Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 21
Hver er munurinn í reynd? Moltugerð Lífræn ræktun Lífræn ræktun byggir á alþjóðlegum stöðlum um lífrænar aðferðir. í lífrænni ræktun eru sáðvara, áburður og varnarefni af náttúrulegum uppruna; lífrænn úrgangur er nýttur í safnhaugagerð og skiptiræktun er beitt í stað síræktunar til að auka frjó- semi jarðvegs og fyrirbyggja efnaskort og sjúkdóma; búfé er fóðrað á lífrænum efnum og strangar kröfur gilda um góðan aðbúnað þess og velferð. Notkun á tilbúnum áburði, skordýraeitri, fyrirbyggjandi lyfjum og erfðabreyttum efnum er bönnuð. Markaðs- setning lífrænna afurða er því aðeins heimil að óháður aðili (faggilt vottunarstofa) hafi reglubundið eftirlit með starfseminni og votti hana í kjölfar árlegra úttekta. Vistvæn ræktun Vistvæn ræktun er hugtak sem notað er til að lýsa hefðbundinni íslenskri landbúnaðar- framleiðslu þar sem gæðastýring er viðhöfð varðandi þætti sem almennar reglugerðir um landnýtingu og aðbúnað búfjár kveða á um. Skýrslur eru haldnar um framleiðsluna; notkun tilbúins áburðar, fyrirbyggjandi lyfja og varnarefna er heimil innan tiltekinna marka, og ákvæöi eru um úrbætur á landi sem metið er í slæmu ástandi. Ráðunautar og dýralæknar annast eftirlit með þessari gæðastjórnun. Hefðbundin ræktun Hefðbundin ræktun er öll sú ræktun sem ekki er vottuð lífræn, hvort sem hún er gæðastýrð eða ekki, „vistvæn" eða „ekki vistvæn". Hefðbundin ræktun er misjafnlega mikið tæknivædd og innan vébanda hennar má finna lítt tæknivædda smábændur sem nota lítið af tilbúnum áburði, lyfjum og öðrum aðfengnum efnum, og hátækni- vædd bú sem stunda stórfellda ræktun og nota tilbúinn áburð og önnur aðfengin efni í miklum mæli. Þannig einkennast til dæmis íslensk sauðfjárrækt og talsverður hluti mjólkurframleiðslu og matjurtarækt- unar af smáum einingum og lítilli notkun aðfenginna efna, en svínarækt og fram- leiðsla kjúklinga einkennist af stórum tækni- væddum einingum sem byggja á mikilli kjarnfóöurgjöf. 21 NEYTENDABLAOIÐ 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.