Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 4
Frá kvörtunarþjónustunni Að skila geisladiski Neytendablaðinu hefur boríst eftirfarandi bréffrá lesanda: Eftir að hafa farið í Skífuna núna milli jóla og nýárs var ég Gildistími gjafabréfa Bréffrá lesanda: Mig langaði að kanna það hvort eðlilegt sé að gjafabréf sem að fullu er greitt hafi takmarkaðan gildistíma. Eru til einhver lög eða reglur um þetta? Ég þekki dæmi um hvort tveggja, þ.e. þar sem ekki er skráður neinn gildis- tími á gjafabréfið og hins vegar þar sem skýrt er tekið fram að gjafabréfið gildi ekki nema í takmarkaðan tíma, til dæmis í sex mánuði. Hvernig getur verslun eða þjónustuað- ili réttlætt takmörkun á þenn- an hátt, nema þá að endur- greiða gjafabréfið sé ekki unnt að nýta bréfið innan til- skilins frests? Svar Neytendablaðsins: Það gilda engin lög sérstak- lega um gjafabréf. Neytenda- samtökin telja að um lög- geming sé að ræða og gjafa- bréfið gildi því í fjögur ár sé ekki annað tekið fram. A Is- landi ríkir á hinn bóginn frelsi til samningsgerðar, þannig að það er ekkert sem bannar að seld séu gjafabréf á ákveðnum kjömm sem gilda í takmarkaðan tíma. Gera verður hins vegar þær kröfur að gildistími komi skýrt fram á gjafabréfinu en algengt er orðið að árs gildis- tími sé á slíkum gjafabréfum. Sé gildistími sérstaklega stuttur, til dæmis þrír mánuð- ir eins og dæmi munu vera um, þá er skylda þess sem gefur út gjafabréfið sérstak- lega rík þar sem um undan- tekningu er að ræða. að velta fyrir mér hvort þeir hefðu heimild til vissra hluta. Málið er að ég varð vitni að því að fólk var að skila geisla- diskum og fékk þau svör að viðkomandi diskur hafi verið keyptur í Fríhöfninni. Þess vegna gætu þeir aðeins tekið hann á 25% lægra verði en ef hann hefði verið keyptur hjá þeim. Viðkomandi fékk síðan innleggsnótu upp á 1649 krón- ur í stað 2199 króna. Er fyrir- tækið að fara illa með kúnn- ann? Viðkomandi þarf að versla við Skífuna til að nýta sér innleggsnótuna og síðan að greiða hátt í 500 krónur ef hann vill fá sambærilega vöru. Annað sem einnig mætti at- huga? Ég hef orðið var við í alltof mörgum tilvikum að vör- ur sem komnar eru langt fram yfir síðasta söludag séu til sölu í verslunum. Til dæmis fór ég í Bónus, Skútuvogi, og sá þar margt sem komið var fram yfir á tíma. Þar voru meðal annars fiskibollur sem voru útrunnar 22.12. 1999. Ég lenti í því að kaupa slíkar 28.12. 1999 og skilaði þeim en þegar ég fór í dag voru fiskibollumar enn til sölu með þessari dagsetningu. Eina svarið sem ég fékk hjá starfsmanni á kassa var: „Ég vinn ekki að staðaldri í þessari búð.“ Svar Neytendablaðsins: Enginn skilaréttur er á ógölluðum vömm samkvæmt íslenskum lögum. Skapast hef- ur þó sú hefð að flestar versl- anir leyfa skil og þarf við- skiptavinurinn þá í flestum til- vikum að sætta sig við að fá aðra vöm eða innleggsnótu frá þeim aðila sem viðskipti voru gerð við. Nú þekkjum við ekki málið sem þú nefnir í bréfi þínu, en það er skoðun Neyt- endasamtakanna að þegar ógallaðri vöm er skilað á við- skiptavinurinn hvorki að hagn- ast né tapa á skilunum. Hafi geisladiskurinn verið keyptur í Fríhöfninni er um eðlileg við- brögð að ræða í versluninni (enda gætu einstaka neytendur keypt talsvert magn af geisla- diskum í Fríhöfninni og skilað þeim í verslun, í þessu tilviki Skífunni, og „hagnast“ þannig á viðskiptunum). Hvemig þeir sjá hvort diskurinn er seldur í Fríhöfninni kann ég ekki skil á, en það hlýtur þó að koma fram með einhverjum hætti á um- búðum. Ef geisladiskurinn hef- ur hins vegar verið keyptur í verslun (Skífunni) er að sjálf- sögðu mjög óeðlilegt að gefa út inneignarnótu með lægri upphæð en diskurinn kostaði. I seinna málinu er hins veg- ar ótvírætt um lögbrot að ræða, þar sem óheimilt er að selja vömr með útmnnum dag- stimpli. Það er þó því miður of algengt að verslanir selji slíkar vömr. Ef viðskiptavinur finnur slíkar vömr á hann að hringja í heilbrigðiseftirlit sveitarfé- lagsins á sínu svæði (í Reykja- vík er það Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur) og óska eftir að matvömr í viðkomandi verslun séu skoðaðar með tilliti til geymsluþolsmerkinga. 10% afföll á vöru sem er skilað Neytendablaðinu hefur borist eftiifarandi bréffrá lesanda: Mig langar að forvitnast um hvort verslun geti krafist 10% affalla af vöru sem skil- að er og hefur verið tekið úr umbúðunum. Saga mín er eft- irfarandi. Ég hafði keypt rimlagardínur í Rúmfatalag- emum og þegar heim kom komst ég að því þegar ég mátaði gardínurnar í glugg- ann að þær þyrftu að vera stærri. Svo það var ekki ann- að að gera en fara og skila þessari og fá aðra stærri í staðinn. Þar sem ég hafði tek- ið umbúðirnar af pakkanum (kom með gardínurnar í pappakassanum en hafði tek- ið plastið af) var mér sagt að verslunin tæki 10% af vör- unni í skilagjald. Ég gerði at- hugasemd við þetta og var mér þá sagt að verslunin þyrfti að selja þessa vöru með 10% afslætti þar sem hún væri ekki lengur í umbúðum og starfsfók þyrfti að eyða tíma í að pakka henni inn aft- ur. Þá spurði ég hvort þeir tækju vömna á fullu verði ef ég færi heim og plastaði hana aftur - svarið var játandi svo ég fór heim með gardínumar aftur. Reyndar setti ég þær upp þar sem ég gat ekki hugsað mér að eiga viðskipti við þessa verslun aftur. Spumingin er hvort það er al- mennt skilagjald í verslunum hér og hvort þetta er leyfilegt. Svar Neytendablaðsins: Samkvæmt lögum er ekki skilaréttur á ógölluðum vör- um og því ákveður verslunin sjálf hvort hún tekur til baka ógallaða vöru og þá með hvaða skilmálum. Ef þú gerir ekki athugasemd, þá höfum við hug á að senda bréf þitt áfram til Rúmfatalagersins og óska eftir viðbrögðum þeirra, enda höfum við í hyggju að birta bréf þitt í Neytendablað- inu þar sem við teljum þetta skrýtna viðskiptahætti. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.