Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 22
Gæði og markaður Rafhlaðan er Akkillesarhællinn Takið hæfilegt mark á auglýs- ingum um þá nýjung í sumum GSM-símum að rafhlaðan endist nú langtum lengur en áður, upp í ríflega 200 klst. í biðstöðu. Sérfræðingar Kon- sument eru t.d. hættir að taka þennan lið inn í samanburð á rafhlöðunum. Þeir benda á að biðstöðuendingin skipti venjulega notendur litlu máli við algengustu aðstæður. Það sem gildir er ending rafhlöðu í notkun. Og niðurstöður óháðra prófana eru stundum aðrar en þær sem framleið- endur og seljendur gefa upp. Nú er sá háttur hafður á í gæðasamanburðinum að telja meðalsímtal 3 mínútur og birta síðan fjölda þeirra sam- tala sem notandinn getur reiknað með samkvæmt því. í þeirri könnun Konsument sem hér er birt stendur efstur Philips Genie Sport reyndist næm- asti GSM-síminn í könnun Konsum- ent. Hann er lítill og léttur (99 gr) en það veldur því að tákn á skjá eru mjög lítil sem getur verið slæmt fyr- ir suma. Rafhlaðan endist skv. könnuninni fremur lengi eða í 35 talskeið (3 mín. hvert) sem við meðalnotkun eru ríflega þrír dagar. Nokia 6150 er „dual band“-sími fyrir bæði 900 og 1800 megariða tíðni en hin síðar- nefnda gefur mun betra samband þar sem slíkir sendar eru (enn aðeins á höfuðborgar- svæðinu hérlendis). Rafhlaða hans dugði langbest í könnun Konsument, 40 talskeið (3 mín. hvert) sem jafngildir um fjórum dögum í meðalnotkun. Hann ertiltölulega lítill en samt þægilegur í notkun. Eldri GSM-símar enn á íslenskum markaði Niðurstöður gæðaprófana hjá þýska neytendablaðinu test 1998 1/örumerki Gerð Heildar- einkunn Flutnings- gæði 25% Meðfærí- leiki 20% Drægi við veikan sendi- sfyrk 20% Þægindi í notkun 30% Höggþol 5% 900 riða Philips Twist 3 4 3 4 3 4 Mitsubishi MT-35 3 3 3 5 3 4 Nokia 5110 3 3 4 3 3 4 Siemens S 10 active 4 3 4 4 4 4 Panasonic EB-G 600 3 4 4 2 4 4 Sony CMD-Zl Plus 4 4 4 5 4 4 Siemens N SL 10 3 4 3 4 4 4 Nokia 8810 3 3 4 2 4 4 Ericsson PF 768 3 4 3 4 3 4 900 og 1800 riða (dual band) Ericsson SH 888 3 4 3 4 4 4 að þessu leyti Nokia 6150 með 40 símtöl á einni hleðslu. Slakastur var Bosch GSM 908 með 21 símtal. í könnuninni var reiknað með að meðalnotandinn hringdi 10 sinnum með GSM- símanum á dag og að hann sé í 57 mín. í biðstöðu á hverri klst. Flesta símana í könnun- inni var hægt að nota í tvo daga án endurhleðslu en á þriðja degi fóru margir að gefa sig. Helsti galli GSM- síma er því ennþá endingin á rafhlöðunum og hve oft þarf að hlaða þá. Best er að slökkva á símanum til að há- marka endingu rafhlöðunnar. Allar rafhlöður endast lrka verr í kulda og því oft skyn- samlegt að hafa símana sem næst líkamanum. Ólíkt því sem komið hafði fram í prófunum á eldri sím- um virðist gerð rafhlöðunnar ekki lengur ráða úrslitum um hve lengi hún dugar. Aður entust nikkel-blöndu-rafhlöð- ur betur en í þeim lífseigustu núna eru litíum-blöndur. Drægi og hljómgæði Almennt er ekki mikill