Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 28

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 28
40 TÓNLISTIN TÓNLISTIN. Útgefandi: „Félag íslenzkra tónlistarmanna". Ritstjóri : Hallgrímur Helgason. Afgreiðslumaður: Einar Kristjánsson, Laugavegi 33B og Austurstrœti 12. Simar 2800 og 4878. Utanás'krift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavik. Ve r ð árgangsins: Kr. (5.00; í lausasölu (hvert bl.) kr. 2.50. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f. viðhaldi íslenzkrar menningar. Einmitt nú er hún í hættu! Dr. Victor Urbantschitsch. Ritstjórnin þakkar þessi fróðlegu bréf og mælist eindregið til þess, aS fleiri sendi ritinu fréttir úr bæjum og sveitum ; meS því fæst gott yfirlit um útbreiSslu tónlistarinnar í landinu, og slíkar fréttir hafa örvandi áhrif á alla þá, sem aö þeim málum vinna. Sérstaklega væri oss gleSiefni ef fleiri söngstjórar víSsvegar á landinu skrifuSu oss um starf sitt, eins og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavík- ur hefir þegar gert. Hinn listunnandi gullax. „Mér er eklci kunnugt um neinn ann- an, sem dáSi Beethoven svo mjög“ (skrifar Robert Schumann um leiS og hann lnigsar um hinn menntunarsnauSa auSmann allra tfma) — „sem hinn slés- víkski aSalsmaSur, er skrifaSi nótna- sala einuin á þessa leiS: „HeiSraöi herra! Nú er nótnaskápurinn minn bráSum tilbúinn. Þér ættuS bara aS sjá, hve álitlegur hann er. Hann er meS ala- bastursúlum, spegli, silkitjöldum og tón- skáldastyttum. í einu orSi sagt: Hann er dásamlegur. En nú þyrfti ég líka aS fylla hann, og því biS ég ySur aS senda mér eftirfarandi: alin af kvartettum, y alin af fúgum i breiSu broti, sömuleiS- is y alin af sónötum og tilbrigSum í ílöngu eSa breiSu broti; en allt eftir Beethoven, þar sem ég hefi alveg sér- stakar mætur á honum.“ Til lesendanna. Ritnefndin biöur áskrifendur jafnt sein aðra lesendur velvirðingar á því, hve dregizt hefir úr hömlu út- koina ritsins. Þegar efni þessa lieftis var tilbúið, liófst vinnustöðvun prent- ara, sem seinkaði þessu hefti veru- lega. Þetla liefti er því mun stærra en hið fyrsta. Fyrsta lieftið verður talið til árgangsins 1942. Þetta liefti er því annað hefti þessa árgangs. Vegna þess, hve allt verðlag keyrir nú úr hófi, höfum vér orðið að miða stærð ritsins við þá verðhækkun, sem orðin er siðan fyrsta lieftið kom út. Mun tímaritið eftirleiðis koma út 3—4 sinnum á ári, 72 hls. lesmál, þar af 8—10 s. nótur. Áskriftarverðið helzt þar með óhreytt. Sökum þess, hve nótnaprentun öll er dýr, er hér um kostakjör að ræða, sem enginn söngvinn Islendingur ætti að láta fram hjá sér fara. Atluigið það, að eitt sérprentað lag (2 síður) kostar nú allt að því eins mikið og heill ár- gangur af „Tónlistinni“. Gerist ]iví áskrifendur! Sendið áskrift heint til afgreiðslu ritsins, Laugavegi 33 B eða í Pósthólf 121, Reykjavík. — Vér væntum þess, að tímaritið „Tón- listin“ verði sjálfkjörinn heimilislest- ur öllum þeim, sem söng og liljóð- færaleik stunda og tónlist unna.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.