Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10
Auka lífrænar aflferðir næringargildi matvæla? Nidurstöður 22 rannsókna á hlutfalli nokkurra mikilvægra næringarefna í lífrænum og hefðbundnum ávöxtum og grænmeti1) Fjöldi rannsókna sem sýndu mun á efnainnihaldi í lífrænum og hefðbundnum afurðum: Efnaflokkur: Hærra hlutfall í lífrænum vörum Munur ómarktækur Hærra hlutfall í hefðbundnum vörum Fjöldi rannsókna Steinefni 7 6 1 14 C-vítamín 7 6 - 13 A-vítamín 4 3 1 8 B-vítamín 1 1 - 2 E-vítamín - 1 - 1 Þurrefni 10 8 1 19 1) Organic farming, food quality and human health (Soil Association, 2001) Lífræn framleiðsla matvæla eykst hröð- um skrefum víða um heim, eins og Neytendablaðið hefur sagt frá. Tími er svo sannarlega kominn til þess að íslensk stjórnvöld bæti skilyrði neytenda til að eiga kost á lífrænum vörum til jafns við grannþjóðir okkar, m.a. með stuðningi við aðlögun landbúnaðar og við fræðslu meðal almennings. Samtök neytenda víða um heim hafa hvatt til þess að neyt- endur eigi kost á því að nálgast lífrænar vörur og ekki síður að almenningur eigi þess kost að fá nýjustu upplýsingar um gæði slíkra afurða. Á síðustu árum hefur einnig fjölgað ört rannsóknum um áhrif Iffrænna aðferða á gæði afurðanna og jafnvel á heilsufar neytenda. I nýlegri skýrslu breskra vís- indamanna var lagt mat á 99 nýlegar rannsóknir þar sem borið er saman nær- ingarinnihald lífrænna matjurta og hefð- bundinna. Af þeim töldu þeir einungis 29 rannsóknir uppfylla ströngustu kröfur sem gera verði um marktækan saman- burð á afurðum ólíkra framleiðsluað- ferða. í 22 þessara rannsókna var kannað efnainnihald í grænmeti og ávöxtum (sjá töflu). Skýrsluhöfundar vara við því að dregn- ar séu of víðtækar ályktanir af þessum niðurstöðum. Þeir telja hinsvegar að niðurstöðurnar bendi eindregið til þess að í lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti sé hærra hlutfall þurrefnis, mikilvægra steinefna (á borð við fosfór, kalsín, magnesín og járn) og C-vítamíns en í sambærilegum vörum sem ræktaðar eru með tilbúnum áburði og varnarefn- um. Meðal hugsanlegra skýringa á þess- um mun er að jarðvegur er frjósamari og næringarríkari í lífrænni ræktun en hefðbundinni, og að mikil notkun áburð- ar- og eiturefna hefur vond áhrif næring- arupptöku og efnaskipti nytjaplantna í hefðbundinni ræktun. Ljósmyndir eru yndisauki Það sem okkur þykir vænst um, eða mikilvægast í lífinu, festum við gjarnan á filmu og varðveitum þannig góð og eft- irminnileg augnablik í lífi okkar. En þótt Ijósmyndir séu oftar en ekki mikill gleði- gjafi fyrir þá sem þær taka, þá hafa þær önnur og verri áhrif á umhverfið. Á Norðurlöndunum einum eru notuð 20 þúsund tonn af kemískum efnum við framköllun og stækkun Ijósmynda, og 20 milljónir fermetra af Ijósmyndapapp- ír. Mörg þeirra efna, sem notuð eru við framköllun, eru afar skaðleg umhverfinu. I framköllunarvökva og fixer (festi) eru t.d. silfursambönd, formaldehýð og EDTA (sem er líka mikið notað í þvottaefni). Silfur er þungmálmur, sem ekki brotnar niður og safnast því upp í sumum hlut- um lífkerfisins. Silfursambönd eru mjög eitruð fyrir smádýr í ám, vötnum og í sjó. EDTA leysir hins vegar þungmálma m.a. úr sjávarseti, sem oft eru í miklu mæli við útrásir skólpræsa, og greiðir þannig leið þeirra inn í lífkeðjuna. Formaldehýð er þekktur ofnæmisvaldur og er einnig talið geta orsakað krabbamein. Umhverfisálag af Ijósmyndum og filmu- framköllun er því umtalsvert. Margir að- ilar í framköllunargeiranum hafa brugðist við þessu og lagt áherslu á að minnka umhverfisálag af starfsemi sinni, en þó eru enn margir í þessari starfsgrein, sem þyrftu að gera gagngerar breytingar á starfsemi sinni til að minnka neikvæð áhrif á umhverfið. Norræn umhverfismerking, sem sér um málefni umhverfismerkisins Svansins, gaf út viðmiðunarreglur fyrir framköllunar- fyrirtæki síðastliðið haust, eftir ítarlega úttekt á öllum þáttum framköllunarstarf- seminnar. Sérfræðingar Svansmerkisins rannsökuðu og skráðu umhverfisálagið af starfseminni, og unnu síðan að því í nánu samstarfi við sérfræðinga úr grein- inni að finna leiðir til að draga úr þessu álagi svo sem kostur var, án þess að það kæmi niður á gæðum þjónustunnar. Við- miðunarreglurnar eru afrakstur þessarar samvinnu, og eru rekstraraðilum hand- hægur og skýr leiðarvísir um hvaða leiðir hægt er að fara til að minnka umhverfisá- lag starfseminnar, án mikils tilkostnaðar. Um leið og framköllunarþjónusta hefur sýnt fram á að hún uppfylli öll skilyrði getur hún fengið Svansmerkið, og þá er eftirleikurinn auðveldur fyrir þá neytend- ur, sem vilja framkalla myndir sínar á um- hverfisvænan hátt - við kíkjum bara eftir Svaninum! Ef aðeins 15% framköllunar- fyrirtækja á Norðurlöndunum myndu laga starfsemi sína að viðmiðunarreglum Svansins mundi heildarlosun kemískra efna frá framköllunarfyrirtækjum minnka um 1.800 tonn á ári og rafmagnsnotkun minnka um hvorki meira né minna en 11 milljónir kílówattstunda. Ávinningurinn af þessu er jafn augljós og hann er áþreif- anlegur, og því mikilvægt að við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Það gerum við með því, að auka eftirspurnina eftir umhverfisvænni framköllunarþjónustu. Nú þegar hefur ein stærsta framköllunar- þjónustan í Noregi, FotoKnudsen, fengið Svaninn. Vonandi feta íslenskir kollegar í fótspor þeirra fljótlega! 10 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.