Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 20
Heimilið Baðherbergið 1. Bleiur Hvert barn notar u.þ.b. 5.000 einnota bleiur. Flestar bleiur eru því miður ekki eins sak- lausar og notendumir - í bleium er nefnilega oft að finna ilmefni, litarefni eða krem sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu. I Danmörku hafa verið seldar bleiur með efninu BHT. Það finnst í litlum mæli í bleium og er þannig séð ekki stór- kostlega heilsuspillandi. Húð bamsins er samt sem áður í stöðugri snertingu við efnið. RÁÐ Umhverfisvænar bleiur eru væntanlegar á markað fljót- lega. Þær eru án ilmefna, krema og lyktareyðandi efna. Eins era gerðar kröfur um umhverfisvæna framleiðslu. Vonandi eiga umhverfisvæn- ar bleiur eftir að fást á íslandi. 2. Sjampó, krem, svita- lyktareyðir, handsápur, tannkrem, tattómerki og snyrtivörur Þessar vörur og reyndar einnig snyrtivörar fyrir börn innihalda efni sem hafa verið rannsökuð á dýrum og komið hefur í ljós að geta haft áhrif á hormónajafnvægið, t.d. leitt til vansköpunar á kynfærum. Samkvæmt lögum er leyfilegt að nota efnið butylparaben sem er rotvarnarefni, í snyrti- vörur. Rannsókn á baðvörum fyrir börn sem Gr0n In- formation gerði 2001 leiddi í ljós að 8 vörur af 21 inni- héldu butylparaben. Rann- sókn á dýrum hefur leitt í ljós að efnaflokkurinn paraben hefur væg hormónaraskandi áhrif og butylparaben er eitt af parabenunum sem liggur hvað mest undir grun. Enn er óvíst hvort notkun á horm- ónaraskandi efnum í snyrti- vörum skaði fólk. Dönsku Neytendasamtökin og danska Umhverfisstofnunin (Miljp- styrelsen) telja þó að butyl- paraben ætti að flokka sem skaðlegt umhverfinu. RÁÐ Forðastu snyrtivörar með bu- tylparaben. Notaðu umhverf- ismerkt sjampó og sápur. Það merkir að takmörk eru fyrir hversu mikið má vera af heilsu- og umhverfisspillandi efnum. Öruggara er að nota umhverfismerktar vörur en vörar sem merktar eru sem ofnæmisprófaðar. 3. Sápur Kemíska efnið triclosan er eitt algengasta efni sem notað er til að eyða bakteríum. Efn- ið er m.a. notað í sápur, tann- krem, svitalyktareyði og munnskol. Triclosan er vafa- samt efni bæði í heilsufars- og umhverfislegum skilningi. Efnið hefur fundist í brjósta- mjólk, kúamjólk og fiski og það er talið vera mjög hættu- legt vatnalífríki. Notkun bakt- eríudrepandi efna er þar fyrir utan talin eiga þátt í að bakt- eríur mynda mótstöðu gegn lyfjum. Triclosan er leyft sem rotvamarefni samkvæmt regl- um Evrópusambandsins og skal það skráð í innihaldslýs- ingu vörunnar. RÁÐ Forðastu bakteríueyðandi efni - athugaðu í innihaldslýsingu að þar standi ekki triclosan. 4. Svitalyktareyðir BHT er notað sem rotvarnar- og aukaefni í mat og snyrti- vörur, t.d. í svitalyktareyði og varaliti. BHT er samkvæmt dönsku Umhverfisstofnuninni umhverfisspillandi og eitrað ef það er borðað. Efnið er á hinum svokallaða „effekt- liste“ í Danmörku, en það er listi yfirvalda yfir þau efni sem með tíð og tíma eiga að hverfa af markaðnum. Þar fyrir utan er BHT á norska listanum yfir óæskileg efni því að efnið er talið hafa upp- söfnunaráhrif í lífríki - það þýðir að það safnast fyrir í vefjum dýra og manna. Efnið tilheyrir þeim flokki efna sem kallast PTP efni - það þýðir að efnin eru annað hvort þrá- virk (brotna ekki auðveldlega niður í umhverfinu), eru eitr- uð eða hafa uppsöfnunaráhrif í lífríki. í dag er leyfilegt að nota PTP-efni í neysluvörur. Er það ásættanlegt? Hafðu yfirsýn yfir fjármál heimilisins Námskeió um heimilisbókhald og hagsýni i heimilishaldi Neytendasamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið í hagsýni í heimilishaldi, áætlanageró og færslu heimilisbókhaids. Námskeiðió verður haldió fljótlega. Námskeiðió er ætlaó öLLum þeim sem viLja hafa góóa yfirsýn yfir fjármálin. Þar veróur farið yfir þau grundvaLLaratriði sem þurfa að vera fýrir hendi tiL að hægt sé aó ná yfirsýn og árangri. Farió er yfir nauósynlegan undirbúning, m.a. hvernig áætlanir eru geróar og not- aóar, hvernig best er aó standa að færsLu heimilisbókhaLds og hvernig hægt er aó hagræóa og breyta í rekstri heimilisins. Þátttaka í námskeióinu kostar 3.000 kr. fyrir einstakLing og 4.500 kr. fýrir hjón og sambýLisfóLk. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt i námskeióinu eru beðnir aó tilkynna um þátttöku í töLvupósti til Neytendasamtakanna, ns@ns.is eóa í símum 545 1200 eóa 462 4118. 20 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.