Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Otrúleg framganga flugskólans Lofts Félagsmaður Neytendasam- takanna gerði í ágúst 1998 samning við Flugskólann Loft um flugkennslu og var Hilmar Hilmarsson í forsvari fyrir skólann. Akveðið var að fé- lagsmaður okkar greiddi fyrir kennsluna með raðgreiðslu- samningi og miðaðist samn- ingurinn við kennslu á ákveðna flugvél þar sem félagsmaður okkar hafði áður lært til flug- manns. Strax í upphafi samn- ingstímabils var félagsmaður okkar mjög óánægður með kennsluna. Hann lenti auk þess oft í því að flugvélin var ekki á staðnum þegar hann átti bók- aðan flugtíma og hafði þá oft tekið sér frí úr vinnu. Félags- maður okkar setti sig þá í sam- band við Hilmar Hilmarsson þar sem hann vildi rifta samn- ingnum þeirra á milli vegna óánægju. Samkomulag náðist um riftun og útbjuggu þeir bréf þess efnis 25. maí í fyrra, sem Hilmar ætlaði að senda Vísa- fyrirtækinu. I stað þess seldi Hilmar bréfið Landsbanka ís- lands sem var ekki kunnugt um samkomulag þeirra. Félags- maður okkar þurfti því áfram að borga fyrir flugtímana þótt hann nýtti sér þá ekki. Hann greip þá til þess ráðs að selja hluta af greiddum flug- tímum og hafði samband við Neytendasamtökin. I fyrstu sinnti Flugskólinn í engu bréfa- skriftum samtakanna vegna málsins en eftir ítrekuð símtöl og meiri bréfaskriftir tókst Viðtalstími lögtræðings Neytendasamtökin vilja koma því á framfæri til fé- lagsmanna að þeir geta fengið viðtal hjá lögfræð- ingi samtakanna á þriðju- dögum og fimmtudögum milli kl. 13 og 15. starfsmanni kvörtunarþjónust- unnar að fá Hilmar í viðtal út af málinu og komst á með þeim munnlegt samkomulag um að Hilmar mundi standa við áður gefin loforð um riftun gegn því að félagsmaður okkar greiddi hluta af vaxtakostnaði. Starfsmaðurinn tók að sér að útbúa málalokasamning og kom félagsmaðurinn strax nið- ur í Neytendasamtök til að skrifa undir og afhenda greiðslu. Hilmar lét hins vegar ekki sjá sig þrátt fyrir ótal lof- orð og var honum að lokum veittur ákveðinn lfestur til að ganga frá málinu - annars yrði samningnum rift einhliða. Hilmar kom ekki og var samn- ingnum því rift. 1 millitíðinni kom í ljós að flugskólinn Loft hefði ekki get- að staðið við áðurgerðan samn- ing þar sem flugvélin sem samningurinn var gerður um var vélarvana og flugskólinn missti flugrekstrarleyfi sitt. Þrátt fyrir þetta hefur Hilmar fyrir hönd flugskólans ekki staðið við ítrekuð loforð um riftun og því berast félags- manni okkar sífelld innheimtu- Félagsmaður Neytenda- samtakanna hugðist kaupa sér eldhúsinnréttingu hjá Heildsöluversluninni nú í sumar og gerði um það til- boð sem gengið var að. Fé- lagsmaður okkar réð sér svo smið til að setja innrétting- una saman en þá kom í ljós að ýmislegt hafði verið vit- laust afgreitt og þurfti félags- maður okkar að gera sér þó nokkrar ferðir þangað vegna vitlaust afgreiddra hluta og ýmissa vankanta á vörunni. Auk þess dróst afhending á hluta innréttingarinnar tvær vikur framyfir það sem lofað hafði verið. Vegna þessa þurfti hann að greiða mun bréf út af umræddum rað- greiðslusamningi þrátt fyrir að allar forsendur upphaflegs samnings hafi brostið og réttur til riftunar sé til staðar. Kvört- unarþjónustan varar því við viðskiptum við Flugskólann Loft, að minnsta kosti meðan meira fyrir vinnu smiðs, auk kostnaðar sem hann hafði sjálfur af öllum þessum ferð- um. Félagsmaður okkar átti eftir að greiða 10% af verði innréttingarinnar og taldi starfsmaður kvörtunarþjón- ustu, þegar hún tók við mál- inu, eðlilegt að Heildsölu- verslunin gæfi það eftir í af- slátt vegna þess kostnaðar og óhagræðis sem kaupandinn hafði orðið fyrir vegna við- skiptanna. Eftir bréfaskriftir bauð Heildsöluverslunin af- slátt sem hljóðaði upp á um 5% af heildarverði innrétt- ingarinnar. Það þótti starfs- manni kvörtunarþjónustu Hilmar Hilmarsson er í for- svari fyrir flugskólann. Starfsmaður samtakanna kom síðar aftur að málinu gagnvart núverandi kröfuhafa og er allt útlit fyrir að krafan verði afskrifuð af hans hálfu vegna eðlis málsins. ekki ásættanlegt og náðu hún og starfsmaður Heildsölu- verslunarinnar, þess sem séð hafði um bréfaskipti af þeirra hálfu að ákveðinni málamiðlun. Félagsmanni var tilkynnt niðurstaðan og var hann nokkuð sáttur. Hálftíma síðar var síðan aftur hringt frá Heildsöluverslun- inni og samkomulagið dregið til baka á þeirri forsendu að sá starfsmaður sem séð hafði um málið fyrir hönd verslun- arinnar hefði ekki umboð til að komast að niðurstöðu í málinu. Þetta þykja samtök- unum afar einkennilegir við- skiptahættir, svo ekki sé meira sagt. Heildsöluverslunin tók aftur sáttatilboð sitt NEYTENDABLAÐtt) - febrúar 2000 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.