Börn og bækur - 01.11.1985, Blaðsíða 4

Börn og bækur - 01.11.1985, Blaðsíða 4
ÁRMANN KR. EINARSSON Ármann Kristján Einarsson fæddist 30. janúar 1913 að Neðradal í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Einar Grímsson bóndi þar og kona hans Kristjana Kristjánsdóttir. Ármann fór í íþróttaskólann á Haukadal og síðan í Kennaraskólann og lauk kennara- prófi 1937. Árið 1938 fór hann á kennara- námskeið í Askov í Danmörku. í Danmörku var hann líka 1962, þá í Kennaraháskóla í Kaupmannahöfn og í Lýðháskóla á dönskunám- skeiði 1974. Hann fór á lögreglunámskeið í Reykjavík fyrri hluta ársins 1942 og starfaði sem lögregluþjónn 1942-46. Hann var leigubílstjóri 1947 og nokkur sumur eftir það í sumarleyfum. Hann var skólastjóri barnaskólans á Álftanesi 1948- 30. Kennari við Austurbæjarbarnaskólann 1954-55 og við Eskihlíðarskólann frá stofnun hans 1955 til 1979 en á þeim tíma hafði skólinn flutt í nýtt húsnæði og hét Hlíðaskóli. Þar var hann einnig bókavörður frá 1960. Á þessum árum vann hann að ritstörfum í hjáverkum. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra rithöfunda 1947 og var í stjórn félagsins frá 1959-72 og formaður þess frá 1979. Hann var varaformaður Rithöfundasambands íslands 1972-74. Mjög mikið af bókum Ármanns hefur verið þýtt á hin norðurlandamálin einkum dönsku og nýnorsku en einnig hafa bækur eftir hann verið þýddar á þýsku og rússnesku. Ármann hlaut Sólfuglsverðlaunin í Noregi 1964 fyrir bókina Uíkingaferð til Surts- eyjar og verðlaun Fræð'sluráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabókina 1977, sem var Ömmustelpa. Eiginkona Ármanns var Guðrún Rebekka Runó1fsdóttir. Hún lést árið 1985. 2

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.