Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 17
Heimilið Efnafræðin í hversdagslífi okkar Hér byrjum við hringferð á heimilinu. Herbergi eftir herbergi lítum við á nokkur skaðleg efni sem finnast í vörum sem við notum daglega. Og umhverfið okkar er uppfullt af kemískum efn- um. Þau eru í gólfum, á veggjum, í rafmagnstækjum, tauefnum og í vörum sem við setjum í hárið og berum á líkamann. Hvernig getum við notað þessa vitneskju og hversu alvarlegt er ástandið? Danska neytendablaðiö Tænk+test birti nýlega þessa áhugaverðu og fróðlegu grein. - Við dettum ekki dauð niður á morgun. Við þolum vel eit- urefni í litlum mæli. En við þurfum að hugsa okkar gang því að þróunin í kemískum efnum hefur verið mjög hröð undanfarin 50 ár og það snýst um að tryggja gæðin í sí- breytilegu samfélagi, segir Finn Bro-Rasmussen prófess- or sem helgað hefur líf sitt baráttunni gegn því tjóni sem kemísk efni geta valdið. - Heilbrigði snýst um meira en að lifa af. Það snýst líka um gæði náttúrunnar og umhverfisins. Það er það sem gerir að lífið springur út og heilbrigðið blómstrar. Þess vegna telur prófessor- inn, sem nú er kominn á eftir- laun, að við verðum að skilja hvaða kemísk efni eru í um- hverfi okkar. Þegar hann er spurður hvort einstaklingur geti yfirleitt gert nokkuð í raun til að minnka þessi kem- ísku áhrif, er hann ekki í vafa. - Að sjálfsögðu er ýmislegt hægt að gera. Menn mega ekki gefast upp þótt vandinn kunni að sýnast óyf- irstíganlegur. Það er hægt að fara á netið eða nota símann. Eða byrja á því að spyrja í versluninni. Þú getur leitað eftir gæðum ef þú lítur í kringum þig. Nis Peter Nissen hjá Grpn information segir enga ástæðu til móðursýki þótt varað sé við notkun kemískra efna. - Ef manni finnst maður vilja gera eitthvað varðandi kemísku efnin þá er hægt að hlusta á ráðleggingar. Ef mað- ur vill það ekki er þetta ekki hættulegra en svo að við lif- um það af. Það mikilvæga er að hægt sé að velja eitthvað sem ekki inniheldur skaðleg kemísk efni. Mette Boye sem starfar hjá Lífræna ráðinu leggur áherslu á að mikið hefur gerst á þessu sviði síðustu árin. - Þegar ég byrjaði að vinna með kemísk efni fyrir fimm árum fannst mér enginn álíta það tiltökumál. En í dag þegar plastmýkiefnin þalöt ber á góma, þá vita margir hvað um er að ræða. Það má merkja nokkrar framfarir, bæði hvað snertir löggjöfina og iðnaðinn. Það gefur mér kraft til að halda áfram. Nú á að endur- skoða Evrópulög um kemísk efni og þá þarf að athuga margt. Blaðamaðurinn Paul-Erik Heilbuth hjá DR segir: Við höfum skapað okkur tilveru þar sem kemísk efni eru svo afgerandi þáttur að við erum að verða búin að telja okkur trú um að án þeirra sé tilveran óhugsandi. En nú erum við komin að þeim punkti að sambúð okkar með kemískum efnum verður að taka til end- urskoðunar. Það eru aðrir kostir fyrir hendi. Við getum keypt eitthvað annað. Karen Gahrn ritstjóri danska Neytendablaðsins gagnrýnir harðlega niðurskurð hjá opinberum stofnunum sem eiga að hafa eftirlit með umhverfis- og heilsuspillandi efnum í umhverfinu. Ritstjór- inn segir m.a: Það eiga ekki að vera heilsuspillandi efni í þeim vörum sem við notum dags daglega. Og auðvitað er það á ábyrgð iðnaðarins að þessi efni séu þar ekki. En það er einfaldlega barnalegt að halda að hægt sé að skera niður eftirlit með kemískum efnum í þeirri trú að iðnaður- inn af einskærri velvild sjái sjálfur um að setja reglur og skera niður notkun hættulegra kemískra efna. Þegar fram- leiðendur geta ekki einu sinni uppfyllt lagaákvæði um bann við þalötum í leikföngum, hvemig á maður þá að trúa því að minna eftirlit leiði til þess að vörumar verði af sjálfu sér hreinni og heilnæm- ari? NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.