Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Framtíðin Flýttu þér ekki um of Stafræna sjónvarpsbylting- in hefst fyrir alvöru síðar á þessu ári. Flestir neytendur standa ekki frammi fyrir því hvort heldur hvenær þeir baeta og endurnýja búnað sinn. Stafrænar útsendingar ís- lenskra sjónvarpsstöðva eru ekki fyrirhugaðar á næstunni en slíkar útsendingar hafa far- ið fram í tilraunaskyni á meg- inlandi Evrópu um nokkurt skeið. Síðar á þessu ári mun BSkyB, stærsta gervihnatta- sjónvarpsstöð Bretlands, hefja slíkar gervihnattasendingar í áskrift í stórum stíl og verður hægt að ná þeim víða. BBC og ITV hefja fljótlega staf- rænar sendingar á jörðu niðri. Breiðbandssendingar eins og þær sem Landssíminn annast eru ekki stafrænar með sama hætti. í marshefti breska neyt- endablaðsins Which var fólki ráðlagt að kaupa ekki endi- lega fyrsta stafræna búnaðinn sem kemur á markaðinn. Varla verði um svo miklar breytingar að ræða til að byrja með að þær réttlæti veruleg útgjöld. Hins vegar eru fram- tíðarkostirnir margir eins og segir í þeirri grein blaðsins sem hér er stuðst við. Hvað breytist? Aðalbreytingin felst í mögu- leikunum á miklum fjölda rása. Innan fárra ára verður hægt að velja um mörghund- ruð stafrænar rásir. Þær verð- ur hægt að nýta jafnt fyrir sjónvarp og ýmsa margmiðl- un sem hingað til hefur farið fram í tölvum. í framhaldinu breytast líka möguleikar not- andans, hann verður ekki lengur hlutlaus móttakandi, heldur þátttakandi sem getur ráðið dagskrá, verslað og fengið persónulega sérþjón- ustu. Þótt stafræna sjónvarpið bæti ekki sjónvarpsefnið sjálft er vert að hafa í huga að með þessum búnaði getur notand- inn tekið á langtum móti fjöl- breyttara efni og honum verð- ur því trúlega auðveldara að finna eitthvað við sitt hæfi. Landamæri, fjarlægðir og tími verða enn áhrifaminni en áður, unnt verður í auknum mæli að sjá og nota efni frá fjarlægum slóðum og mynd- bönkum, á þeim tíma sem notandinn sjálfur óskar. Gæði myndar, hljóms og dagskrár- efnis munu hins vegar ekki endilega aukast. Hvað þarf til? Til þess að ná stafrænum sjónvarpssendingum þarf ekki nýtt sjónvarpstæki heldur sér- stakan móttakara sem tengist tækinu og verður líklega víð- ast tyllt ofan á það eða í hillu í byrjun. Reiknað er með að gripurinn muni kosta í Bret- landi sem svarar 20-30 þús- und krónum, en þetta byrjun- arverð er stórlega niðurgreitt af sjónvarpsstöðvunum til að geta aflað hratt sem flestra áskrifenda. Sjónvarpstæki verða í framtíðinni með slík- um búnaði. Einn ókosturinn við nýju móttakarana er að þeir verða stöðugt að vera virkir (á „standby") sem þýðir að þeir nota þrisvar sinnum meira rafmagn en venjulegt sjónvarp. Sömu gervihnattadiskar og áður nýtast í flestum tilvikum til að taka á móti stafrænum sjónvarpssendingum en hins vegar duga smærri diskar en hingað til. Sumum diskum þarf að beina að öðrum gervi- tunglum en nú. Ekki þarf að skipta um loftnet („greiðu") til að ná stafrænum sending- um frá jarðstöðvum. Líklega verður þó að koma upp nýjum formagnara. Til þess að njóta sem best móttökunnar á stafrænum sendingum er sennilegt að flestir áhorfendur muni í framtíðinni fjárfesta í breið- skjássjónvarpi (með mynd- hlutfallinu 16:9 í stað 3:4 sem tíðkast hefur). Sendingar verða að yfirgnæfandi hluta í breiðskjásforminu, sem ekki er hvað síst heppilegt til að horfa á bíómyndir. Gæðin Ekki er víst að mynd- og hljómgæði aukist hjá notend- um með stafrænan móttöku- búnað. Þótt tæknin leyfí það verður nýtingin ekki miðuð við þetta fyrsta kastið. Sendendur ætla fyrst og fremst að koma sem flestum rásum að svo stafræna merk- inu verður „þjappað“. I stöku tilvikum kann þetta að draga úr myndgæðum þegar myndefni hreyfist hratt eða er smágert. Myndgæði verða áfram takmörkuð við 625 þverlínur á skjá og sendur verður sami myndafjöldi á sekúndu. Hljómgæðin breyt- ast ekkert hjá mörgum not- endum því hljóðrásin í hefð- bundnum útsendingum er víða þegar stafræn (Nicam). Hins vegar munu hljómgæði gervihnattasendinga aukast nokkuð og notendur með tví- óms-tæki (stereo) og „heima- bíó“ munu verða varir við það. Stafræna sjónvarpið I Rásum fjölgar og nýtingarmöguleikar aukast » Útsendingarmöguleikar veröa hnattrænir I Notendur velja hvenær þeir sjá og nota etni » Notendur breytast úr móttakendum í þátttakendur NEYtENDABLAÐIÐ - júní 1998 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.