munur á GSM-símunum varðandi það hve vel þeir draga eftir staðsetningu frá sendi eða hve skýrt þeir bera tal, svo fram- arlega sem notandinn er í há- vaðalausu umhverfi. Hins vegar rýrna hljómgæðin veru- lega strax og umhverfishljóð verða mikil, t.d. umferðarnið- ur. Fyrst og fremst er erfitt að hlusta við slíkar aðstæður en talið berst yfirleitt betur til hins notandans ef hann er í rólegum kringumstæðum. Philips Genie Sport kom sérstaklega vel út á jöðrum GSM-úbreiðslusvæða þar sem styrkur frá sendi kerfisins fer að dofna og fékk í því tilliti einkunnina „mjög góður“. Samsung SGH 600 kom lakast út að þessu leyti. Á bls. 13 í símaskrá 1999 má sjá útbreiðslukort kerfis- ins en um 95% landsmanna búa innan GSM-þjónustu- svæðis. Fljótlega eftir að kemur út fyrir marga þéttbýl- iskjarna 'rofnar sambandið. Ekkert GSM-samband er t.d. frá Mýrdalssandi austur á Hornafjörð. GSM-símar koma því heldur ekki ferða- löngum og fjallafólki að veru- legu gagni og geta ekki talist öryggistæki við slíkar aðstæð- ur. Yfirleitt þarf síminn að vera innan við 30 km frá Eldri GSM-símar enn á íslenskum markaói Niðurstöður gæðaprófana hjá austurríska neytendablaðinu Konsument 1998 900 ríða Heitdar Vörumerki Gerð einkunn Nokia 6110 4 Siemens S 10 4 sendimastri til að ná sam- bandi. Þó getur samband rofnað inni í byggingum og á sérstökum stöðum innan svæðis. Utbreiðslusvæðin eru sífellt að stækka og skilyrði að batna. Tíðnisviðin tvö Flestir GSM-símar nota 900 megariða (MHz) tíðni en nú eru líka komnir á markaðinn símar sem jafnframt geta not- að 1800 megarið (dual-band). Þeir flytja símtölin og sam- böndin mun betur og eru því góður kostur. Hins vegar eru 1800 megariða sendar enn sem komið er aðeins á nokkrum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu þótt til standi að fjölga þeim. Víðast erlend- is er líka aðeins sent á 900 megariðum. GSM-símar sem bara nota 1800 megarið henta því aðeins þeim sem hyggjast nota þá á takmörkuðum svæð- um. Búnaður Það er ein af nýjungum GSM- símanna að nú nýtast þeir Nýrri gerðir GSM-síma á íslenskum markaði. Niðurstöður gæðaprófana hjá austurríska neytendablaðinu Konsument 1999. Gefnar eru I einkunnir á kvarðanum 1-5 þar sem 1 er lakast og 5 best. Heildar- einkunn Flutningsgæði 25% vægi Næmi 20% vægi Þægindi 30% vægi Rafhlaða 20% vægi Vörumerki Gerð Stærð í mm (h.xbr.xþ.) Loftnets- tenqi Hlífyfir hnöppum Flutnings- qæði í heild Tal innanhúss Hlustun innanhúss Tal í um- ferðarnið Hlustun í umferðarnið Næmi í heild Send- ing Mót- taka Þægindi í heild Leiðar- vísir Rafhlaða Talskeið (3 mín/klst) 900 riða Philips Genie Sport 4 110x54x20 Nei Nei 4 4 4 2 4 5 5 5 4 4 4 .35 Samsung SGH-600 4 108x44x21 Nei já 4 4 5 2 4 4 4 4 4 4 4 35 Bosch GSM-Com 608 4 134x53x23 já Nei 4 4 4 3 4 4 5 4 4 4 4 29 Bosch GSM 908 4 112x50x19 já já 3 4 4 2 3 4 4 4 4 4 4 21 Ericsson GF788e 4 105x49x24 já já 4 4 5 2 3 4 4 4 3 3 4 33 Panasonic EB-G520 3 140x46x21 já