Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 19
Gæðakönnun Eftirmáli um harðfisk Það blésu sterkir vestanvindar í höfuðstöðvum Neytenda- samtakanna eftir að síðasta Neytendablað kom út. Hægur norðan andvari lét einnig á sér kræla. Astæðan var fyrsta til- raun Neytendasamtakanna til að gera bragðprufur með sér- fræðingum á matarsviði og ekki þótti verra að þeir hefðu löggiltan smekk. Ástæðan, aðferðin Við völdum til þessarar fyrstu tilraunar harðfisk vegna þess að okkur hafði borist ábend- ing um að markaðurinn á Faxaflóasvæðinu væri undir- lagður af harðfiski sem væri merktur sem vestfirskur. Þótti þetta vera gert í því skyni að blekkja kaupendur til að kaupa fisk „að vestan“ þótt hann væri bara af Faxaflóa- svæðinu. Starfsmenn okkar hér fyrir sunnan og starfsmenn okkar á Isafirði og Akureyri söfnuðu harðfiski úr verslunum og hjá framleiðendum á báðum stöð- um. Fljótlega var mönnum ljóst að magnið sem hafði verið keypt var alltof mikið til þess að hægt væri með góðu móti að smakka allt og gefa því einkunn. Var því brugðið á það ráð að bera saman þann fisk sem kom að vestan eða norðan við fisk sem keyptur var frá þessum aðilum hér á höfuðborgarsvæðinu. Duttu þá út þeir harðfiskframleið- endur sem ekki höfðu harð- fisk til sölu á höfuðborgar- svæðinu. Einnig duttu þá út sendingar með óbarinn fisk og að lokum var ljóst að magnið var svo mikið að bita- fiskurinn gæti ekki fengið þá umfjöllun sem hann þó þyrfti. Úrvinnslan Þetta varð grunnurinn undir þessari fyrstu bragðtilraun Neytendasamtakanna. Sumir voru óánægðir með þessa að- ferð, og hafa að vissu leyti rétt fyrir sér. Margir hefðu gjarnan viljað að allur fiskur sem til okkar var sendur hefði verið tekinn til meðferðar og bragðprófaður og gefin ein- kunn. Til þess höfðum við ekki nokkra möguleika, um- fangið var svo mikið. Það var gagnrýnt hve fáir fjölluðu um bragðið og að miklu stærri hópur (15-25) mundi gefa réttari mynd af þessu en þeir fimm sem fengnir voru til verksins, þótt þeir væru góðir. Einnig hefði aðstaða þurft að vera öll önnur en hún var. Þeir sem bragðprófuðu hefðu ekki átt að hafa samband sín á milli og bera saman bækur sínar, heldur hefðu þeir átt að vera í básum án samráðs. Þar sem þetta var ekki þannig hafi álit hvers prófanda litast af samverunni við hina. Gagnrýnin, lærdómar Ohætt er að fullyrða að mesta gagnrýnin á þessa tilraun voru þær athugasemdir sem skrif- aðar voru á einkunnarblöðin og gagnrýndu sumir að þær voru birtar í Neytendablaðinu, það hefði átt að duga að gefa harðfisknum einkunn í tölum. Athugasemdimar voru oft á tíðum harður dómur um fisk- inn og sterkt tekið til orða, enda urðu viðbrögðin að vest- an hörð. Við veltum því hins- vegar fyrir okkur hvort ekki væri betra að gera þessa til- raun þótt hún fengi óblíðar viðtökur en að gera hana alls ekki. Við sem fórum í versl- anir og keyptum harðfiskinn, við sáum hvemig hann var geymdur og við hvaða að- stæður hann var sýndur kaup- endum, og við gátum velt því fyrir okkur hvort það hefði eitthvað að segja fyrir fiskinn þegar hann liggur í skúffum inni í heitum verslununum en ekki í kæli. Einn framleiðandi að vestan nefndi sem dæmi um óáreiðanleika þessarar prófunar okkar að hann hefði ekki átt ýsu í hálft ár á mark- aði sunnanlands. En okkar fólk keypti samt fiskpakkn- ingu frá þessum framleiðanda í Kolaportinu þá helgi sem sýnunum var safnað. Fiskur- inn hafði því legið frammi til sölu í þessa mánuði án þess að á pakkningunni stæði hvenær honum var pakkað. Harðfiskur er kælivara og ef hann á að geymast lengi þarf hann að vera í miklum kulda. Það er einnig athyglis- vert að enginn gerir athuga- semd við það að harðfiskur er ekki merktur með pökkunar- degi og síðasta söludegi. Síð- asti söludagur fer eftir því hvernig harðfiskur er geymdur og því þarf að merkja einnig með geymsluaðferð. Ef hann er geymdur inni í verslun í 22-25°C hita hefur hann ekki sömu möguleika og fískur sem farið er með sem kæli- vöru. Fiskur tekur bragð af öllu sem er í kringum hann og er því kominn tími til að menn átti sig á þeirri staðreynd að harðfisk verður að fara með sem viðkvæma matvöru. Eftirmáli um harðfisk Við sem stóðum að þessari fyrstu bragðprófun lærðum vissulega af reynslunni.Við höfum farið yfir ferlið frá framleiðanda til seljanda og höfum fundið margt sem ástæða er til að gera athuga- semd við. Við gerum okkur vonir um að sú aðfinnsla komist til réttra aðila og að í framtíðinni fái harðfiskurinn þá meðhöndlun sem honum ber. Harðfiskur er ekki ódýr matvara og þó ekki væri nema þessvegna ætti hann að fá betri meðferð en hann fær. Harðfiskur er herramannsmat- ur og þess vegna þarf hann bestu meðferð sem hægt er veita og þar er einmitt mesta brotalömin. Við hefðum vilj- að bragðprófa miklu fleiri tegundir og við hefðum viljað fá breiðari hóp neytenda til að taka þátt í þessu með okkur, en allt er þetta háð þeirri að- stöðu sem við höfum. Við biðjum alla þá sem telja að þeir hafi verið órétti beittir velvirðingar á því og berum fyrir okkur reynsluleysi á þessu sviði, en við biðjumst ekki afsökunar á tilrauninni því hún leiddi margt í ljós sem skoða þarf í framtíðinni. Stutt um harðfisk í umræðunni sem hófst eftir að Neytendasamtökin gerðu bragðprófun á harð- fiski kom það mjög oft upp að framleiðendur ættu að minnsta kosti að setja upp- lýsingar um pökkunardag á harðfiskinn, eins og gert er með margvíslega mat- vöru. Við rákumst á eitt fyrirtæki sem þetta gerir, Stjömufisk í Grindavík. Við teljurn að þetta eigi í framtíðinni að vera sjálfsagður hlutur hjá öllum harðfiskframleiðendum. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.