Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 3
Frá kvörtunar- þjónustunni Árgjald fyrír vörslu rafbréfa í febrúar bárust kvörtunarþjónustunni þó nokkrar kvartanir frá neytendum vegna nýtilkomins 3.600 króna árgjalds hjá íslandsbanka á vörslureikninga rafbréfa - rafrænna verðbréfa. Fannst mörgum gjaldið bæði hátt og ósanngjarnt þar sem eigendur rafbréfa eiga engan annan kost en að geyma rafbréfin á vörslureikn- ingi hjá fjármálafyrirtæki. í framhaldinu sendi kvörtunarþjónustan íslandsbanka bréf og fór fram á upplýsingar um for- sendur gjaldtökunnar. Skriflegt svar barst greiðlega frá bankan- um og í því segir að það sé markmið ís- landsbanka að tengja saman gjaldtöku og kostnað með eins skýrum hætti og kostur sé. Það sé réttur viðskiptavina bankans að þeir geti áttað sig á kostnaði sem þeir borga og séu ekki að niðurgreiða aðra þætti. Við ákvörðun gjaldsins var, að sögn bankans, lögð áhersla á að gjaldið væri einfalt og var meðal annars skoðuð gjaldtaka fyrir ýmiss konar þjónustu ann- ars staðar á Norðurlöndum, svo sem fyrir bankahólf, pósthólf og vörslu verðbréfa. Athugað var um kostnað sem greiddur er til Verðbréfaskráningar íslands og áætl- aður sambærilegur kostnaður við tölvu- kerfi bankans. Að auki var miðað við að gjaldið dygði fyrir sem svarar 30 mínútna vinnu á ári. Rétt er að nefna að árgjald er ekki tekið af vörslureikningum barna og unglinga undir 18 ára aldri og auk þess fá „vildarvinir" íslandsbanka 20% afslátt af gjaldinu. Á grundvelli frjálsrar álagningar ráða fjármálafyrirtæki sjálf á hvaða verði þau selja þjónustu sína. Það er því neytenda að velja það fyrirtæki sem hentar þeim best og stuðla þannig að virkri sam- keppni á milli fjármálafyrirtækja. Hér kemur yfirlit yfir árgjöld vörslureikninga rafbréfa hjá nokkrum íslenskum fjármála- fyrirtækjum: Starfsfólk leiÖbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, frá vinstri: Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi, Ceir Marelsson lögfræðingur, Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi og Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur og stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. Búnaðarbanki íslands 0 kr. íslandsbanki 3.600 kr. íslensk verðbréf 0 kr. Kaupþing* 0,04% Landsbanki íslands 0 kr. MP-verðbréf 0 kr. Spron 0 kr. Verðbréfastofan 0 kr. *(- 0,8%) af heildarvirði safns, lágmarks- þóknun fyrir einstaklinga er 2.500 kr. Til samanburðar má einnig sjá hér ár- gjöld vörslureikninga hjá tveimur bönk- um á Norðurlöndunum: Den Danske Bank 6.000 kr. stofngjald + 900 kr. mánaðarlegt vörslugjald með möguleika á viðskiptum. Den Norske Bank 6.000 kr. vörslugjald ef eign er meiri en 1.200.000 kr. og 7.200 kr. vörslugjald ef eign er meiri en 12.000.000 kr. Þess ber loks að geta að árgjöld eru aðeins hluti þeirrar gjaldtöku sem fer fram vegna rafbréfa, þar sem ýmis þjón- ustugjöld eru innheimt, svo sem færslu- gjöld. Af þeim sökum er framangreint yfirlit ekki tæmandi um kostnað vegna rafbréfa heldur aðeins samanburður á árgjöldunum. Sprunga í handlaug Félagsmaður leitaði til kvörtunarþjónust- unnar vegna handlaugar af Kuma-gerð en sprunga hafði myndast við niðurfall. Aðeins sex mánuðir voru liðnir síðan handlaugin hafði verið keypt. Kuma- handlaugar eru steyptar beint í borðplötu og eru samsettar úr marmaramulningi (85%) og bindiefni (15%). Við athugun kom í Ijós að orsök sprungunnar var sú að of heitt vatn hafði verið látið renna í vaskinn, en Kuma handlaugar þola ekki meira en 65° C hitastig. Algengt er hins vegar á íslandi að vatn úr krana sé allt að 90°C heitt. Seljandi vörunnar sagði að þessari vöru fylgdi alltaf bæklingur með leiðbeiningum um meðhöndlun. Félagsmaðurinn sagðist hins vegar ekki hafa séð þann bækling en hugsanlegt var að verktakinn sem setti handlaugina upp hafi hent bæklingnum með umbúð- unum. Sátt náðist í málinu um að selj- andi vörunnar greiddi félagsmanninum andvirði postulínsvasks sem hægt var að koma fyrir í vaskborðinu. Góð þjónusta hjá B&L Neytandi sendi Neytendasamtökunum tölvupóst og lýsti góðri þjónustu sem hann fékk hjá Bifreiðum og landbúnað- arvélum: „Ég á Renault Scenic 4x4, rétt rúmlega ársgamlan. Það bar aðeins á einhverjum hrekkjum í gírskiptingu og aukahljóðum sem þjónustuaðili á Siglufirði reyndi að gera við eftir bestu getu, en alltaf vildi koma aukahljóð aftur. Við hjón keyrðum suður seinnipart föstudags um miðjan janúar og ætluðum að vera helgina í borginni. Eftir um 30 mínútna akstur hélt bíllinn ekki 5. gírnum. Ég hringdi í þjónustuaðilann sem benti mér á að koma við á Sauðárkróki og láta líta á þetta. Þar hlustuðu þeir á mína sögu og álitu að best væri að skipta um gírkass- ann. Hringdu í B&L, sem stungu upp á því líka, sögðust panta kassa og senda NEYTEHDABLAeie 2. TBL. 2003 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.