Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 59

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 59
iUeBitun.ip Inieppífris, Eftir pról’. Halldór Hermansson Ritstjóri þessa tímarits liefir far- ið fram á það við mig, að eg skrif- aði eitthvað um Leif Eiríksson í til- 6fni af líkneski því, sem Ameríku- menn gáfu íslandi í sambandi við þúsund ára afmæli Alþingis. Eg hefi áður skrifað í þetta tímarit Um Vínlandsferðirnar og hefi litlu þar við að bæta. Það er því bezt að rekja hér í stuttu máli sögu Leifs hér í Ameríku — ekki hvern- ig hann fann landið, heldur hvern- ig menn hafa litið á frásagnirnar um hann sem fyrsta uppgötvara Ameríku, og hvaða sæmd minn- ingu hans hefir verið sýnd vegna þess. Frásögnin um fund Vínlands varð mönnum fyrst kunn á síð- ari öldum eftir riti Þormóðs Torfa- sonar, sem kom út í byrjun 18. ald- ar. En þar sem það var skrifað á latínu, gátu lærðir menn ein- ungis notið þess; auk þess var sú frásögn tekin úr Flateyjarhók, sem telur Bjarna Herjólfsson hafa fyrst- an fundið meginland Ameríku. Það kemur ekki skriður á málið fyr en Carl Chr. Rafn gaf út hina miklu bók “Antiquitates Americanæ”, ár- ið 1837. Tilgangur Rafns var ekki hara sá að segja söguna; hann vildi líka sannfæra menn um, að hún væri sönn. Hann sá um að hókin fengi mikla útbreiðslu hæði hér vestra og annarsstaðar, og ^uargar voru þær greinar, sem birt- ar voru þá í amerískum tímaritum um málið. Og hann sannfærði marga; það má líklega segja , að hann hafi sannfært allan almenn- ing um sannindi sögunnar, og hef- ir það eiginlega haldist síðan í hugum manna. Reyndar fundu ýmsir mentaðir menn til þess að Rafn vildi sanna ofmikið, og það vakti nokkurn efa um málið í heild sinni. Því var það að George Ban- croft getur þessa bara lítils vegar í Bandaríkjasögu sinni, sem kom út um og eftir 1850. í raun og veru ef- ast hann ekki um að norrænir menn hafi fundið meginland Ameríku, því að það hefði legið svo nærri úr því að þeir höfðu sezt að á Græn- landi; en hann segir, að ekkert sé hægt að staðhæfa um það, hvar þeir hafi komið að landi. Upp frá þessu er samt fundarins jafnan get- ið að meira eða minna leyti í sögu- bókum og jafnvel í kenslubókum, svo að það hefir komist inn í með- vitund þjóðarinnar, að Leifur hafi fyrstur hvítra mann fundið land- ið. Það þýðir ekki hér að nefna einstök sagnarit þessu til stað- festu; það væri að þylja nöfniu tóm: en þess má geta að sagna- ritarar hafa verið mismunandi trú- aðir á einstök atriði frásagnanna um fundinn, og eru enn. Svo kom sá tími, að menn af norrænu kyni fóru að flytjast til Ameríku í stórhópum. Og einkum gætir þar Norðmanna. Þegar svo var komið vaknaði smám saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.