Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8
Gæðakönnun á morgunverðarkorni Ðís<a0.(ur í flestum tegundum morgunverðarkorns er of mikill sykur, of mikið salt og of lítið af trefjum. Þetta er niðurstaða könnunar sem Neytendablaðið gerði í samvinnu við Upplýsingamiðstöð neytenda í Danmörku (Forbrugerinformationen). Sem dæmi má nefna að aðeins einn skammtur af Guldkorn inniheldur svo mikinn sykur að 4-6 ára barn fær rétt rúmlega helming af sykurþörf sinni með morgunverðarkorninu sé Guldkorn í morgunmat. Morgunverðarkorn er oft auglýst sem sérstök hollustuvara, sérstaklega þegar því er beint að fullorðnum neytendum. Og víst er það rétt að sumar tegundirnar innihalda hátt hlutfall trefja og lágt hlut- fall fitu, en sykurinnihaldið er hins vegar oftast alltof hátt. Takmarkið með þessari könnun er að upplýsa neytendur um innihald og næringargildi morgunverðar- korns þannig að þeir geti vegið og metið hvað best sé að gefa börnunum í þessari mikilvægustu máltíð dagsins. Eins og sjá má í töflunni er gefin einkunn fyrir sykurinnihald, akrýlamíð, trefjainni- hald og natríuminnihald. Hæst er gefið 5 en lægst 1. Samanlögð einkunn fyrir alla þessa þætti er metin eftir þessum hlutföllum: sykurinnihald 40%, trefjar 30%, akrýlamíð 20% og natríuminni- hald 10%. Vörutegund Framleiðandi Heildar- einkunn Orka g /100 g Fita g / 100 g Sykur g /100 g Sykur Trefjar Akrýl- amíð Natríum Bragð- / litarefni Weetabix Weetabix 4.7 1,440 3 5 5 5 4 4 Nei Cheerios General Mills 4.1 1,545 6 5* 5 4 4 1 Nei Corn Flakes Kellogg’s 3.3 1,600 1 8 4 2 5 1 Já/Nei Havrefras Quaker 3.0 1,510 7 12 3 5 1 1 Nei Weetos, Weetabix 2.8 1,625 5 38 1 3 5 5 Nei Fitness, Nestlé, General Mills 2.6 1,522 1 17,05* 2 3 3 3 Nei Frosted Cheerios General Mills 2.5 1,588 3 49,9* 1 3 5 2 Já Lucky Charms General Mills 2.5 1,591 4 45,72* 1 3 5 2 Já Honey Nut Cheerios General Mills 2.4 1,581 5 34,1* 1 3 5 1 Nei Special K Kellogg’s 2.3 1,600 1 17 2 2 4 1 já Cocoa Puffs General Mills 2.3 1,637 4 48,49* 1 2 5 3 Já Coco Pops Kellogg’s 2.3 1,600 3 39 1 2 5 3 Já Frosties Kellogg’s 2.2 1,550 1 40 1 2 5 2 Já Guldkorn Quaker 2.1 1,600 1 53 1 2 3 5 Nei * Tölur úr rannsókn. flflrar tölur eru úr innihaldslýsingu. Einkunnargjöf: 5 = Mjög gott / 4 = Gott / 3 = í meðallagi / 2 = Undir meðallagi /1 = Slæmt 8 NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.