Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 22
A framandi slóðum Þuríður fyrir miðju ásamt ferðafé- lögum sínum, Arnlaugu og Guðrúnu Ernu, við gnœgtaborð í landi mikilla andstœðna. Ánægðir neytendur þrátt fyrir allsleysið Við hófum ferðina í Peking á að skoða Hof himinsins og Forboðnu borgina. Mikil lífsreynsla var að skoða Kínamúrinn sem er stórt og mikið mannvirki og erfitt að ímynda sér tilurð hans. Verkið, sem hófst á 5. öld fyrir Krist, tók nokkur hundruð ár og margar kynslóðir komu að því enda er Kínamúrinn 6.700 kílómetra langur og eina mannvirkið á jörðinni sem sést frá tunglinu. Fararstjórinn okkar í Peking sagði okkur að keisarinn Qin hefði látið reisa múrinn til að halda Mongólum og öðrum „barbörum" frá Kína svo að innfæddum yrði ekki spillt og til að koma í veg fyrir rán. Margt er að sjá í hinni fornu borg Pek- ing. Við dvöldum á vemduðu svæði á hóteli okkar, þar sem nóg var af allri neysluvöru í margs konar verslunum og mjög mikið vömúrval, t.d frá Bandaríkj- unum, en okkur virtist sem vöruverð væri svipað og hér heima, sem og allt verðlag á hótelunum. Ekki þurfti að fara langt út fyrir veggi hótelanna til að finna miklar andstæður og sárustu fátækt og okkur sem komum frá vestrænu velferðarþjóðfélagi var það mikið áfall að koma inn í samfélag 1.200 milljóna manna þar sem lífsbaráttan snýst um að lifa frá degi til dags. í elsta hluta borgarinnar er eins og maður gangi í tengslum við hina óopinberu kvennaráðstefnu í Huariro síðsumars 1995fórgreinarhöfundur, Þuríður Jónsdóttir varaformaður NS, til Kína ásamt Arnlaugu Hálfdanardóttur, stjórnarmanni í Neytendafélagi höf- uðborgarsvæðisins, og Guðrúnu Ernu Hreiðarsdóttur, í starfshópi Neytendasamtakanna um neytenda- löggjöf. inn í miðaldir. Þar býr fólk í hrörlegum steinhúsum, óupphituðum og án rennandi vatns. A morgnana, áður en fólk hélt til vinnu, sáum við það sitja við borð utan- húss og kaupa sér morgunverð. Þrátt fyr- ir hin lágu laun hins almenna verka- manns virðast þeir kaupa þjónustu hver af öðrum. Gamlar konur stóðu á götu- homum og suðu hrísgrjón og egg í pott- um og fólkið sat á tunnum og kössum og gæddi sér á hrísgrjónakökum steiktum á pönnum. Mannhafið er mikið; á hverjum degi flytur fjöldi Kínveija úr sveitunum til borganna í von um betra líf. Þetta fólk býr í gömlu borgarhverfunum árum sam- an og bíður þess að komast inn í hús sem borgaryfirvöld reisa þeim. Við vorum fljótar að tileinka okkur aðferðina við að „synda“ í gegnum 10-20 raðir af reiðhjólum þegar yfir götu þurfti að fara. Aldrei virtist fólk rekast á og sjaldgæft var að sjá óhöpp í þessari NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU Albert Guómundsson heildverslun Grundarstig 12 101 Reykjavík Akureyrar Apótek Hafnarstræti 104 600 Akureyri Apótek KEA - Stjörnuapótek Hafnarstræti 91-95 600 Akureyri Apótek Keflavikur Suóurgötu 2 230 Keflavík Apótek Ólafsvíkur Ólafsbraut 24 355 Ólafsvík Apótek Vestmannaeyja Vestmannabraut 24 900 Vestmannaeyjum Apótekió Neskaupstaö Egilsbraut 7 740 Neskaupstað Árbæjarapótek Hraunbæ 102 b 110 Reykjavík Bílaleiga Flugaleiða - Hertz Reykja víkurflugvelli 101 Reykjavík Bílaleigan ALP Skemmuvegi 20 200 Kópavogi Blómaval hf. Sigtúni 40 105 Reykjavík Borgarness Apótek Borgarbraut 23 310 Borgarnesi Bónus verslanirnar Höfuðborgarsvæðinu Brum hf., heildverslun Funahöfða 11 112 Reykjavík Dalvíkurapótek útibúið Ólafsfirði Aóalgötu 8 625 Ólafsfirði Egilsstaðaapótek Lagarási18 700 Egilsstöðum Hekla hf Laugavegi 170-174 105 Reykjavík Hraðfrystihús Eskifjarðar Strandgötu 40 735 Eskifirði Húsgagnahöllin Bíldshöfða 20 112 Reykjavík Kaupfélag A-Skaftfellinga Hafnarbraut 4-6 780 Höfn Kaupfélag Árnesinga Austurvegi 3-5 800 Selfossi Kaupfélag Borgfirðinga Egilsgötu 11 310 Borgarnesi Kaupfélag ísfiróinga Aðalgötu 420 Súöavík Kaupfélag Rangæinga Rauðalæk 850 Hellu Kaupfélag Steingrímsfjarðar Höföagötu 3 510 Hólmavík Kaupfélag Suóurnesja Hafnargötu 62 230 Keflavík 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.