Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tónlistin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tónlistin

						TÓNLISTIN
27
scm minnisstæðastan. Efnt var til sam-
keppni meðal ljóðskálda og tónskálda um
bezta ljóð og lag vio' nýjan þjóðveldis-
söng. Svo tókst þó til, að hvorug dóm-
nefndin — en í sönglaganefndinni sátu
þeir Árni Kristjánsson, Páll ísólfsson og
dr, Urbantschitsch — sameinaðist um
eitt ljócS og eitt lag, er henni þætti tví-
mælalaust skara fram úr öllum öðrum
innsendum. Ljóðanefndin skipti verð-
laununum, 5000 krónum, jafnt milli Unn-
ar Bjarklind o°r Jóhannesar úr Kötlum, en
laganefndin veitti að vísu Emil Thor-
oddsen einum verðlaunin öll fyrir lag hans
Hver á sér fegra fóðurland, en takli þó
lög Þórarins Guðmundssonar (Land míns
föður) og Árna Björnssonar (Syng,
frjálsa land) verðskulda opinbera viður-
kenningu nefndarinnar á öðru og þriðja
sæti, án verðlauna. Lúðrasveit Reykja-
vikur aðstoðaði með ágætum við öll há-
tíðahöldin, og hafði hún gagngert verið
aukin að einum kór saxófóna, sem mýktu
blástursblæ hljóðfæranna eigi alllítið und-
ir stjórn Alberts Klahns. Páll ísólfsson
stóð á ÞingvöIIum frammi fyrir þeim
mesta þjóðkór, sem hann enn hefir stjórn-
að, þar sem öll Fangbrekkan var þakin
fólki, og var hmn æfði og þjóðfrægi út-
varpskór hans dreifður innan um þyrp-
inguna. Hann ávarpaði mannfjöldann,
hress í bragði sem hans er vandi, og bað
menn taka vel undir. Þetta tókst ekki
alveg upp á það bezta í upphafi. En fljótt
söng öll brekkan, eins og hlýðinn kór
unclir tilþrifamikilli stjórn þessa vinsæla
stjórnenda. Það var lyfting í þeim söng.
Allir höfðu ánægju af að'taka þátt í hon-
um. Hér var virk þátttaka almennings í
því að gera stundina hátíðlega, hlýlega,
skemmtilega. Eftir því sem fleiri lög
voru sungin, dreif fleira fólk að og sett-
ist í brekkuna, svo að hún varð öll lif-
andi. Einhverjum varð máske á að hugsa
til þess fólks, sem komið hafði um lang-
an veg og oft hefir hlýtt á þjóðkór Páls
i útvarpinu en aldrei séð hann sjálfan.
hve ánægjulegt væri fyrir það að sjá
hann þarna á þessum víða palli i fyrsta
sinni  stjórna  þúsundunum  í  brekkunni.
Um leið og fáninn var hylltur og rann að
hún tók Páll Isólfsson til söngstjórnar
og söng mannf jöldinn þá Rís þú, unga ís-
lands merki, þrjú erindin. Enn söng
mannfjöldinn nokkur ættj arðarlj óð og
Páll stjórnaði. Næsti þáttur dagskrárinn-
ar var söngur þjóðhátíðarkórs Sambands
islenzkra karlakóra. Um 200 manns voru
í kórnum, sem var samsteypa frá Karla-
kórnum Fóstbræður, Karlakór Reykjavík-
ur, Kátum félögum og Karlakór iðnað-
armanna. En þessir stjórnuðu söngnum
til skiptis : Jón Halldórsson, sem var aðal-
söngstjóri, Sigurður Þórðarsoon, Hallur
Þorleifsson, Robert Abraham og Þórar-
inn Guðmndsson, er stjórnaði hátíða-
lagi sínu. Pétur Jónsson söng einsöng
með kórnum í ágætu Islands lagi Björg-
vins Guðmundssonar við kvæði Gríms
Thomsens, Heyríð vella á heiðum hveri.
Var því lagi tekið svo vel, að það var
endurtekið, en mannfjöldinn klappaði í
takt við marzinn, er lúðrasveitin spilaði
þegar söngmenn gengu fylktu liði út af
pallinum. Hið íslenzka þjóðlag Ar vas
alda í útsetningu Þórarins Jónssonar
vakti og mikla athygli. Þessi afrek ís-
Icnzkra tónlistarmanna gefa fyllstu vonir
til þess, að hjá því hvorki geti né megi
fara, að þjóðarmetnaður okkar vakni til
heilbrigðs starfs og stríðs, þar sem sá
stóri og langþráði atburður hefir gerzt,
að við erum aftur fullvalda lýðveldi.
Úr   Árnessýslu.
Ungmennafélag Gnúpverja hefir síð-
astliðinn vetur æft blandaðan kór.
Úr Rangárvallasýslu.
Ungmennafélagið Hekla á Rangárvöll-
um hafði forystu um söngnámskeið í
samráði við söngmálastjóra þjóðkirkj-
unnar, og var hann leiðbeinandi félagsins.
Frá Húsavík.
Fyrir forgöngu Sigurðar Birkis söng-
málastjóra hefir nýlega verið stofnaður
kirkjukór á Húsavík, og eru meðlimir
hans 26 að tölu, en formaður kórsins er
Auður Aðalsteinsdóttir.  Undirleik •fy.rir
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV