Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tónlistin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tónlistin

						24
TÓNLISTIN
umst við um, hvort köllun hans hafi ekki
verið fullkomnuð, er dró að æíilokum.
Með skammvinnu lífi sínu — 32 árum
— lauk hann þeirri baráttu, er hann
háði fyrir eftirlifendur sína, svo að þeir
gætu skírt og laugað sitt eigið inni í krist-
alstærri lind verka hans — fundið sjálfa
sig að einhverju leyti mótaða í hugsun
hans. Þegar þessi gagnkvæma víxlverk-
un milli skáldsins og fólksins er orðin
að veruleika, er hlutverki skáldsins ævar-
anlega borgið, og þá er ekki lengur hægt
að telja hann eiga neitt vangoldið eða
ógert, þótt heilsufarslegri líkamsorku
hans verði um megn að rísa undir ægi-
afli hugarins. Grafskriftin er því frekar
táknræn fyrir vin Schuberts, Grillparzer
en Schubert.
Skilningsleiðin að list og manngildi
Schuberts Hggur eftir einstigum marg-
endurtekinna slagorða, og sá einn kemst
að kjarna málsinsn, sem losar sig úr viðj-
um stirðnaðra og hálfkveðinna hugtaka.
Flestir sjá í Schubert aðeins sönglaga-
höfund, sem föndraði við symfóníusmíði
i hjáverkum með þeim árangri, að sym-
fóníurnar urðu ýmist of eða van, ofur-
langar eða of stuttar: C-dúr-symfónían
með sinni „himnesku lengd" og ófull-
gerða symfónían í h-moll með aðeins
tveimur fyrstu köflunum, Allegro mode-
rato og Andante con moto; þannig heyr-
ast útvarpssöngvarar kveða við raust:
Schubert samdi symfóníu, en hann lauk
ekki við hana. Symfónía sú, sem „Hljóm-
sveit félags íslenzkra hljóðfæraleikara"
flutti sem upphafslið starfsemi sinnar,
þræðir gullinn meðalveg og sneiðir hjá
of-eða-van einkennum formsins. Af tíu
symfóníum, sem Schubert hefir skrifað,
er þessi seinni B-dúr-symfónía hans sú
fimmta i röðinni, samin af honum aðeins
19 ára gömlum haustið 1816. 1 þau þrjú
ár, sem hann þá þegar hafði fengizt við
symfóníska tónsmíði, mátti greinilega
finna áhrif frá samtíðarmanni hans og
samborgara, Beetboven, en 5. symfónían
veldur straumhvörfum í starfi hans ; hann
fækkar nú blásturshljóðfærunum úr 12
niður í 7 og notar engar trumbur. Ákaf-
lyndi Beethovens hverfur, en í þess stað
skipar óþvingað glaðlyndi hins unga Moz-
arts öndvegið. Aðaístef fyrsta kaflans
minnir strax á Adelaide-fiðlukonsert
Mozarts í D-dúr (er hann samdi í París
10 ára gamall, 1766, fyrir Adelaide, elztu
dóttur Lúðvíks konungs XV.), og ýmis
önnur smáatriði staðfesta þessi áhrif
(hin sífellda hermiróddun fyrsta kaflans,
gabbendir og frýgískur endir með Moz-
art-fimmundum). Snemma hafði borið á
ást Schuberts á sérstaklega einu verki
Mozarts, g-moll-symfóníunni, en henni
hafði hann kynnzt eftir inntökuprófið í
latinuskóla hins keisaralega konvikts (svo
nefndist stofnun sú, sem sá um mennt-
un kór- og hljómsveitarpilta fyrir hirð-
kirkjuna), og lét hann þá 12 ára gamall
svo um mælt, að í þvi verki „tækju engl-
amir undir". Þessar „englaraddir" koma
í raun og veru fram í alþýðlegum tríó-
þætti menúettsins í þessari symfóniu
Schuberts — hér er skyldleiki meistar-
anna deginum ljósari. Schubert er aðeins
upprunalegri og einfaldari í meðferð
hljóðfæranna, svo sem tíðkaðist á austur-
riskum sveitaskemmtunum, en lætur ekki
strokhljóðfæri og blásturshljóðfæri kall-
ast á í hinum þjóðlegu stefjum bænda-
fólksins, eins og Mozart gerði gjarna.
Enda þótt sameiginleg einkenni séu mörg
með þessum tveimur verkum, verður þó
ekki hægt að segja, að blær þeirra sé af
sömu rótum runninn, og verður þess einna
helzt vart i hæga kaflanum. Upp af
dimmum kontrapunktískum bakgrunni
þungra heilabrota og þrálátrar endurtekn-
ingar stíga tónlínur Mozarts, en Schu-
bert kveður stef sín eftir einfaldri fyrir-
skrift þrihljómsins, ósnortinn af öllu
nema lónguninni til að syngja, og varpar
Öllum vandamálum fyrir borð nema þrí-
undarskyldum tóntegundum og vísi að
lagrænni eftirlíkingu milli radda. í síð-
asta kaflanum, sem er léttur og leikandi,
vottar hvergi fyrir alvörublæ, sól suðurs-
ins er hér allsstaðar ríkjandi — í list-
brögðum Mozarts. Fyrsta stefið er á-
hyggjulaus leikur, fjörlegt og þokkasælt,
enda hefir Schubert átta árum síðar tek-
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV