Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 156

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 156
154 JÓN KARL HELGASON ANDVARI verkamannabústaðina við Hringbraut, en Héðinn átti mestan heiður af því að þeir voru byggðir.48 Sama ár var stytta Sigurjóns af séra Friðrik Friðrikssyni sett upp við Lækjargötu þar sem Jónasarstyttan hafði staðið, ekki langt frá húsi KFUM og K.49 A þessu tímabili var Hallgrímskirkja einnig í bygg- ingu - fyrsta skóflustungan var tekin 1945 og kjallari kórsins vígður sem kirkjusalur 1948 - en unnt er að líta á kirkjuna sem risavaxið minnismerki um Hallgrím Pétursson.50 Árið 1964 var stytta Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni afhjúpuð á Klambratúni og tveimur árum síðar var þar hafin bygging Kjarvalsstaða.51 Árið 1969 var stytta Sigurjóns Ólafssonar af Ólafi Thors síðan afhjúpuð framan við ráðherrabústaðinn, þar sem einhverjir höfðu viljað koma Hannesi Hafstein fyrir, en athöfnin var hluti af landsfundi Sjálfstæðisflokksins þetta ár.52 Hvert nýtt minnismerki hefur vissulega hnikað til því mynstri sem fyrir var á borgarkortinu en grundvallareiningarnar eru þær sömu. Stjórnmálafor- ingjum, fornköppum, skáldum, listamönnum og guðsmönnum er stillt fram í hlutverki eins konar þjóðardýrlinga, svo vísað sé til hinnar trúarlegu orðræðu í barnablaðinu Ljósberanunr, þeirra föðurlega fordæmi felst í því að hafa byggt upp landið og höfuðstaðinn, barist fyrir sjálfstæðinu, ræktað tunguna, sinnt listum og boðað fagnaðarerindið. í fljótu bragði virðast þessi minnis- merki miðla ákaflega einsleitri og óumbreytanlegri merkingu. Um er að ræða karlmenn sem flestir tilheyra efri stéttum samfélagsins, nafngreindar konur og alþýðufólk eru vart sjáanleg.53 Reyndar höfðu vissar tilraunir verið gerðar til að koma fulltrúum síðar- nefndu hópanna fyrir í miðbænum. Árið 1928 keypti Reykjavíkurbær „Móðurást“ eftir Nínu Sæmundsson, höggmynd af móður og barni sem minnir að mörgu leyti á kristna Madonnumynd. Verkið var sett upp í garði milli Menntaskólans og Miðbæjarbarnaskólans sem síðan hefur verið nefndur Mæðragarðurinn.54 Þá má nefna baráttu Ragnars Jónssonar í Smára og fleiri manna um og eftir 1950 fyrir því að höggmyndin Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson yrði sett upp við Lækjargötuna, nálægt þeim stað þar sem styttan af Jónasi Hallgrímssyni hafði staðið. Tillagan mætti mikilli andstöðu, meðal annars vegna þess að verkið þótti of framúrstefnulegt en það má líka vera að borgaraleg öfl hafi talið það goðgá að alþýðumanneskja, sem væri hugsanlega líka kvenkyns, fengi þennan heiðurssess. Svo fór að styttan var sett upp í Öskjuhlíðinni, fjarri alfaraleið, seint á sjöunda áratugnum.55 Loks má minna á að styttan Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson var sett upp í Tjörninni sum- arið 1959 en sprengd í loft upp af óþekktum hryðjuverkamönnum á nýársnótt árið 1960.56 Ekkert þessara verka var minnismerki um nafngreinda konu en óneitanlega hefði það breytt mynd Lækjargötunnar ef þessar þrjár konur hefðu raðast upp á drottningarvæng, sunnan við Hannes Hafstein. Arið 1968 bættist móðurmynd Nínu reyndar síðbúinn liðsauki þegar fyrrverandi nem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.