Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 11
I huga okkar er það alveg skýrt hvað átt er við þegar seljendur taka á sig ábyrgð á vöru. En hvað er kvörtunarfrestur og hver er munurinn á ábyrgð og kvörtunar- fresti? Abyrgð og kvörtunarfrestur Kvörtunarfrestur Kvörtunarfrestur er sá frestur sem neytandi hefur skv. lögum um neytendakaup til að kvarta til seljanda ef varan bilar. Neytandi hefur allt að tvö ár frá kaupum til að kvarta yfir galla og fimm ár í sérstökum tilvikum sem nánar verður vikið að hér að neðan. Hafi varan veriö gölluð við sölu á neytandi rétt á aö seljandi leysi úr hans málum. Neyt- andi ber sönnunarbyrðina fyrir því að varan sé gölluð. Abyrgð Ábyrgö gengur lengra en lögin mæla fyrir um. i flestum tilvikum er um að ræða loforð þess sem gefur ábyrgöina um að varan muni endast í tiltekinn tíma. Gefi verslun eins árs ábyrgð þýðir það aö verslunin verður að sanna að bilun sé ekki galli til þess að sleppa við að gera viö vöruna eða skipta henni út. Munurinn á ábyrgð og kvörtunar- fresti Munurinn liggur fyrst og fremst í sönnun- arbyrðinni en hún er neytandanum mun auðveldari hafi seljandi lofað ábyrgð. Þegar um lögbundinn kvörtunarfrest er að ræða þarf neytandinn að sanna að vara sé gölluð en þegar seljandi hefur lofað ábyrgð þarf hann aö sanna aö vara sé ekki gölluð. 6 mánaða reglan Reglan er lögbundin og hefur því ekkert með það að gera hvort seljandi lofi ábyrgö eöa ekki. Uppgötvi neytandi galla í vöru innan sex mánaða frá kaupum er litið svo á að gallinn hafi veriö til staðar viö kaupin. Þetta þýðir að sönnunarbyröin er neytandanum léttari fyrstu sex mánuðina eftir kaup. Við getum tekið dæmi um gsm-síma sem bilar tveimur mánuöum eftir að hann er keyptur. Við skoðun kemur í Ijós aö hann er raka- skemmdur en seljandi firrir sig ábyrgð á slíku þar sem orsök bilunarinnar sé notkun kaupanda en ekki galli í vörunni. Samkvæmt sex mánaða reglunni er þó litið svo á að það sem veldur biluninni hafi verið til staðar viö kaupin nema seljandi geti sannað annað. Þannig gæti síminn t.d. hafa komist í tæri við raka þegar seljandi flutti hann með sjógámi til landsins en samkvæmt fróðum mönnum getur einmitt liðið langur tími frá því aö sími blotnar og þar til hann bilar. Hversu langur er kvörtunarfrestur? í venjulegum kaupum hefur neytandi allt aö tvö ár frá kaupum til að tilkynna um galla. Sé hlut ætlaður verulega lengri endingar- timi en gerist og gengur hefur neytandi allt að fimm ár til að kvarta yfir galla. Fimm ára reglan á t.d. við um bíla og stærri raftæki eins og t.d. ísskápa. Eftir tvö ár og í vissum tilvikum fimm ár fellur réttur neytandans alveg niður. Komi galli upp eftir þennan tíma verður neytandi aö bera skaðann af þvi sjálfur. An ástæðulauss dráttar Þrátt fyrir að neytandi hafi tvö og jafnvel fimm ár til að kvarta má ekki líta svo á að hann geti bara slakað á og verið rólegur þegar galli kemur upp. í lögunum er gert ráð fyrir því að neytandi veröi aö kvarta viö seljanda án ástæöulauss dráttar frá þvi að hann varð gallans var eða mátti verða hans var. Hann hefur þó aldrei styttri tima en tvo mánuði frá því aö eftir galla var tekið. Þaö skiptir alltaf miklu máli aö bregðast hratt við þegar upp kemst um galla. Tíminn er fljótur að líða og staða neytandans versnar nær undantekningarlaust eftir því sem lengri tími líðurfrá kaupum. Hugsaðu vel um heimili þitt. Þú ert öðrum fyrirmynd. e> VN*v*BUÐ www.vinbud.is Endurvinnslustöðvar Sorpu á 8 stöðum á höfuðborgar svæðinu taka við flöskum og dósum til flokkunar og endumýtingar.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.