Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 5
í stuttu máli Að gera lífið erfitt með mismunandi dagsetningum á matvörum Amörgum neysluvörum er dagsetning sem segir til um síðasta söludag eða „best fyrir“-dagsetning. Þrjár útgáf- ur eru til af þessum dagsetn- ingum og fer það eftir því hvar varan er framleidd hvernig merkingin er. Islensk- ar framleiðsluvörur og fram- leiðsla margra annarra Evr- ópulanda eru merktar með degi, mánuði og ártali (t.d. 01.07.99 eðal.7. 99), Svíar merkja sínar vörur með ártali, mánuði og degi (99.07.01) og Bandaríkjamenn merkja með mánuði, degi og ári (07.01.99). í þessu dæmi er auðvelt að ruglast á degi og mánuði og telja að bandaríska varan sé best fyrir 7. janúar 1999 en ekki 1. júlí 1999 eins og raunin er. Að óbreyttu verður málið ennþá flóknara eftir aldamót- in. Hvernig á til dæmis að skilja dagsetninguna 02.04.01 þegar um þrjá möguleika er að ræða? Þýðir þetta 2. apríl 2001 eðal.aprfl 2002 eða4. febrúar 2001? Neytendur þurfa sem sagt að athuga í hvaða landi varan er framleidd og vita hvaða dagsetningarkerfi er notað í því landi. Það er með ólíkindum að ekki skuli komnar alþjóðlegar samræmdar reglur um þetta mál sem virðist eiga að vera smáatriði fyrir framleiðslu- löndin að sameinast um. Það kæmi í veg fyrir vandræða- gang neytenda víða um heim sem ekki þekkja dagsetn- ingarkerfi allra landa. Von- andi er þetta eitt af því sem lagað verður í komandi samn- ingaviðræðum innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO, áður GATT). Aldrei of varlega farið / Avöruumbúðum eru oft skondnar leiðbeingar og ábendingar. Hér eru nokkur dæmi: Leiðbeiningar aftan á þekktri „meik“-tegund: Do not use on children under 6 months old. / Notið ekki á böm undir 6 mánaða aldri. - Auðvitað byijar maður ekki að mála bömin sín fyrr en þau em orðin 7 mánaða. Leiðbeiningar á Sears-hár- blásumm: Do not use while sleeping. / Notið ekki í svefni. - Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hár- inu á mér! Þetta stóð á umbúðum utan af Dial-sápu: Use like regular soap. / Notið eins og venju- lega sápu. - Og hvemig á aft- ur að nota svoleiðis? A umbúðum Swann- frystimatar stendur: Serving suggestion: Defrost. / Fram- reiðslutillaga: Affrystið. - Mundu samt að þetta er bara uppástunga. Hótel lét baðhettu í boxi fylgja í hverju herbergi, og á boxinu stóð: Fits one head / Passar á eitt höfuð. - Sérðu ekki fyrir þér tvo vitleysinga með sömu baðhettuna? A botninum af Tiramisu- desertinum frá Tesco stendur: Do not tum upside down. / Snúið ekki á hvolf. - Þú varst aðeins of seinn. Þetta stendur á búðingi frá Marks & Spencer: Product will be hot after heating. / Varan verður heit eftir hitun. - Jæja, mikil ósköp. A pakkningum af Row- enta-straujámi: Do not iron clothes on body. / Ekki strauja föt sem þú ert í. - En mundi það nú ekki spara mikinn tíma? A hóstameðali fyrir böm frá Boots: Do not drive car or operate machinery. / Akið ekki bíl eða stjórnið vélum eftir inntöku. - Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á fjölskyldubflnum þegar hann kemur heim. Á flösku af Nytol sleep aid-svefntöflum má sjá þetta: Warning: may cause drowsi- ness. / Varúð: Getur valdið sleni. - Maður skyldi nú rétt vona það! Hnetupoki frá Sainsburys: Warning: contains nuts. / Var- úð: Inniheldur hnetur. - Jamm, ég fer mjög varlega. Á poka af hnetum frá bandarísku flugfélagi stóð þetta: Instmctions: open packet, eat nuts. / Leiðbein- ingar: Opnið pakkann, borðið hneturnar. - Imbafrítt eða hvað? I leiðbeiningum á miða með blá-, hvít- og rauð- köflóttri skyrtu segir: Munið að þvo liti aðskilda. - Æ, æ, áttu nokkuð skæri? Framan á kassa af „Töfra- dóti“ fyrir krakka er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: Notice, little boy not included. / Athugið: Drengur- inn fylgir ekki með. - Ó, ég sem var farinn að hlakka svo til að eignast vin. Lítill miði var festur á Súpermann-búning. Á honum stóð: Waming: This cape will not make you fly. / Varúð: Skikkjan hjálpar þér ekki að fljúga. - Nú, þá kaupi ég hann ekki. Maður var að ná í skrá á netinu um daginn, og þegar hann reyndi að opna hana sagði tölvan: „Þú þarft WinZip til að opna skrána.“ Hann náði í WinZip-ið og þegar hann reyndi að opna það fékk hann skilaboðin: „Þú þarft WinZip til að opna skrána." - Er ekki allt í lagi? Á flösku af linsu-hreinsi stendur: Remove lenses from eyes before cleaning. / Taktu linsumar úr augunum fyrir . Þurfa framleiðendur virkilega að gera okkur neytendum lífið svona erfitt með mismunandi dagsetningum á matvörun- um? Það er eins gott að gœta vel að þegar vörur eru valdar úr hillunum. Ljósmynd: Sif Guðbjartsdótti r. hreinsun. - Væri gaman að sjá fólk úða hreinsiefninu í augun á sér! Eitt undarlegt: Vatnsheldir maskarar ... á þeim stendur: Washes off easily with water. / Þvost auðveldlega af með vatni. - Nújá? Á flösku af ónefndri romm- tegund stendur: Open bottle before drinking. / Opnið flöskuna áður en drykkja hefst. - Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki. Þetta stóð aftan á sótt- hreinsandi hreinsiefni: If you can not read English, do not use this product until someone explains this label to you. / Ef þú kannt ekki ensku skaltu ekki nota þessa vöm fyrr en einhver getur þýtt þennan miða fyrir þig. - Hemm. Á miða sem fylgdi göngu- grind fyrir smáböm (þessi sem em á hjólum svo þau geti rúllað sér áfram) var fólk var- að við: Do not use this as 1) a snow sled, and 2) a flotation device! / Notið grindina ekki 1) sem sleða, 2) sem flottæki. - Hvað er í gangi, gerði þetta einhver í alvömnni og fór í mál við fyrirtækið, eða hvað? NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.