Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 4
í stuttu máli Einkalífið og netið Þegar verslað er á netinu er maður oft beðinn að gefa ýms- ar upplýsingar um sjálfan sig. Margar netverslanir gefa neyt- endum ekki möguleika til að ákveða sjálfir hvort persónu- upplýsingamar liggja áfram í tölvuskrá verslunarinnar eða hvort verslunin má láta þriðja aðila hafa upplýsingamar, til dæmis dótturfyrirtæki sín. Þetta kemur fram í rannsókn sem Alþjóðasamtök neytenda, Consumers International, gerðu og náði til 751 netfyrir- tækis, bæði í Evrópu og Am- eríku. I evrópskum reglum um persónuupplýsingar segir með- al annars að netverslunin eigi að segja neytandanum hvaða persónuupplýsingar em skráð- ar um þá. En það er langt í frá að allar netverslanir uppfylli gildandi lög á EES-svæðinu, auk þess sem oft er keypt frá öðrum löndum, til dæmis Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem lög leyfa selj- endum meira. Umboðsmaður neytenda í Danmörku gerði líka könnun á seinni hluta síðasta árs. I skýrslu hans segir að á papp- ímum séu neytendur vel tryggðir. Hins vegar sé langt í frá að allar verslanir fari að gildandi lögum. Könnunin náði til 20 danskra netverslana. Nú geta danskar netverslan- ir fengið leyfi til að nota sér- stakt e-merki ef þær uppfylla eðlilegar kröfur. Hér á landi gilda lög um persónuupplýsingar og Per- sónuvemd er opinber stofnun sem annast eftirlit með að far- ið sé að lögum. Einnig hafa Samtök verslunar og þjónustu gefið út siðareglur um netvið- skipti og er ætlast til að félags- menn fari eftir þeim reglum auk gildandi laga. Traust neyt- enda er forsenda þess að við- skipti á netinu blómstri í fram- tíðinni. Það er því seljenda að ákveða hvort þeir reynast traustsins verðir. Astæða er til að vekja at- hygli á þessu þegar verslað er á netinu: • Takmarkið þær persónuupp- lýsingar sem beðið er um að þið gefið. • Ef verslað er við fyrirtæki í öðmm löndum sem þið þekkið ekki til - reynið þá að afla upplýsinga um það. • A heimasíðu Neytendasam- takanna, www.ns.is, er teng- ill um viðskipti og öryggi á netinu. Skoðið þá síðu. • A heimasíðu Samtaka versl- unar og þjónustu, Dönsk fyrirtæki sem uppfylla eðlilegar kröfur mega nota þetta merki. www.svth.is, má fínna regl- ur samtakanna um netvið- skipti. • Á www.e-handelsfonden.dk má sjá hvaða danskar versl- anir hafa leyfi til að nota sérstakt gæðamerki í við- skiptum við neytendur. Neytendasamtökin ætla að kanna betur hvernig staðið er að þessum málum hjá inn- lendum netverslunum. Einnig hvort ástæða sé til að bregðast við með aðgerðum eins og þeim sem gripið var til í Danmörku. Þannlg á ao flokka úrgang Þú ferð með forflokkaðan úrgang á rampa að gám sem merktur er úrganginum sem þú ætlar að losa. Ef þú ert með fleiri tegundir úrgangs losar þú hverja fyrir sig í gáma merkta þeim úrgangi. Atvinnulífið greiðir fyrir allan úrgang. Úrgangur frá almenningi er gjaldfrír með undantekningum af • úrgangi frá byggingu og breytingu húsa • úrgangi frá húsdýrahaldi • lagerum yfirteknum við húsakaup. Greiðsluskyldur úrgangur er mældur upp og þú greiðir fyrir þjónustuna að lokinni afgreiðslu. O Timbur © Teppi, dýnur Q Dagblöð, tímarit Grófur, óbagganlegur úrgangur ^ Skrifstofupapplr © Annar bagganlegur heímilisúrgangur C Bylgjupappi © Kælitæki 0 Fernur © Vörubretti O Málmar © Skilagjaldsumbúðir O Trjágreinar © Klæði O Gras og blómaafskurður © Skór © Grjót, gler og burðarhæfur © Spilliefni (£) jarðvegur © Kerti © Hjólbarðar Rafeindabúnaður Vissir þú aö 70% af úrgangnum sem kemur inn á endurvinnslustöðvar SORPU fer til endurnotkunar og/eða endurvinnslu. Hvenær er opíO? veturna: 16. ág. - 30. apríl kl. 12:30 -19:30 sumrin: 01. maí -15. ág. kl. 12:30 - 21:00 Um helgar: kl. 10:00 -18:30 Að auki eru stöðvarnar við Ánanaust, Sævarhöfða og í Garðabæ opnar frá kl. 08:00 á virkum dögum. S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavfk Sfmi 520 2200 • Bréfasími 520 2209 www.sorpa.is 4 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.