR ÁRNASON Jón Sigurðsson og stjórnskipun íslands Líklega hefur enginn einn maður haft meiri áhrif á þá stjórnskipun sem Islendingar búa við en Jón Sigurðsson (1811-1879). Þessari staðreynd er þó sjaldan flíkað í seinni tíð og kemur þar margt til. Líklega er sú ástæðan veiga- mest að lítið er fjallað um baráttu Jóns og annarra íslenskra stjórnmálamanna samtíma honum fyrir sérstakri stjórnarskrá öðruvísi en sem mikilvægan þátt í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Gleymast þá oft þau áhrif sem Jón Sigurðsson og aðrir baráttumenn fyrir þjóð- og frelsisréttindum íslendinga á 19. öld höfðu á efni fyrstu nútímalegu stjórnarskrár íslendinga og þá ekki síður að baráttan fyrir sérstakri stjórnarskrá til handa íslendingum og niðurstaða þeirrar bar- áttu er grundvallaratriði í stjórnskipun íslands. Önnur mikilvæg ástæða fyrir þessari yfirsjón er án efa staða Jóns eftir gildistöku stjórnarskrárinnar sem Kristján IX. Danakonungur færði þjóðinni af „frjálsu fullveldi“ sínu á 1000 ára afmæli byggðar í landinu árið 1874, það er Stjómarskrá um hin sjer- staklegu málefni íslendinga. í grein sem Jón Sigurðsson birti í tímaritinu Andvara skömmu eftir að stjórnarskráin tók gildi taldi hann henni margt til foráttu, meðal annars að hún skyldi vera neydd upp á íslendinga án réttmætrar aðkomu þjóðarinnar að gerð hennar og efni.1 Jón viðurkenndi eigi að síður að með stjórnarskrá, þótt gölluð væri, hefði fengist viðspyrna til frekari baráttu íslendinga í frjálsræðis átt. í greinarkorni þessu verður aðallega fjallað um sýn Jóns á stjórnskipan Islands, það sem honum fannst upp á vanta til að hægt væri að sætta sig við Stjórnarskrána um hin sjerstaklegu málefni Islendinga og að hverju bæri að stefna til framtíðar í stjórnarskrármálum fyrir ísland. ✓ Um Alþingi á Islandi Jón Sigurðsson kemur af fullum þunga að frelsisbaráttu íslendinga með útgáfu og greinarskrifum í tímaritið Ný félagsrit árið 1841.21 fyrsta árgangi ritsins birtist grein eftir Jón, Um alþíng á Islandi, en hún er fyrsta höfuð- ritgerð hans um þjóðmál íslendinga.3 Árið áður hafði Kristján konungur VIII., þá nýkominn til valda, úrskurðað að nefnd embættismanna í Reykjavík skyldi ræða hugsanlegt ráðgjafarþing á íslandi. Jón hugðist með ritgerð sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.