Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 10
DVD-geisladiskaspilarar Dýrir en góðir Neytendablaðið birtir hér niðurstöður úr markaðs- könnun á 39 DVD-geislaspil- urum seldum hérlendis í des- ember og úr gæðakönnunum þýska neytendablaðsins test og hollenska blaðsins Con- sumentengids á 14 spilurum. Atta þeirra voru á markaði hér. Mynd- og hljómgæði Mynd- og hljómgæði allra DVD-spilaranna í prófunum erlendu neytendablaðanna reyndust mikil eða mjög mik- il. Sjaldan verður vart við myndtruflanir, þó er hætta á brenglun ef mikill hraði eða hreyfing er í myndefninu. Rauði liturinn sem VHS- myndbandið á erfitt með kem- ur skýrt fram og „blæðir" ekki á jöðrum. Það eina sem tak- markar myndgæðin er yfirleitt efnið á disknum sjálfum. Hljómgæðin geta líka verið mjög mikil en þau fara tals- vert eftir búnaði spilarans og gerð magnara og hátalara en þar er um margt að velja. Góð kaup DVD-spilarar fengust hér í nýliðnum desember á verðbil- inu um 30-117 þús. kr. Þetta eru niðurstöðumar um spilar- ana á íslenska markaðnum sem voru í gæðakönnunum erlendu neytendablaðanna: 50 þús. kr. - Toshiba SD- 2109 var ódýrasti „góði” spil- arinn. Myndgæðin eru „mjög mikil“ en fjölhæfnin ekki nema „viðunandi". Ef fólk telur sig ekki þurfa hægspilun aftur á bak og fleiri sérhæfða kosti eru verulega góð kaup í þessu tæki. 60 þús. kr. - Panasonic DVD-A 160 hlaut heildarein- kunnina „góður“. Þetta er víða mikið seldur spilari, ekki mjög fjölhæfur en fékk há- markseinkunn fyrir myndgæði við hæg- og hraðspilun. 70 þús. kr. - Denon DVD- 2500 er mjög fjölhæfur og hlaut heildareinkunnina „mjög góður“ hjá test og há- markseinkunn fyrir mynd- gæði, líka við hæg- og hraðspilun, sem er óvenju gott. Hann var ekki á markaði hér í des. sl. heldur Denon DVD-3000 sem er svipaður en með fleiri möguleika. 80 þús. kr. - Sony DVP-S 725 er mjög góður og fjölhæf- ur spilari, hlaut hámarksheild- areinkunn og hámarkseinkunn fyrir myndgæði hjá test. Hann er hins vegar talsvert dýr. Svæðislásinn • Athugið að ábyrgð á DVD-spilurum fellur úr gildi ef svœðislás er breytt. Flestir DVD-spilarar eru með svæðislás (region lock). Framleiðendur hafa skipt jörðinni í sex DVD-svæði og aðeins passa saman diskar og spilarar sem eru seldir á sama svæði. DVD-spilarar sem seldir eru á Islandi hafa svæð- isnúmerið 2 og eiga því óbreyttir aðeins að geta spilað DVD-diska með númerinu 2, en hann gildir m.a. fyrir Evr- ópu. A umbúðum disksins sést svæðisnúmerið á hnattlík- ani. (Ef ekkert slíkt finnst er diskurinn trúlega fyrir svæði 1, Bandaríkin og Kanada). Þessi skipan er að verulegu leyti komin út um þúfur. Margir láta taka svæðislásinn úr sambandi í spilurum sín- um. Hljómtækjaverkstæði setja oft upp 8-10 þús. kr. fyr- ir slíka þjónustu en í sumum tilvikum geta notendur gert þetta sjálfir. Leiðbeiningar um slíkt er að finna á Internetinu. Sumir seljendur bjóða kóða- frjálsa eða margsvæða DVD- spilara (code-free, multi-reg- ion). Allt er þetta löglegt en ábyrgðarsamningar falla úr gildi ef tæknilegar breytingar eru gerðar. Suma spilara er hins vegar hægt að svæða- stilla án þess að raska föstum búnaði þeirra. Kvikmyndaframleiðendur vilja með svæðislásnum koma í veg fyrir að myndir þeirra séu komnar í umferð á DVD- diskum áður en efnið er sýnt í bíóum. Til Islands berast ekki síst DVD-diskar frá Banda- ríkjunum sem hafa svæðis- númerið 1. Þeir eru af NTSC- staðli og sjónvarpstækið verð- ur að geta notað hann. Eldri tæki hérlendis eru mörg að- eins fyrir PAL-staðal en flest- öll ný sjónvarpstæki geta sýnt efni af báðum stöðlum (multi- format, multisystem). Alls staðar er hægt að spila diska með svæðisnúmerinu 0 (code-free), en á þeim eru oft gamlar bíómyndir, íþrótta- eða kynlífsefni. Svæðislásamir snerta hvorki DVD-Audio (hljóm- diska) né DVD-ROM (tölvu- diska). Svæðaskiptingin 0: Enginn lás (code free). 1: Bandaríkin, Kanada. 2: Evrópa, Japan, Miðaustur- lönd, Egyptaland, S.-Afr- íka, Grænland. 3: Suðaustur-Asía. 4: Ástralía, Nýja Sjáland, Rómanska Ameríka. 5: Rússland, A.-Evrópa, Afr- íkulönd, Indland, A.-Asía. 6: Kína. Gæðakönnun á DVD-spilurum Gefnar eru einkunnir á kvaróanum 1-5 þar sem 1 er lakast og 5 er best. Á markaði á íslandi í janúar 2000 Akai DVP 2000 Denon DVD-2500 (*) Panasonic DVD-A 160 Pioneer DV-515 Pioneer DV 717 Pioneer DV 525 Heildargæðaeinkunn 4 5 4 4 4 4 Myndgæði (30%) 5 5 5 4 4 4 Hljómgæói (25%) 5 5 5 4 5 4 Bjögunarleiðréttingar (15%) 4 4 4 4 4 4 Þægindi i notkun (20%) 4 4 4 3 3 3 Fjölhæfni (5%) 4 5 4 4 4 4 Umhverfisþættir (5%) 3 5 5 5 3 4 _ (*) Hér á markaði er Denon DVD-3000 sem er svipaóur en með meiri búnað. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.