Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 10
Gæðakönnun á tölvuprenturum Dýrir dropar Canon S-820D er til fyrirmyndar með sex aðskilin blekhylki. Hann fékkst í Bókval á 59.900 kr. Bleksprautuprentarar fást á verðbilinu um 8-100 þús. kr. Þeir eru ódýrari í innkaupum heldur en geislaskrifarar en hæggengari og þar að auki dýrari í rekstri. Blekhylki geta verið býsna dýr og kostnaður- inn við þau gerir oft gæfumuninn þegar til lengdar lætur um hve hagstæð kaup eru gerð. Bleksprautuprentar- ar skila lit betur en geisla- prentarar (laser-prentarar) og er það mest áberandi í ljós- myndaprentun. Nær allir sem prenta út stafrænar ljósmyndir nota bleksprautuprentara. Geislaprentarar fást á um 30-197 þús. kr. Þeir henta sér- staklega vel ef prenta þarf hratt og stundum mikið magn í svörtu. Ef þú hyggst ekki prenta út litljósmyndir er oft hagkvæmara að kaupa lítinn geislaprentara heldur en bleksprautuprentara. Litarefn- ið dugir langtum betur og hann er því ódýrari í rekstri. Biekhylkin eru aðalmálið Gæðakönnunina á blek- sprautuprenturum sem hér birtist framkvæmdi International Consumer Rese- arch and Testing (ICRT). í henni voru alls 26 prentarar og hérlendis fengust 17 þeirra. Fyrsta atriðið sem þú skalt kanna til að gera sem hag- kvæmust kaup á bleksprautu- prentara er fjöldi blekhylkja í honum. Margar gerðir eru bara með tvö hylki, annað með svörtu bleki og hitt með grunnlitunum bláum, rauðum og gulum. Þegar einhver þessarra þriggja lita er búinn í hylkinu þarf að skipta því út, það er ekki hægt að setja bara einn lit í. Ef þú tekur t.d. mik- ið af sumarleyfismyndum með bláum himni er hætt við því að blái liturinn klárist langt á undan hinum og þú neyðist til að fleygja þeim ónotuðum. Aðrir prentarar eru með fjórum lithylkjum, einu fyrir hvern lit. Það er almennt skynsamlegra að velja slíkan prentara því að þá fullnýtast blekbirgðirnar og blekið er dýrasti liðurinn í prentunar- ferlinu. í gæðakönnun ICRT eru líka bleksprautuprentarar með sex lithylkjum, þar af tveimur bláum og tveimur rauðum. Næsti liður sem þarf að at- huga er hversu lengi blek- hylkið endist. Verð á útprent- aðri blaðsíðu getur verið mjög mismunandi. Það fer bæði eftir pappírsgerðinni og þeim prentgæðum sem not- andinn velur í tölvunni. Svart- hvít útprentun er ódýrust. Staðreyndin er sú að ódýrustu prentararnir eru oft dýrastir í rekstri og eyða mestu bleki. Framleiðendur gera þetta af ásettu ráði, þeir lokka við- skiptavini til að kaupa ódýrt en eyðslusamt tæki en reyna að hagnast á blekhylkjasöl- unni. Lækkun blekkostnaðar Annars vegar eru á markaðn- um hylki sem framleiðendur prentaranna selja (upprunaleg eða „original" hylki) og hins vegar hylki sem sjálfstæðir framleiðendur markaðssetja. Þau eru iðulega helmingi ódýrari og það merkir að prentkostnaðurinn verður mun lægri. Ekki er hægt að fá slík hylki í alla prentara. Bæði Hewlett-Packard og Lexmark hafa t.d. prenthaus- inn í blekhylkinu sem kemur í veg fyrir að nóg sé að skipta út hylki. Aftur á móti er hægt að fylla blekhylkin á ný með sprautu og nál. Hewlett- Packard selur meira að segja Markaðskönnunin er á netinu I markaðskönnuninni eru alls 40 prentarar, 27 blekspraut- uprentarar ogl3 geislaprentarar. Upplýsingar eru gefnar um rúmlega 20 þætti varðandi hvern prentara. Bleksprautu- prentarar fást á verðbilinu um 8-100 þús. kr.en geislaprent- arar á um 30-197 þús. kr. Könnunin er á læstum síðum fyrir félagsmenn Neyt- endasamtakanna á vefnum: http://www.ns.is Lykilorðið er labbi enduráfyllt hylki svo fólk þarf ekki að kljást við græjur með misjöfnum og misþrifalegum árangri. I Epson-prentara fást hylki með hreinsunarlegi og framleiðandinn telur heppi- legt en ekki nauðsynlegt að prenta út með því einu sinni í viku til að halda prentaranum í toppformi. Sami framleið- andi telur heppilegt að alltaf sé kveikt á prentaranum til að halda jöfnum hita á blekinu. I ábyrgðarskilmálum allra prentaranna taka framleiðend- ur fram að þeir beri ekki leng- ur ábyrgð á þeim ef notuð eru í þá blekhylki frá öðrum framleiðendum. Þetta er al- gerlega óásættanlegt. Það er framleiðandans að sanna að annars konar blekhylki hafi verið notað og valdið skemmdunum ef gera þarf við prentarann á ábyrgðartíman- um. Blek er ferskvara Prentaraframleiðendur taka það réttilega fram að blek er ferskvara. Venjulega á óopn- að blekhylki að halda gæðum sínum í tvö ár frá framleiðslu- degi en þegar maður kaupir hylki í verslun er ógerlegt að vita hversu langt er síðan það var framleitt. Canon og Lex- mark hafa engar merkingar á blekylkjum sem sýna fram- leiðslutíma eða „best fyrir“- dagsetningu. Epson og Hew- lett Packard eru með eins konar kóðamerkingar en mað- ur verður að hringja í þjón- ustudeildir fyrirtækjanna til geta lesið úr þeim hversu gamalt blekhylkið er. Hraði og gæði I gæðakönnuninni voru prent- ararnir prófaðir í tölvum með Microsoft Windows XP-stýri- kerfi en líka er hægt að nota þá með Apple Macintosh- stýrikerfum. Það er ekki nóg að einblína á verð prentara og 10 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.