Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 18
Ymis merki Merkjafrumskógur Leiðarvísir um tákn og merki á neytendavörum Það færist stöðugt í aukana að á vöru eða vöruumbúðum séu tákn og merki til að veita neytendum ákveðnar upplýsingar um eðli og eiginlega vörunnar. Þetta hefur augljósa kosti þar sem tákn og merki geta komið í stað skrifaðs texta á mörgum tungumálum. En til að tryggja að slík tákn og merki komi að notum er nauðsynlegt að neytendur kunni skil á þýðingu þeirra. Það yfirlit sem hér fer á eftir er unnið af markaðsgæsludeild Löggildingarstofu í samráði við samráðshóp um öryggis- og staðlamál. í hópnum eiga sæti eftirtaldir aðilar: Neytendasamtökin, Hollustuvernd, Samkeppnisstofnun, Staðlaráð Islands, Umferðarráð, Lyfjanefnd, Vinnueftirlit ríkisins, viðskiptaráðuneytið og Löggildingarstofa. Merkið táknar að framleiðandi lýsi því yfir að vara uppfylli þær kröfur um heilsu, öryggi og umhverfi sem gerðar eru til viðkomandi vöru á EES-svæðinu. ÉLykilmerkið (The KEY-MARK) Nýtt merki sem á að sjást á vörum sem uppfylla kröfur samkvæmt Evrópustöðl- um. Öryggispúði Merkið sýnir að uppblásanlegur öryggispúði er við framsæti fyrir farþega Það á að vera á sýnilegum stað ásamt þessum texta: Hætta! Notið ekki barnabílstól í sæti ef upp- blásanlegur öryggispúði er framan við það. Á ekki við um sæti sem hefur búnað sem hindrarað púði geti blásist upp á meðan barnabílstóllinn er í sætinu. Merkið sýnir að vara uppfyllir kröfur á EES-svæðinu um nettóþyngd. Forpökk- uð vara er pökkuð án þess að kaupandi sé viðstaddur. Varúðarmerking á leikföngum. Táknar að leikfang sé ekki við hæfi barna yngri en 3 ára. Woolmark. Ullarmerki. Vara inniheldur 95% hreina ull. Uppfyllir einnig lág- markskröfur um litfestu, þvottaeiginleika o.s.frv. Woolblend. Ullarblanda. Vara inniheldur a.m.k. 60% hreina ull. Uppfyllir að öðru leyti sömu kröfur og Woolmark. Vara sem ætluð er undir matvæli skal auðkennd með áletrun eða viðkomandi tákni. Panda-merkið Hefur einungis þá þýðingu að fram- leiðandi vöru styrkir WWF-samtökin (alþjóðleg dýraverndunarsamtök) Varúðarþríhyrningur Merking á öllum lyfjum sem skert geta hæfni manna til aksturs bifreiða og/eða stjórnunar annarra véla. Merkið sýnir að útbúnaður tengdur bifreiðum og öðrum faratækjum (t.d. barnabílstólar og Ijósker) uppfylla samræmdar evrópskar öryggiskröfur (ECE-reg. nr. 4403). Útbúnaður sem framleiddur er í samræmi við bandaríska staðla (FMVSS) og kanadíska staðla (CMVSS) telst einnig uppfylla öryggiskröfur. Tölustafir inn í hring vísar framleiðslulands vöru. Dæmi: 18 = Danmörk. Orka Þvottavél Framleiðandi Gerð Góð nýtni Slæm nýtni Orkunotkun í kWh/ lotu (Byggt á stöðluðum prófunarniðurstöðum þvottalotu fyrir baðmull við hitan 60°C) Raunnotkun fer eftir því hvemig tœkið er notað. Þvottahæfni A: meiri G: minni Þeytivinduafköst A: meiri G: minni Snúningshraði vindu (snún. á mín) Afköst (baömull) kg Vatnsnotkun Hávaði Þvottur (dB(A) re 1 pW) Þeytivinding Nánarí upplýsingar eru að finna í bæklingum sem fylgja vörunni. | Staðall EN 60456 Tilskipun 2 95/12/EB um merkingar þvottavóla Orkumerking. Skylt er að merkja kælitæki, þvottavélar, þurrkara og bakaraofna með upplýsingum um orkunotkun og orkunýtni. Orkunýtingar- merki auðvelda neytendum að bera saman orkunýtingu ratmagns- tækja. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.