Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 28

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 28
Kvörtunarþjónustan Auka þarf rétt ábyrgðarmanna Tíðni ábyrgðarskuldbindinga er mun meiri hér á landi en gerist í nágrannalöndum okkar. Fjármálastofn- anir landsins hafa sýnt mikinn vilja til að lána fé til einstaklinga en með því skilyrði að lánið sé vel tryggt, annað hvort í formi veðtryggingar eða sjálfskuldarábyrgðar. Það er einungis í undantekningartilvikum sem ekki er krafist tryggingar í einhverju formi. Þannig eru allir viðskiptamenn bankans settir undir sama hatt, óháð því hvernig viðskiptum þeirra hefur verið háttað. Þetta fyrirkomulag er gagnrýni vert; sá viðskipta- vinur sem átt hefur farsæl og góð viðskipti við sinn banka á að geta gert kröfu til þess að honum sé veitt lán án tryggingar því'hann sjálfur sé nægileg trygging. Það getur haft ófyrirséðar afleiðingar að gerast ábyrgðarmaður vegna skuldar ann- ars manns en algengt er að fólk geri sér litla grein fyrir þýðingu þess að gangast í sjálfskuldarábyrgð, það lítur á undirskrift sína sem nauðsynlegt formsatriði til að hægt sé að veita lántakanda lán. Við sjálf- skuldarábyrgð gengst ábyrgðarmaður í ábyrgð fyrir skuldbindingu aðalskuldara eins og hún væri hans eigin skuld, þannig að ef skuldin lendir í vanskilum er hægt að ganga að ábyrgðarmanninum. Siðferðisreglur lánastofnana Bankar gera strangar kröfur til viðskipta- vina sinna í þeim tilgangi að tryggja sig sem best. Á sama hátt eiga viðskiptavinir banka að geta gert strangar kröfur til þeirra. Ábyrgðarmaður á kröfu til þess að fá allar nauðsynlegar upplýsingar sem hann óskar eftir, til að mynda um stöðu aðalskuldara þess láns sem hann er að gangast í ábyrgð fyrir, en slíkar upplýsing- ar veitir bankinn ekki. Nýlega barst Neytendasamtökunum mál þar sem banki hafði ekki veitt ábyrgð- armanni mikilvægar upplýsingar um stöðu aðalskuldara lánsins en þær upplýsingar hefðu skipt sköpum um ákvörðun hans að gerast ábyrgðarmaður. Um var að ræða skuldabréf að upphæð kr. 725.000. Þegar skrifað var undir skuldabréfið voru aðal- skuldari og hinn ábyrgðarmaður bréfsins komnir inn á vanskilaskrá vegna krafna hvors um sig að upphæð um 5 milljónir króna og þegar láninu var skuldbreytt 9 mánuðum síðar höfðu vanskil hvors þeirra hækkað í 12 milljónir króna. Ábyrgðar- manninum var staða greiðanda lánsins ekki kunn en bankinn átti að vita um hana þar sem þessar upplýsingar komu fram í vanskilaskrá sem bankar hafa aðgang að. Hér virðist bankinn hafa vikið til hliðar öllu því sem kallast geta lágmarkssiðferð- iskröfur og í raun veitt lán út á ábyrgðar- mann sem enga vitneskju hafði um bága stöðu greiðanda lánsins. Svona dæmi eiga ekki að fyrirfinnast hjá nokkurri fjármála- stofnun og sætir furðu að slík viðskipti geti yfirhöfuð átt sér stað. Upplýsingaskylda og lágmarkskröfur til lánastofnana Lánastofnanir þurfa að tryggja að ábyrgð- armaður geri sér grein fyrir hvað felist í sjálfskuldarábyrgð og hvaða áhættu hann er að taka með því að gangast í ábyrgð. Einnig þarf að gera ábyrgðarmanninum ljóst hve krafan er há sem hann er að ábyrgjast. Óútfylltar skuldbindingar hvað varðar fjárhæð ættu ekki að sjást hjá lána- stofnunum og eru mörg dæmi um skelfi- legar afleiðingar slíkra skuldbindinga. Bankar ættu að setja sér þá reglu að heim- ila aldrei óútfylltar skuldbindingar. Einnig á að upplýsa um stöðu aðal- Inneignarnótur: Kynniö ykkur skilmálana argir hafa snúið sér til Neytendasamtakanna eftir áramót vegna þess að þeir hafa lent í vandræðum með inneign- arnótur. Algengt er að skilmálar inneignarnóta séu aðrir en neyt- endur höfðu ætlað og dæmi eru um að handhafar inneignarnóta hafi ekki getað notfært sér þær þar eð fyrirtækin séu ekki lengur til. Mjög misjafnt er hvernig verslanir standa að útgáfu inneignarnóta. I sum- um tilvikum eru reglur verslunarinnar auglýstar rækilega í versluninni og ættu því ekki að fara á milli mála. Þetta er þó því miður ekki nógu algengt. Engin lög gilda um skil ógallaðrar vöru eða skilmála vegna inneignarnóta. Leiðbeiningaþjónusta Neytendasam- takanna vill því hvetja fólk til þess að kynna sér skilmála verslana hvað þetta snertir. Gildir nótan um óákveðinn tíma eða er um tímamörk að ræða? Er unnt að nota inneignarnótuna á útsölu? Eru aðrar kvaðir á inneignarnótunni? Spurningar sem þessar er nauðsynlegt Algengí er að inneignarnótur sé ekki unnt að nota d útsölum. NS hvetjafólk til þess að kynna sér skilmála vegna inneignarnóta. að leggja fyrir starfsfólk verslana þegar tekið er við inneignamótu vegna vöru- skila. Sérstaklega er áríðandi að kynna sér skilmála um skil á ógallaðri vöru þegar keyptar em gjafir fyrir aðra. Gleði vegna fallegrar gjafar getur hæglega breyst í sárindi ef til þess kemur að skila þurfi vörunni. 28 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.