Harpan - 01.12.1937, Page 60
H
A
A
N
R
ætti gott síúlkan sú, s.em fengi
þessa fallegu brúðu. En það er
ekki hægt að hugsa sér, hvað hún
varð hissa og hvað hún varð glöð
þcgar hún heyrði, að jólakarlinn,
sem útbýtti gjöfunum af trénu,
kallaði „Bogga í Garði!‘' og hélt
uppi fallegu brúðunni. Henni lá
við að halda, að ]>að væri einhver
önnur stúlka, sem héti s'ama nafni,
og hún ætlaði ekki að þoraaðtaka
við brúðunni, en þó fór hún cg
sótti hana. Og jólakarlinn klap, -
aði á kollinn á henni og brosti
blíðlega.
„Sólskin“.
NO ER GYÐA A GULUM KJÓL
Nú er Gyða á gulum kjól
og svo geislandi glöð sem sól.
Líka er hatturinn hennar Ijós,
skreyttur fjöðrum og fríðri rós.
Festi hangir um hálsinn ný,
þar er glóandi gullið í.
Sokkar bleikir og brúnir skór.
Óðum vex hún og verður stór.
porst. Gíslason
STAKA
Ef við verðum alltaf góð
og ekki stríðuin neinum,
gimsteinum í sálarsjóð
söfnum, tandurhreinum.
S. G.
P
ÓLI SKANS
Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.
ÓIi er mjór, ÖIi er mjór.
Óii er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er scór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.
Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákafiega önuglynd
er eiginkonan hans.
ÓIi hlaut, Óli hlaut
auman neynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, ÓIi skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.
Stefán Jónsson.
— Ekki vil ég láta brenna mig,
sagði Kerlingin. Ég vil láta grafa
mig, eins og ég er vön.
186