Nei 4 4 5 2 4 4 3 4 4 3 3 30 900 og 1800 riða (dual band) Nokia 6150 4 129x47x28 já Nei 4 5 4 3 4 4 4 4 4 4 4 40 heyrnarskertum með SMS- tækninni (sjá orðskýringar) en með henni eru send texta- skilaboð sem birtast á skjá. Meðal þess sem kaupand- inn þarf að taka afstöðu til hvort hann vill kaupa er með- al annars hvort símanum fylg- ir leiðarvísir á íslensku, hve mörg númer hann getur geymt í minni (símaskrá), hvort hann er með númera- birtingu og endurval, hnappa- borðslæsingu, reiknivél, klukku og tímastilltri hring- ingu, raddkynjara, lang- línulás, SMS og EFR (sjá orð- skýringar), getur tengst faxtæki og mótaldi og tekið bæði stór og lítil kort. Raddskynjari getur virkað þannig að notandinn segir ákveðið orð, t.d. „skrifstofa“ eða „mamma“ og þá velur síminn sjálfvirkt úr minni það númer sem forritað hefur ver- ið með stikkorðinu. Meðal gagnlegra aukahluta sem fást með GSM-símum eru loftnet sem skýra sam- band og auka möguleikana á að ná því á jaðarsvæðum og hulstur sem verja þá fyrir hnjaski. Auk þess má nefna bílahleðslutæki og handfrjáls- an búnað, sem ekki síst hentar í bíla. Framkvæmd prófana Auk tækniprófa á rannsóknar- stofu meta notendur þægindi í notkun og gæði sambanda og hljóms við margs konar skil- yrði. Prófuð er ending raf- hlaðna við mismunandi álag. I fallprófinu er símunum velt í tromlu (svipaðri steypu- • • • • Handfrjáls GSM-símabúnaður getur verið raddstýrður með talskynjara og því hentugur við vinnu og öryggisatriði í bíl. Sumstaðar erlendis erfarsíma- notkun ökumanna bönnuð nema þeir hafi svona hand- frjálsan búnað. Mynd: Hreinn Magnússon. tromlu) sem snýst og þeir látnir detta 50 sinnum úr 80 cm hæð. Orðskýringar SMS (Short Message Service, smáskilaboð): Á hnöppum nýrri GSM-síma eru bókstafir og tákn og unnt að skrifa texta, að hámarki 160 tákn, til að senda í annan GSM-síma, tölvu eða faxtæki. Hægt er líka að senda tölvupóst til slíkra GSM-síma og texta um heimasíður GSM-þjónustuað- ila. Nú er unnt að gerast áskrifandi að sérstökum skila- boðum, t.d. fréttum af íþrótt- um og gengi hlutabréfa. EFR (Enhanced Full Rate) er tækni sem eykur hljóm- gæði í GSM-símum, minnkar suð og truflanir af umhverfis- hljóðum. Hún er í flestum nýrri símum en nýtist aðeins á svæðum þar sem gott sam- band næst. GSM (Global System for Mobile communication): Far- símakerfi sem var tekið í notkun á Islandi í ágúst 1994. NMT: Norrænt farsíma- kerfi sem verður áfram í notk- un og hefur miklu stærra sam- bandssvæði en GSM-kerfið. Hvers konar þjónustu á að velja? Símafyrirtækin bjóða misdýra áskriftarmöguleika eftir þjón- ustustigi. Ráðlegt er að kynna sér þetta vel og finna út hver muni verða líkleg notkun. Á heimasíðu Símans GSM er reiknivél þar sem notendur geta fundið út hvaða gerð áskriftar hentar þeim best hjá fyrirtækinu (http://www.gsm. is/askriftarreiknir.htm). 22 NEYTENDABLAЩ - júní 1999 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.