Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 4
að kvarta Kannast einhver við veitingahúsaferð þar sem slöpp þjónusta, litlir skammtar og bragðlaus matur var helsta umræðu- efnið? Og samt, að máltíð lokinni, var reikningurinn gerður upp athugasemda- laust. Ef þetta hljómar kunnuglega máttu vita að þú ert ekki einn á báti. Ástæðan er sú að flestir láta óánægju sína ekki f Ijós nema í algjörum undantekningartilvik- um, enda er það að standa á rétti sínum oft lagt að jöfnu við dónaskap. Er þar um að kenna ranghugmyndum manna um kurteisi. Því miður hindrar þetta þó fæsta í að kvarta í löngu máli við vini og ættingja. Fáeinir eru að vfsu alveg óragir við að kvarta. Því miður kvarta þeir oft meira en góðu hófi gegnir og fá því ekki endi- lega leiðréttingu sinna mála. En hvort sem maður er þeirrar gerðar að þegja þunnu hljóði eða kvarta með há- værum tilþrifum er leyndarmálið að baki árangursríkrikvörtun það sama: Að læra grunnreglurnar um hvernig á að bera sig að við að leggja fram kvörtun. Réttur aðili Fyrsta og mikilvægasta skrefið í að kvört- un beri árangur er að kvarta við réttan aðila. í tilviki neytenda, á fyrsti viðkomu- staðurinn ávallt að vera seljandinn eða sá sem veitir þjónustu. Ekki láta vísa þér í burtu á þeim grundvelli að framleiðand- inn sé ábyrgur, því það er ekki rétt! Þinn samningur var við seljandann og það er hann sem á að taka á kvörtuninni. Líkamstjáning Þegar kvörtun er lögð fram augliti til auglitis er afar mikilvægt að haga sér rétt. Gott er að æfa sig, jafnvel fyrir framan spegil eða með vini, áður en farið er og talað við seljandann. Æfingin hjálpar manni að átta sig á hvernig kvörtunin hljómar, þ.e. hvort hún sé rökréttog sann- færandi eða óskiljanleg og sundurlaus. 12 dæmi um rétta hegðun Standa í u.þ.b. armslengd frá seljand- anum Viðhalda góðu augnsambandi Tala skýrt og ákveðið Anda hægt og rólega Beita röddinni hæfilega Nota „opnar" handahreyfingar Gera skýra grein fyrir kvörtuninni Leyfa seljandanum að svara Hugsa sig um áður en maður talar Koma fram við seljandann af virðingu Vera ákveðinn Vera kurteis 12 dæmi um ranga hegðun Standa of nálægt eða of langt í burtu Stara reiðilega Muldra eða tuldra Halda í sér andanum eða anda grunnt Hækka róminn eða verða skrækróma Steyta hnefann eða benda fingri Leyfa seljandanum að trufla frásögnina Trufla svar seljandans Láta villandi tal seljandans trufla sig Vera smeðjulegur eða kinka kolli um of Vera vælulegur eða ógnandi Biðjast afsökunar eða gera lítið úr mál- inu Hvar á að kvarta? Eins og sagði hér að framan er rétt er að kvarta beint til seljanda eða þess sem veitir þjónustu. Best er að leggja kvörtun- ina fram á þeim stað sem varan/þjónust- an var keypt. Ef starfsmaðurinn er ekki hjálplegur á að óska eftir því að fá áð tala við yfirmann. Sé yfirmaður ekki á staðn- um er best að spyrja hvenær hann komi aftur, fá nafnið á viðkomandi, nákvæmt starfsheiti ogsímanúmer. Vilji seljandinn taka gallaða hlutinn til skoðunar eða við- gerðar verður að gæta þess að fá kvittun frá seljanda fyrir afhendingu hlutarins. Ef á að koma á framfæri skriflegri kvörtun er best að senda bréfið til tiltekins nafn- greinds aðila með ábyrgðarpósti. Takist ekki að leysa málið hjá seljanda er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila: • Neytendasamtökin vegna hvers konar neytendamála. • Evrópsku neytendaaðstoðina vegna neytendamála (yfir landamæri) á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Evrópska neytendaaðstoðin er hjá Neytenda- samtökunum. • Samkeppnisstofnun vegna óréttmætra viðskiptahátta, auglýsinga, alferða, neytendalána o.fl. • Löggildingarstofu vegna hættulegra eiginleika vöru (ekki matvöru), mark- aðsgæslu eða rafmagnsöryggis. • Póst- og fjarskiptastofnun vegna síma- og fjarskiptafyrirtækja.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.