Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4
í stuttu máli Bifreiðaverkastæði Jöfurs réð ekki við bilunina ö\í Hingað 09 ekki lengrai^ I bréfi félagsmanns okkar segir m.a. að hann telji það skyldu sína að koma þessu áframfœri „því ekki mun ég ráðleggja nokkrum manni að skipta við verkstœðið. “ Félagsmaður í Neytenda- samtökunum hafði sam- band við okkur og var í bréfi sínu ekki ánægður með þá þjónustu sem hann fékk hjá Jöfri, umboðsaðila Peugeot- bíla. 18. júní í fyrra fór hann með bflinn sinn í viðgerð á bifreiðaverkstæði Jöfurs og var bfllinn meðal annars vél- arstilltur. Fljótlega fór þó að bera á gangtruflunum og í framhaldi af því þurfti félags- maður okkar að fara samtals sex sinnum með bflinn á verk- stæðið. Þrisvar var honum gert að greiða fyrir viðgerð- ina, en þrisvar fékk hann bíl- inn afhentan án greiðslu, „enda fyrirhöfnin hjá mér ærin eins og ráða má af fram- ansögðu" eins og félagsmaður okkar orðaði það. Eftir síðustu heimsóknina á verkstæðið gafst félagsmaður okkar upp, enda hafði bfllinn aldrei verið verri. Leitaði hann ásjár kunningja síns sem lærður er í þessum fræðum og yfirfór gangkerfi bflsins og staðfesti hann að bfllinn væri langt frá því að vera í lagi. I framhaldi af því var svo pant- aður tími hjá öðru verkstæði, Bfljöfri. Reikningur Bfljöfurs Mýkingar- efni í leik- föng bönnuð í Danmörku Skaðlegu efnin í mjúku pvc-plasti, phthalater, verða nú bönnuð í smábarna- leikföngum og smábamavör- um í Danmörku. I frétt danska blaðsins Politiken segir að jafn erfitt sé að bera orðið á efninu fram og það hafi verið að fá það bannað á dönskum markaði. Því spyrjum við, hvenær taka íslensk yfirvöld svipaða ákvörðun? var upp á 11.600 krónur og hefur bfllinn gengið eðlilega síðan. Félagsmaður okkar var ekki ánægður með þessa nið- urstöðu og skrifaði Jöfri bréf 10. desember. Þar rakti hann málsatvik, ítrekaði óánægju sína og benti á að hann hefði þurft að eyða tugum þúsunda í „viðgerðir“ sem skiluðu honum engu. I lok bréfsins spyr hann hvort Jöfur sjái ástæðu til að bæta honum þann kostnað og þau óþæg- indi sem af þessu hafi hlotist, og benti auk þess á að bfllinn hafi gagnast honum lítið frá því á miðju síðasta sumri og fram til seinni hluta nóvem- bermánaðar. Fulltrúi Jöfurs svaraði loks, rúmlega tveimur mánuðum síðar. Efnislega segir þar að verkstæðið, sem sérhæfir sig meðal annars í viðgerðum á Peugeot-bflum, hafi þurft að beita útilokunaraðferð til að finna orsök bilunarinnar og að í þessu tilviki hafi aðeins ver- ið eftir að útiloka það atriði sem Bíljöfur gerði við. í bréf- inu er hins vegar lögð áhersla á að „okkur hér hjá Jöfri“ finnist það miður að hafa ekki getað orðið að liði við lagfær- ingar á bflnum og því voru þeir reiðubúnir að koma til móts við félagsmann okkar, svo fremi hann þyrfti að leita þjónustu Jöfurs í framtíðinni, eða ef hann íhugaði að skipta umræddum bíl yfir í nýjan á næstunni! í bréfinu ti! Neytendasam- takanna sagði félagsmaður okkar: „Sem félagi í Neyt- endasamtökunum sé ég mig knúinn til þess að koma á framfæri samskiptum mínum við Jöfur, bifreiðaverkstæði í Kópavogi. Þótt ég ætli mér ekki að gera neitt frekar í þessu máli tel ég það skyldu mína sem félagsmaður að koma þessum upplýsingum á framfæri, því ekki mun ég ráðleggja nokkrum manni að skipta við verkstæðið." Þess skal getið að Neytendasam- tökin skrifuðu Jöfri bréf þar sem þeim var boðið að leysa þetta mál. Jöfur sá ekki ástæðu til að svara bréfi Neyt- endasamtakanna. Utanlandssímtöl á innanbæjartaxta? Neytendablaðinu hefur borist eftirfarandi bréffrá neytanda: minnast á mínútugjald er- lenda fyrirtækisins?“ „Á heimasíðu Nýmarks, http://www.nymark.is/, getur maður smellt á „ýmislegt“ og þá er auglýst að kaupi maður forritið Internet Phone 5 á 6.900 krónur sé hægt að hringja hvert sem er í heim- inum á innanbæjartaxta. Sami texti er settur undir auglýsingar á tölvutilboðum, þ.e.: „Intemetsími - hringið á innanbæjartaxta í hvaða símanúmer sem er í heimin- um!“ Þegar maður velur „nánari upplýsingar um Internet Phone“ er áréttað að þetta sé hægt, þ.e. að hringja á innanbæjartaxta í hvaða númer sem er í heiminum. Af þeirri síðu er svo hægt að skoða „leiðbeiningar með Intemet Phone“ og þá kemur loks í ljós að til þess að not- færa sér þessa þjónustu þarf maður að kaupa inneign í gegnum vefinn hjá erlendu símafyrirtæki og benda þeir þar á http://www.delt- athree.com/. Þá er sem sagt loks komið fram að það er ekki hægt að hringja á innan- bæjartaxta í hvaða símanúm- er sem er í heiminum heldur bætist við mínútugjald hjá er- lenda fyrirtækinu. Með því að skoða heimasíðu „delta- three“ kemst maður síðan að því að þangað er hægt að sækja ókeypis forrit til þess að nota þjónustuna svo það þarf ekki einu sinni að kaupa Internet Phone. Mega Ný- marksmenn gefa það í skyn að maður geti keypt þetta forrit og hringt til útlanda á innanbæjartaxta án þess að Neytendasamtökin sendu þetta erindi til Samkeppnis- stofnunar. Blaðinu er kunn- ugt um að stofnunin hel'ur sent Nýmark bréf í tvígang og leitað skýringa. Nýmark hefur ekki séð ástæðu til að svara þessum bréfum. Ný- mark hefur hins vegar séð sóma sinn í því að fjarlægja þessar röngu upplýsingar af heimasíðu sinni og Sam- keppnisstofnun hefur sent þeim áminningarbréf. Það borgar sig greinilega að kvarta til Neytendablaðs- ins. Við grípum til aðgerða ef verið er að veita neytendum rangar upplýsingar. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.