Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 16

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 16
14 TÓNLISTIN TÓNLISTARHEITI OG TÁKIMANIR MEÐ SKÝRIIMGIIHI Frh. bordun (bourdon), á orgelinu venju- legt lieiti á 16 fóta rödd (lokuð vararödd — labial-pípa úr tré); frá fornu fari liafa bassaraddirnar á sekkjapípunni verið kallaðar sama nafni (brummer = rymj- andi; „snarkpípur“) og á sveif- lýrunni (musette) bassastrengirn- ir, sem i sifellu hljóma með. boston, amerískur dans í %-takti, liægur vals. bouché, „stoppað“ (leikháttur á horni), lokað (um orgelpípur — gedackt). bourré, gamall franskur dans í%- takti með upptakt %, fjörlegur dans. boutade: „improvisation“, leikur án undirbúnings, litil tónsmíð í frjálsu formi (samin án yfirlegu). br., skammstöfun fyrir bratz (arm- fiðla, lágfiðla). braccio (ít.)( handleggur. ei lyft til fulls nema þvi aðeins að í hverri sveit og bæjarfélagi starfi árið um kring vel söngmenntaður maður. Þetta á að vera höfuð- áhugamál og lokatakmark söng- málastjórans. Fyrir því þarf liann að beita sér af fyllsta þunga og fyllstu alvöru, — og fá til liðs við sig kennidóminn í landinu, prest- ana og alla kennarastéttina, æðri sem lægri — að unnið verði sem fvrst að löggjöf um lærdóm og laun kirkjuorganleikara, er krefjist prófs i þessum efnum frá tónlistarskóla, er viðurkenndur sé af ríkinu. — Þegar svo langt er komið, þá fvrst mundi islenzka kirkjan smám sam- an vinna upp aftur það, er hún hef- ir tapað á liðnum árum. Og þá fvrst væri fengin vissa fvrir þvi, að söng- málastjóri þjóðkirkjunnar hefði verið þarfur maður þjóð sinni og lvft henni á æðra menningarstig. Ríkið hefir frá æfagömlum tím- um með opinberu prófi ábyrgzt menntun þeirra starfsmanna kirkj- unnar, er flutt bafa hið talaða orð. Og frá sama tíma hefir söngurinn verið annar aðalþátturinn við allar helgiatliafnir hinnar kristilegu kirkju. Finnst þér þá ekki líka, les- ari góður, að sá liður helgiathafn- arinnar þurfi ekki siður að vera byggður á þekkingu? — Tónlistin felur í sér margþætt og erfitt nám, er ekki vinnst nema á löngum tíma, fleiri árum. Tónlistin er sígild, alda- gömul list, sem grundvallast á þrem- ur megineðlisatriðum: sveiflum, samböndum og samræmi tóna. Hef- ir lengi fvlgt henni sú sannfæring, að einmitt hún, fremur en allt ann- að, framkalli i mannssálinni hinar beztu oir göfugustu hugsjónir — hug- sjónir til mannbóta.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.