Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 6
Sá fjöldi barna og unglinga sem neytir þunglyndislyfja fer vaxandi. Það er því ástæða til að staldra við þegar fréttir berast af alvarlegum aukaverkunum slíkra lyfja sem neytendum og jafnvel læknum hefur ekki verið kunnugt um fyrr en nýlega. Upplýsingum haldið frá neytendum Lyfjaiðnaðurinn hefur um árabil vitað um þær alvarlegu aukaverkanir sem lyfið Ser- oxat getur haft. En það var ekki lyfjafram- leiðandinn eða yfirvöld sem upplýstu um þessar aukaverkanir heldur var það þátt- ur á breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem setti allt í gang. Þátturinn sýndi m.a að framleiðandinn GlaxoSmithKline hafði haldið til haga niðurstöðum rannsókna sem sýndu að lyfið Seroxat (gengur líka undir nöfnunum Paxil og Paroxetine) get- ur haft í för með sér alvarlegar aukaverk- anir bæði hjá börnum og fullorðnum. Aukaverkanirnar eru m.a. auknar sjálfs- vígshugsanir og sjálfskaði, auk þess sem lyfinu geta fylgt fráhvarfseinkenni. Þáttur BBC um málið vakti mikla athygli í Bret- landi og varð til þess að yfirvöld ákváðu að rannsaka málið nánar. I júní 2003 sá enska landlæknisemb- ættið síðan ástæðu til að beina þeim tilmælum til lækna þar í landi að skrifa ekki upp á þunglyndislyf sem tilheyra svokölluðum SSRI flokki, að undanskildu Fluexotin, öðru nafni Prosac. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, írlandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið og aðvöruðu almenn- ing og heilbrigðisstéttir um alvarlegar aukaverkanir þunglyndislyfsins Seroxat á börn og unglinga. Danir seinir til, en íslendingar enn seinni Danska landlæknisembættið var ekki enn búið að gefa út aðvörun til lækna í nóvember 2003 þegar danska neytenda- blaðið Tænk+Test fjallaði um SSRI lyf og alvarlegar aukaverkanir þess á börn. Þó hafði talsmaður GlaxoSmithKline í Danmörku sent danska landlæknisemb- ættinu bréf í júní sama ár og beðið um að þessum upplýsingum yrði komið til skila til lækna þar í landi. Annar lyfja- framleiðandi, Wyeth, sem framleiðir lyfið Efexor hafði lagt til að landlæknis- embættið danska sendi læknum bréf þar sem varað væri við notkun lyfsins á börn og unglinga. Fandlæknisembættinu þótti ekki ástæða til þess og sögðust menn þar á bæ vera að bíða eftir að Evrópusam- bandið sendi einhverja tilkynningu frá sér varðandi SSRI lyfin. Einhver skriður komst þó á málið eftir að danska neyt- endablaðið hafði fjallað um það. Hér á íslandi var það fyrst f júlí 2004 að landlæknisembættið sendi dreifibréf til lækna með þessum sömu aðvörunum. I bréfinu er sögð ástæða til að leggja áherslu á eftirfarandi atriði þar til frekari upplýsingar um virkni SSRI lyfja liggur fyrir. 1. Meðferð barna og unglinga með þunglyndi með SSRI lyfjum skal einungis hafin sem hluti af almennri heildstæðri meðferð. 2. Lyfin skulu fyrst og fremst notuð bendi einkenni til alvarlegs þung- lyndis. Við vægara þunglyndi er mælst til að fremur sé beitt stuðnings- aðgerðum og sálfræðilegum úrræð- um. 3. Sjúklingum þarf að fylgja mjög þétt eftir. 4. Astæða virðist til á þessu stigi að mæla gegn notkun paroxetins og ven- lafaxins hjá börnum og unglingum og nota fremur önnur lyf úr lyfjaflokkn- um. 5. Vara ætti börn og unglinga sem meðhöndluð eru með SSRI lyfjum eindregið við því að hætta meðferð snögglega. Umdeildur sérfræðingur Doktor David Healy er breskur geðlækn- ir og einn helsti sérfræðingur heims þegar kemur að SSRI lyfjum. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þunglyndislyf og hefur ötullega bent á að þó að þessi lyf gagnist flestum sjúklingum henti þau alls ekki öllum. Það að hann leyfi sér að gagnrýna notkun þessara lyfja er talið hafa kostað hann stöðu við virta rann- sóknarstöð í Toronto (The Centre for Addiction and Mental Health). Healy hafði verið boðin staða yfirmanns og var að koma sér fyrir í nýju landi þegar að 6 NEYTENOABLAÐIÐ 3. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.