Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 16
Erfðabreytt matvæli Ávinningur eða áhætta? Fyrstu matvælin sem framleidd eru með erfðabreyttum lífverum koma brátt í hillur ís- lenskra matvöruversl- ana, ef þau eru ekki þegar komin þangað. Um þessar vörur hefur lítið verið rætt hér á landi og ekki í neinu samræmi við umræðuna í ná- grannalöndum. Þessar vörur eru væntanlega komnar til að vera en það er nauðsynlegt að ræða vandlega um það hvernig nýta á þessa nýju tækni til hagsbóta fyrir neytendur. Hvaða þýðingu hafa erfða- breytt matvæli? Fáum við betri vöru og umhverfisvænni Fúkkalyf í kjöti framleiðslu eða er þetta ógn við umhverfið og heilsu okk- ar? Fræðsla til almennings um þessa nýju framleiðslu er mikilvæg og um slíka fræðslu er eðlilegt að gera kröfur til stjórnvalda sem hingað til haf'a brugðist í þeim efnum. Þess má geta hér að dönsk stjómvöld hafa frá árinu 1987 notað 200 milljónir króna til fræðslu og uppiýsinga um erfðabreytt matvæli. Eru þetta matvæli sem gera okkur ónæm fyrir fúkkalyfj- um? Sleppa erfðavísar (gen) út í náttúruna og öðlast þar yfirnáttúmlegt afl, t.d. gagn- vart illgresi? Munu bændur sprauta illgresiseyði hömlu- laust, og þróast þá ofurskor- dýr sem herja á afurðirnar og éta eiturefnin sem úðað eru yfir þau eins og vítamín? Svona lítur hræðsluáróður- í ESB-löndum inn út. Og virðist að mörgu leyti við rök að styðjast, enda spyrja margir hvers vegna ekki sé bannað að framleiða matvæli með erfðabreyttum lífverum? Spurningin er hins vegar ekki hvort við fáum slík mat- væli á markað eða ekki. Erfðabreyttar lífvemr em staðreynd í líftækninni og gagnrýnendur verða að viður- kenna að við höfum veruleg not af þeim. Erfðabreyting hefur lengi verið notuð með góðum árangri í lyfjafram- leiðslu, þar sem erfðabreytt- um plöntum er haldið í lokuð- um kerfum. Áhyggjurnar hefjast þegar plöntum með nýja eiginleika er sleppt út í náttúruna og þegar þær eru beinlínis komnar á matarborð- ið okkar. Er hættulegt að borða erfðabreytt grænmeti? Samkvæmt upplýsingum frá matvælasérfræðingum bendir ekkert til að það sé varasamt að borða erfðabreytt græn- meti. Margir neytendur gera fyrirvara við þessar vömr og spyrja hvaða þörf er fyrir þetta. Er hér eingöngu verið að sinna þörfum framleiðenda og/eða dreifingaraðila? Nefna má sem dæmi að helsti kost- urinn við tómata sem fram- leiddir eru með erfðabreyttum lífverum er að tómatarnir hafa meira geymsluþol og kemur það aðallega framleiðendum og dreifingaraðilum til góða. Þeir sem andæfa telja að erfðabreyttar matvömr hafi ekki verið rannsakaðar nægj- anlega og benda á að það sé óheppilegt að framleiðend- urnir sjálfir sjái um rannsókn- irnar. Þeir eru jafnframt hræddir um að eiturafgangar leynist t.d. í sojabaunum og öðrum afurðum sem hafa auk- ið viðnám gagnvart illgresis- eyði. Plönturnar þola mikið betur eiturefnin þegar þeim hefur verið breytt með erfða- breyttum lífveram og er þess- vegna hætt við að miklu meira eitri sé úðað á þær en áður. Annað sem veldur áhyggj- um em erfðavísar sem eru ónæmir l'yrir ákveðnum fúkkalyfjum. Slíkur erfðavísir er notaður sem hjálpartæki við erfðabreytingu. Spuming- in er þá hvort erfðavísirinn geti borist til þeirra baktería sem lifa í þörmum okkar gegnum matinn sem við borð- um. Matvælasérfræðingar segja það ósennilegt, en örugg getum við þó ekki verið. Tillit til umhverfis Margar af athugasemdum gegn erfðabreyttum matvör- um varða umhverfismál. Þeg- ar uppskeran þolir skyndilega miklu meira magn eiturefna er hætt við að notkun þeirra aukist frá því sem nú er. Það þýðir m.a. að meira magn eit- urefna berst í grunnvatn. Og hvað með dreifingu á erfða- breyttum eiginleikum? Verð- ur niðurstaðan sú að illgresið myndar aukið þol gagnvart eiturefnum þannig að sífellt þurfi að nota nýtt og sterkara eitur? Sérfræðingar segja nei og telja þvert á móti að einn stærsti kosturinn við erfða- breytingu sé sá að hægt verð- ur að þróa umhverfisvænni ræktunaraðferðir. Með erfða- breytingu sé hægt að draga úr notkun eiturefna og ræktunin verði því bæði umhverfis- vænni og afkastameiri. Marg- ir sérfræðingar telja að þekk- ing okkar á þeim erfðavísum sem unnið er með sé það mik- il að áhættan við að setja erfðabreyttar plöntur út í nátt- úruna sé í lágmarki. Fæti brugðið fyrir lífræn- an landbúnað? Gagnrýnendur eru ekki jafn- sannfærðir um kosti þess að Belgísku neytendasamtökin hafa í samvinnu við neyt- endasamtök í öðrum ESB-löndum kannað 4815 sýni af kálfa-, svína-, kjúklinga- og kalkúnakjöti til að sjá hvort fúkkalyf sé þar að finna. Auk þess var finnskt, grfskt og írskt nautakjöt rannsakað, en ekki fundust fúkkalyf í því. I töflunni má sjá í hve mörgum tilvikum fúkkalyf fannst f kjötinu. Það vekur athygli að í sýnum frá Danmörku fannst ekki í neinu tilviki fúkkalyf í kjötinu. Það hafa hins vegar verið helstu rök landbúnaðarráðuneytisins íslenska að banna innflutning á kjúklinga- og svínakjöti frá Danmörku vegna notkunar fúkkalyfja til að auka vaxtarhraða dýra. Notkun fúkkalyfja í svínakjötsframleiðslu á Irlandi er hins vegar mikil, en þar reyndust 17% sýnanna innihalda fúkkalyf. Kjúkl- Kalk- inga- úna- Svína- Kálfa- kjöt kjöt kjöt kjöt Austurríki 0% 1% 0% Belgía 6% 2% 5% Bretland 0% 7% 4% Danmörk 0% 0% 0% 0% Finnland 0% 0% 0% Frakkland 0% 1% 2% Grikkland 3% 8% Holland 2% 0% 0% 2% írland 0% 0% 17% 0% Ítalía 0% 0% 0% 1% Portúgal 0% 0% 0% 0% 16 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.