Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10
Gæðakönnun Barnabílstólar verða að batna Undanfarin ár hefur öryggi fullorðinna í bílum aukist langtum meira en öryggi barna Bamabílstólar eru því miður enn léleg vöm í framaná- og hliðarárekstrum. Enginn bamabílstólanna í nýrri gæða- könnun International Con- sumer Research and Testing (ICRT) náði meðaleinkunn eða heildareinkunninni „góður“. Sumir fengu falleinkunn og er varað við þeim. En barn má aldrei vera laust í bíl. Barna- bílstóll með veikleika er betri en enginn. Börnin eru útundan Gæðakönnun ICRT, sem neyt- endasamtök í 11 löndum stóðu að, sýndi að flestir barnabíl- stólar hlífa börnum ekki nægjanlega í alvarlegum árekstrum. Þeir verja börnin ekki fyrir brjóst-, höfuð- og hálsmeiðslum sem geta leitt til lífshættulegra áverka og jafn- vel dauða. Bæði framleiðendur og neytendur ættu að hafa áhyggjur afþessari stöðu mála. Evrópsk neytenda- og bíl- eigendasamtök gagnrýna bíla- og bílstólaframleiðendur fýrir að bjóða ekki raunhæfar lausn- ir á festingarbúnaði fyrir bamabílstóla. A meðan stöðug þróun er í gangi við að gera bíla ömggari fýrir fúllorðið fólk ríkir stöðnun við öryggis- búnað fýrir böm. Börn hafa lagalegan rétt Fullorðnum er skylt sam- kvæmt lögum hérlendis og í flestum öðrum löndum að sjá til þess að böm í bíl noti alltaf öryggisbúnað - barnabílstól, bílpúða eða bílbelti. Bam má aldrei vera laust í bíl. Bama- bílstóll með veikleika er betri en enginn. Ekkert hlífir bami í bíl eins vel og góður bama- bílstóll. Samkvæmt lögum • skulu böm sex ára og yngri nota bamabílstól, bílpúða eða annan sérstakan örygg- isbúnað ætlaðan bömum, • eiga fullorðnir að sjá til þess að böm í bílum sitji í barna- bílstól eða á bílpúða með ör- yggisbeltin spennt, • verða allir nýir barnabílstól- ar að vera viðurkenndir og merktir samkvæmt ESB- staðlinum ECE-R 44-03. Stærðir og gerðir Þyngd bamsins og stærð ráða mestu um hvaða stólastærð á að velja - aldurinn er aðeins hægt að hafa til hliðsjónar. Bamabílstólum er skipt í nokkra flokka og sem betur fer er í flestum þeirra hægt að benda á eina stólgerð sem vemdar bamið á viðunandi hátt en þó engan sem gerir það mjög vel. Það ruglar fólk í ríminu að tvö kerfí eru notuð til að merkja stólastærðir: Sumir framleiðendur og seljendur flokka þau í 0, 0+ og I, sem ætluð eru börnum að 18 kg þyngd. Einnig eru stólastærðirnar flokkaðar í 1, 2, 3 og 4 (sjá töfluna að neðan). Einkum voru prófaðir stól- ar í flokkunum 0, 0+ og I sem ætlaðir em bömum að 18 kg þyngd (u.þ.b. að 3-4 ára aldri). Þó kom í ljós að dúkka á stærð við 18 mánaða bam passaði ekki þægilega í marga stóla í flokki 0+. Það bendir til þess að sum þeirra eigi í raun heima í flokki 0. Sumir stólar spanna tvo eða fleiri flokka. Stólar í flokkunum 0/1 og 0+/I em látnir snúa með bakið fram fýrstu mánuðina en síðan er hægt að breyta stellingunni og láta þá horfa fram. Stærðarflokkar Flokkur 0+: Barnabílstólar í flokknum 0+ eru fyrir minnstu börnin sem vega allt að 13 kg. Böm vaxa mjög hratt upp úr minnstu stólun- um. Stólar í flokki 0+ eru yf- irleitt sagðir ætlaðir börnum að eins árs aldri en reynslan sýn- ir að flestir duga ekki nema þar til þau eru níu mánaða. Fimm af níu stólum í þess- um flokki fengu einkunnina „undir meðallagi“ fyrir örygg- isþætti og sú einkunn dregur þá niður í heildareinkunn. Sem dæmi má nefna að Britax Rock-a-tot-sió\\mn var viðun- andi hvað öryggi varðaði en upplýsingar um stólinn og að- varanir á honum sjálfum reyndust algerlega ófullnægj- andi. Af þessum sökum fékk stóllinn „undir meðallagi" í heildareinkunn. Storchenmiihle Happy Dream, Concord Baboo og Britax Rock-a-tot Deluxe fengu allir meðaleinkunn í heildareinkunn. Þessi þrír geta verndað bam á viðunandi hátt við árekstur. Storchenmiihle og Britax Deluxe fengu einkunnina „góður“ fyrir þægindi í notk- un en Concord aðeins meðal- einkunn þar eð varúðarmerk- ingar sem snem að ísetningu hans í framsæti bíla með loft- púða vom óviðunandi. Flokkar 0/1 og 0+/1: Þessir stólar eru ætlaðir minnstu börnunum og þar til þau vega allt að 18 kg. Meðan bömin eru lítil eru þeir látnir snúa með bakið fram en þegar barnsfæturnir hafa lengst og taka að rekast í bak bílsætisins er þeim snúið við og þeir festir þannig að bakið snúi að bílsæt- isbakinu. Ömggast er að láta barnið snúa bakinu fram. Látið því barnið sitja þannig eins lengi og hægt er. Flokkur 1: Prófaðir voru sjö stólar í flokki 1 sem er ætlaður 9-18 kg þungum börnum (að 3-4 ára aldri). Þeim er komið fýrir þannig að barnið horfír fram úr bílnum og bak stóls- ins liggur að baki bílsætis. Stillingar eftir stærð barnsins eru aðallega gerðar með breyt- ingum á beltum. Tveir slökustu stólamir fóru niður á botninn í ein- kunnagjöf og fengu umsögn- ina „lélegir“. Það var prófun á framanákeyrslum sem fór al- veg með Play Global Sport og Storchenmiihle Champion. Sá síðarnefndi er jafn-þægilegur í notkun og hann er vonlaus á öryggissviðinu þar eð höfuð bamsins getur kastast alltof mikið til. Notkun og þægindi Til aðgæslu við notkun: • Barnabílstólar passa ekki eins vel í alla bíla. í sumum bílum eru bílbeltin of stutt og í öðmm er erfítt að festa stólinn með þeim. • Mikilvægt er að bamabíl- stóllinn sé notaður á réttan hátt og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda. Barnið þarf að vera fest rétt í stólinn. • Barn má aldrei sitja í fram- sæti bíls ef loftpúði er fram- an við það. Bam þarf að hafa náð 140 cm hæð og vera a.m.k. 40 kg að þyngd til Val á stóLstærö Þyngd barns Aldur barns u.þ.b. Flokkur Flokkur Frá fæðingu að 10 kg Nýfætt til 9 mánaða 0 1 Frá fæðingu að 13 kg Nýfætt til 15-18 mánaða 0+ 1 9-18 kq 9 mánaða tiL 3-4 ára I 2 15-25 kq Að 6 ára II 3 22-36 kg Að 11 ára III 4 10 NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.