Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 16
Barnavörurnar Blaut- servéttur við bleiuskipti Blautservéttur eru hand- hægar og vinsælar hjá foreldrum bleiubarna. Þær koma í staðinn fyrir volgt vatn og sápu, sé það ekki við hendina þegar skipt er á barn- inu. Blautservéettur eru komnar til að vera en efna- innihald þeirra þarf að breyt- ast verulega svo vinsældirnar verði ekki á kostnað heil- brigðis barnanna. Danska neytendablaðið Tœnk lét rannsaka tíu tegundir af blautservéttum sem ætlaðar eru til notkunar við bleiu- skipti og eru á markaði í Dan- mörku (10 tegundir) og við- bótarefni voru m.a. eftirfar- andi: Ilmefni, mýkingarefni, lífræn aukefni, rakagefandi efni, rotvamarefni, örveru- eyðandi efni, froðudeyfandi efni, PH-jöfnunarefni og bindiefni. A.m.k. þrjár af þessum tegundum eru á mark- aði hér á landi, Libero, Baby Care og Pampers. Auk þess fundum við blautservéttur frá fjórum öðrum framleiðendum hér á markaði, Shop Rite Thick’n’soft baby wipes, Johnson’s baby skin care, Nice’n clean baby wipes og Tolico Pussycat. Innihaldslýsingar á þessum vörum eru af skornum skammti og ekki óeðlilegt að ætla að þessar fjórar tegundir sem ekki eru í dönsku könn- uninni séu svipaðar að gæð- um og aðrar í þessum vöru- flokki. Ilmefni eru í sex teg- undum af þeim sjö sem eru hér á markaði. Blautservéttur flokkast sem snyrtivara, svo sem vara- litur og sjampó. Engar sér- stakar reglur eru um það hvað snyrtivörur sem framleiddar eru fyrir böm mega innihalda af aukefnum. Unnið er að því á alþjóðavettvangi að bannað verði að setja ákveðin aukefni í slíkar barnavörur, svo sem baðolíur, sápur og blautserv- éttur. Ilmefni og fleira í þeim tíu tegundum sem rannsakaðar voru fundust 57 efni sem töldust meira eða minna óæskileg, auk þess voru níu lífrænar efnaupp- lausnir. Níu tegundir inni- héldu rotvarnarefni og sex innihéldu ilmefni. Bæði rot- vamar- og ilmefni geta fram- kallað útbrot og exem hjá börnum með viðkvæma eða þurra húð. Það er því engan veginn hægt að mæla með notkun þessarar vöru og full ástæða fyrir foreldra að snið- ganga hana. Enginn veit um langtímavirkni Hvorki framleiðendur né vís- indamenn geta sagt neitt um langtímanotkun á blautserví- ettum, til dæmis ef þær væru notaðar í 2-3 ár við hver bleiuskipti. Öll þessi aukaefni sem eru í servéttunum liggja þá stöðugt við húðina og ef smáspmnga er á húðinni er virkni efnanna enn meiri. Framleiðendur eru sífellt að breyta efnasamsetningum vegna athugasemda frá neyt- endum og ef nýju efni er bætt við er sagt að könnun sé gerð á upphandlegg fullorðins ein- staklings í þrjár vikur og á bleiusvæði ungbarns í tíu vik- ur áður en ákveðið er hvort efnið skuli notað. Alls er þó óvíst hvort efnin hafa önnur áhrif við langvarandi notkun. Ofnæmi Efni sem geta valdið óþæg- indum og ofnæmi eru ýmis rotvamarefni með erfiðum nöfnum: „2-bromo-2ni- tropropand-1,3diol“ og „met- hylchloroisothiazolinone“, efni sem enda á „paraben" og „natrium benzoate", allt eru þetta efni sem finnast í mis- munandi tegundum blautservétta og eru talin óæskileg. Einnig er talið að skárra að nota vínsým í stað sítrónusým þar sem sítrónu- sýra er á annað borð notuð. llmefni af ýmsum tegundum sem notuð eru í snyrtivörur , blautservéttur meðtaldar, geta valdið ofnæmi. Framleiðend- ur ættu því alveg að sleppa því að setja ilmefni og rot- varnarefni í snyrtivömr sem ætlaðar eru fyrir börn og neytendur ættu að sniðganga þessa vöru, þar til framleið- endur uppfylla þá kröfu. Börnih eiga að njóta vafans Sumir framleiðendur auglýsa blautservéttur þannig að dag- leg notkun sé skaðlaus og nota megi þær til að þvo hendur og andlit. Reynslan sýnir að börn geta fengið út- brot í andlit vegna nota á blautservéttum, enda er and- litshúðin viðkvæmari en húð- in á bleiusvæðinu. I staðinn fyrir blautservíettur á að nota volgt vatn og jafnvel sápu (milda og án ilmefna). Sé fólk á ferðalagi með bleiubarn og vatn er ekki við hendina þar sem bleiuskipti fara fram er ráð að hafa með sér volgt vatn á hitabrúsa og væta þvotta- poka með því. Blautservéttur eru mikið notaðar. Könnun sem fram- leiðandi Libero gerði sýnir að 40% foreldra með bleiubörn 16 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.