Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 20
Hárlitun Dæmi um mannslát vegna hárlitunarefna Fleiri og fleiri dæmi koma nú fram um alvarlegar afleiðingar hárlitunar með aukinni vit- neskju neytenda og lækna um þau mál. Því miður eru sum dæmin mjög alvarleg. Þannig lést í ágúst 2000 38 ára gömul kona búsett í Birmingham, Narinder Devi, að þremur ungum börnum sínum ásjá- andi vegna bráðra ofnæmisvið- bragða. Hún hafði sett í sig hárlit og áður en 20 mínútur voru liðnar var hún látin. í mörgum öðrum löndum hafa læknar séð dæmi um al- varlegar afleiðingar eftir notk- un hárlitar. Um ijölmörg slík dæmi hefur verið skrifað í vís- indarit, meðal annars í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Italíu, Þýskalandi, Hollandi, Japan, Indlandi og Sviss. Við sögðum frá fjölmörgum slæmum dæmum í Danmörku í síðasta tölublaði Neytenda- blaðsins og óskuðum eftir að íslenskir neytendur sem orðið hafa fyrir barðinu á þessu létu okkur vita. Þrjár konur hafa nú haft samband við okkur og á þessari opnu má sjá sögu tveggja þeirra. Vald framleiðenda eralgjört Það er vel varðveitt leyndar- mál hjá framleiðendum hvaða efni þeir nota í hárlitun- arvörur sínar og raunar eru þeir svo ósvífnir að þeir kalla skrif neytendasamtaka sem aukast dag frá degi óréttmæt- an hræðsluáróður. Raunar gefa þeir aðeins þær upplýsingar sem þeim hentar. I hárlit eru um 300 kemísk efni og vita menn þó ekki hvort það er allt og sumt. Þrátt fyrir að mörg af þessum efnum séu hættuleg heilsu manna eru aðeins átta þeirra skráð sem slík, öll hin geta framleiðendur notað að vild. Nú fá íbúar Evrópusam- bandsríkja og einnig við Is- lendingar allar upplýsingar frá framleiðendunum sjálfum. Auk þess er framleiðendum í sjálfsvald sett að meta efnin sem notuð eru. Og loks eru það framleiðendur sjálfir sem gera þær rannsóknir sem lagð- ar eru til grundvallar afstöðu Evrópusambandsins til efn- anna. Þannig hafa framleið- endur alltof mikið svigrúm og vald. Þeir hafa möguleika á að senda vörur á markað þegar þeir einir vita um hættuna af þessum efnum. Framleiðendur sjálfir leggja til upplýsingarn- ar sem vísindanefnd Evrópu- sambandsins notar sem grunn í sínu mati og það getur verið varasamt. Þá er að mati vís- indanefndarinnar auðvelt að leyna mikilvægum upplýsing- um. Leyndardómar framleiðenda I desemberblaði Neytenda- blaðsins var sagt frá fjölmörg- um alvarlegum dæmum um ofnæmisviðbrögð hjá dönskum neytendum eftir að þeir höfðu litað hár sitt. Það hefúr einnig verið þekkt í mörg ár að hætta á krabbameini er í hærri kant- inum hjá hárgreiðslufólki, sennilega vegna þess að það vinnur með kemísk efni eins og hárlitunarefni. Fyrir um ári vakti mikla athygli stór bandarísk rannsókn þar sem í ljós kom að þeim sem nota hárlit virðist hættara við að fá krabba í blöðruhálsi en þeim sem ekki lita hár sitt. Sérfræð- ingar leggja þó áherslu á að ekki sé enn hægt að segja með fullri vissu að samhengi sé á milli hárlitunar og krabba- meins. Og menn vita engan veginn hvaða efni það eru ná- kvæmlega sem kunna að valda áhættunni. Segja má að nú séu ekki neinar reglur til um þau kemísku efni sem notuð eru í hárlitunarefnum þrátt fyrir að það sé vel þekkt að notkun á hárlitum getur valdið alvarleg- Frásögn miðaldra íslenskrar konu Ég fór í hárlitun á hár- greiðslustofu skömmu fyrir síðustu jól til að skipta um hárlit. Þegar ég vaknaði morguninn eftir tók ég efitir að ég var þrútin um augun en hélt að það væri vegna þess að ég var nývöknuð og hugs- aði ekkert nánar út í það. Næsta dag var þetta orðið meira, en enn afgreiddi ég þetta sem svefnþrota og hugsaði ekki meira um það. Þá fór ég að taka efitir að þetta var farið að færast niður á kinn og mig var farið að klæja í augun. Þá fóru að renna á mig tvær grímur um hvað væri að gerast. Þar sem ég hef áður fengið ofnæmi vegna sjampós sem lýsti sér meðal annars í kláða í hársverðinum átti ég meðal sem ég hafði fengið hjá lækni og dró úr kláðanum. Því leitaði ég ekki til læknis í þetta sinn heldur notaði lyfið sem ég hafði fengið. A Þorláksmessu var þetta svo komið í hámark, þannig að ég þurfti eiginlega tannstöngla til að halda aug- unum opnum. Eftir það fór að draga úr þessu og þakka ég þaó því fyrst og fremst að ég átti þessi lyf vegna sjampóofnæmisins. En þessi þroti var viðvarandi í þrjár vikur. Síðan þetta gerðist hef ég ekki þorað að láta lita á mér hárið enda ekki ástæða til að storka ofnæmiskerfínu ef þetta væri raunin, en eins og ég sagði fór ég ekki til læknis vegna þessa. Ofnæmið vegna sjampós- ins lýsti sér aðeins í rauðum blettum og kláða en ekki þrota í andliti eins og í þetta skipti. En þótt augun væru það þrútin að ég átti einfald- lega erfitt með að hafa þau opin þá gerðist þetta rétt fyrir jólin og ég hafði mikið að gera og gerði þess vegna ekkert frekar í málinu heldur vonaði að lyfið sem ég átti mundi duga á þetta, sem það og gerði. Ég áttaði mig hins vegar ekki fyllilega á því hvað hafði gerst fyrr en ég las um þetta í desemberblaði Neytendablaðsins. Ég sagði hárgreiðslukon- unni frá þessu og sagði hún mér að ég væri því miður ekki fyrsti viðskiptavinurinn sem hefði lent í þessu. Hún sagði mér einnig að hún hefði fengið nema sem hafði þurft að hætta störfum, því neminn gat ekki verið inni á stofunni þegar verið var að nota litar- efni. 20 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.