Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 20
Anægjulegar markaðshræringar Burt með óþarfa tilkostnað Svo virðist sem íslenskir neytendur séu um þessar mundir að losna við ýmiss konar þarflausan tilkostnað í viðskiptum. Samkeppni, sem áður var einkum í orði, er farin að sjást á borði. í heilan mannsaldur var nokkurn veginn sama hvar landsmenn keyptu bensín, tóku tryggingar, seldu íbúð, fengu lán eða lögðu inn sparifé. En nú má loks greina nokkra breytingu, vott af samkeppni í raun. Það hlýtur að borga sig að fylgjast með og bregðast við því fáir komast hjá því að skipta við bensínstöðvar, tryggingafélög og banka. Það eru að opnast ný tækifæri fyrir ney- tendur til að styðja við bakið á þeim sem reyna að rjúfa samráðsmúra og bjóða samkeppni í verki þar sem engin var fyrir. Ný samkeppni - betri kjör Verulegur skriður komst á lækkun flugfargjalda í fyrravor. Vonandi kemur ekki bakslag í þá þróun. Með auknum umsvifum Atlantsolíu hófst nokkur samkeppnistitringur hjá olíufélögunum. í febrúar sl. fór í gang spennandi ferli á fasteignamarkaðnum. Fasteignasalan Draumahús kynnti róttæka nýjung og auglýsti fast verð fyrir hverja sölu, 179 þús. kr. Skömmu seinna bauðst fasteignasalan Nethús til að taka 1% söluþóknun og sex fasteignasölur, sem standa að vefnum hus.is, buðust til að taka einkasöluþóknun þótt allar sex myndu reyna að selja. Ef slík kjör vekja þau viðbrögð sem vænta má og bjóðast til frambúðar lækkar tilkostnaður hjá seljendum svo um munar. Um miðjan mars var greint frá því í fjölmiðlum að í úttekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda á rekstrarkostnaði bifreiða hefði komið í Ijós veruleg lækkun á lögboðnum tryggingum. Framkvæmdastjóri félag- sins vildi þakka þetta samkeppni frá íslandstryggingu sem er í samstarfi við FÍB. Loks má nefna að með eflingu trygg- ingafélagsins Varðar er boðuð lækkun á tryggingum heimila og fyrirtækja. Mér er sagt að margir hafi að undanförnu leitað tilboða í allar sínar tryggingar og náð ver- ulegum lækkunum. Innri afhjúpun Neytendasamtökunum hefur bæst liðsauki í baráttunni gegn verðhækkunum og gagnrýni á hæpnar aðferðir auglýsenda. Við erum farin að sjá dæmi um gagnkvæma og upplýsandi gagnrýni auglýsendanna sjálfra. Væntanlega minnast margir þess enn þegar lýst var eftir konu í eins konar mót-auglýsingu e-korta gegn villandi fullyrðingum í VISA-auglýsingu á heilli opnu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í lok febrúar sl. Þar var sláandi afhjúpun á villandi framsetningu og hálfsann- leika. Slíkar uppákomur verða að teljast fagnaðarefni þótt þær kosti sitt. Þær geta stuðlað að því að fullyrðingar bíræfinna auglýsenda séu teknar með viðeigandi fyrirvara. Ritdeilur þeirra sem starfa í viðskipta- heiminum geta líka komið neytendum að gagni. Margir hafa væntanlega ekki tekið eftir hækkun á þóknunum hjá MasterCard fyrr en um þær var deilt í Morgunblaðinu af framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu og fram- kvæmdastjóra MasterCard-Kreditkort. Neytendur geta væntanlega tekið undir lokaorðin í grein Sigurðar Jónssonar hjá SVÞ í Morgunblaðinu þann 30. mars sl.: „Laumulegar gjaldskrárhækkanir sam- rýmast ekki almennum viðmiðunum um góða viðskiptahætti." Þarflaus tilkostnaður Þótt fréttir af lækkandi þóknun fasteigna- sala séu ánægjulegar virðast þeir allir fastir í úreltu auglýsingafari. Það verður að teljast löngu tímabært að hætta að birta auglýsingar um íbúðir, sem eru til sölu, vikulega í tveimur dagblöðum. Því ekki að taka mið af því að það er bæði auðveldara og fljótlegra fyrir þá sem ætla að kaupa íbúð að nota netbirtinguna til 20 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.