Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 8
Auglýsingar Ekki eru allir jafn hrifnir af þeirri brengl- uðu ímynd sem tískuiðnaðurinn dregur oft upp. Fullkomlcikinn virðist felast í því að vera tágrannur og klæðalítill og helst liggjandi á bakinu með glennta fætur og lostafullan svip. Að minnsta kosti ef marka má stóran hluta þeirra auglýsinga sem birtast á síðum tísku- blaðanna. Auglýsingar tískuhúsa hafa þróast undan- farna áratugi úr því að vera Ijósmyndir af konum f fötum og yfir í eitthvað allt annað. Það sama má reyndar segja um tónlistariðnaðinn sem virðist einna helst sækja sinn innblástur f klámiðnaðinn. En neytendum er ekki meira misboðið en svo að tískuhús og tónlistarmenn lifa góðu lífi. Fáklædda tónlistarfólkið er að vísu f flestum tilfellum að reyna að höfða til ungra kaupenda sem ekki hafa alltaf til að bera nógu gagnrýna hugsun og •eru ginkeyptari fyrir vikið en þannig er málum ekki alltaf háttað hvaðtískuiðnað- inn varðar. Markhópur margra frægustu tískuhúsa heims eru vel stæðar konur og oftar en ekki á besta aldri. Kannski liggur vandamálið ekki alfarið hjá aug- lýsendum. Á meðan fáklæddar, grannar og veiklulegar fyrirsætur í einkennilegum stellingum selja vöruna er Iftil hætta á að breyting verði. Auglýsingin virkar. Vanda- málið er kannski öllu heldur að við neyt- endur tökum þátt í vitleysunni. Neytendablaðið valdi nokkrar auglýsing- ar frá þekktum erlendum framleiðend- um og bað Guðmund Odd Magnússon prófessor við Listaháskóla íslands um að gefa álit sitt á þeim. „Frfða og dýrið". Það er í raun ótrúlegt hvað þetta fyrirtæki SISLEY, sem fram- leiðir fatnað fyrir unglinga, gengur langt. villigötum? Brýtur öll siðferðisgildi. Ég verð nú að segja að þessi lítur út fyrir að vera „eðli- leg" við fyrstu sýn - ef þér dettur ekki í hug kynferðislegt samband á milli dýrsins og stúlkunnar. Nánast allar auglýsingar þessa fataframleiðanda hafa ekki „bara" kynferðislega undirtóna heldur klám- fengna. Auðvitað hefur þetta verið tekið fyrir víða af ábyrgum aðilum í umræð- unni um klámvæðingu almannarýmis og aldrei er hamrað nóg á andspyrnunni gegn þessum óþverra. Eins og svo oft hefur verið bent á þá er ekki hægt að nota vitsmunalegar auglýsingar til að selja annað en hreina nauðsynjavöru. Oftast er verið að svala ómerkilegum kenndum eins og hégóma, öfund, afbrýði og losta þegar verið er selja lífstflsvörur. Þessi er í þeim dúr, höfðað er til kynhvatar og losta. Það eru til verri dæmi, sem reyndar eru ekki alltaf eins auðsæ í vestur-evrópskum tímaritum. Þau birtast í austur-evrópsk- um útgáfum þeirra eins og í króatíska Cosmopolitan sem er orðið frægt fyrir ganga út yfir öll mörk. „Virðulegri" fyrirtæki eins og Calvin Klein eru ótrúlega oft á nákvæmlega sama plani og Sisley. Það er ekkert að þessari auglýsingu fyrr en þér dettur kynlíf í hug, en þegar þetta er gagnrýnt er það sagt þinn veikleiki að láta kynlíf hvarfla að þér. Það er oft erfitt að skil- greina klám en allir skynja það um leið og það sést. Það er ekki augljóst hvað verið er selja hér en ég reikna með því að það sé fatnaður ekki eru það spilin sem stúlkan heldur á í hendinni. En þarna er ýmislegt í gangi. Titian og Feneyjarmálarar endur- reisnarinnar máluðu Venus liggjandi en Michaelangelo heggur Davíð út stand- andi í Flórens á sama tíma. Tilvísanir í grískar goðsögur eða öllu heldur grískar goðsögur í nútímabúningi? Ég held ekki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessar myndir segja meira um það hvernig karl- maður lítur á konu sem eign eða bráð, og gæti best trúað því að verið væri að selja karlmannsfatnað og markhópurinn sé karlmenn sem líta á konur sem eign! touis VUITTON Að selja tösku! Ofterveriðað vitna ísígilt myndmál og enn aftur verið að höfða til 8 IJEYTENDABLAÐIÐ 4. TBl. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.