Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 22

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 22
20 ✓ þaS um of keim af engilsaxneskri mál- venju, að „ólokna-symfónía“ Schuberts standi í B (hvað?), og ber slikt vott um of mikinn lexikon-páfagaukshátt. Bókarkaflinn, sem fjallar um Chopin, segir ítarlega frá sjúkleika hans og til- finninganæmi og velvilja Schumanns í hans garS, sem kom einnig fram í því, að hann tileinkaSi Chopin „Kreisleriana“, píanósvítu sina. Theodór minnist á komu Friedmans 1838 (á auSvitaS aS vera 1938), senr lék mikiS af verkum Chopins, og réttilega bendir hann á misræmiS, sem ríkir í frásögnum blaÖanna um slíka viÖ- burði, þegar engu orÖi er minnzt á höf- undinn sjálfan en hlaÖinn himinhár lof- köstur um erindreka hans, túlkandann, sem svo leiðir til skaÖlegrar sjálfsdýrkun- ar hinna endurskapandi listamanna 20. aldarinnar, sem þykjast jafnvel hafnir upp yfir alla gagnrýni og leyfa sér hin ólikustu undanbrögð, og á Friedman þar óskiliÖ mál vegna ósannrar meÖferÖar á einni af beztu sónötum Beethovens. — HvaÖ viÖvíkur málfarinu er þessi þátt- ur engin undantekning frá hinum. Höf- undur gætir þess jafnan, aÖ lesandinn falli ekki í yfirjarðneska draumóra meS því að bjóða honum sæti i „vagnskriflum á vondum vegum“ þar til hann er „út gcrð- nr“. Allt bendir þetta til hroðvirkni og skorts á smekkvísi i hæsta máta. ESa er höfundurinn í flokki þeirra, sem aðeins eru „vel stautandi" á stafróf tónlistar- innar, svo aS notuS séu hans eigin orÖ um Reykvíkinga nútiðarinnar og franska tónskáldiS Hector Berlioz 12 ára gaml- an? Óþarfi er að elta ólar við fleiri mis- smíðir i þessari bók, þótt af mörgu mundi enn vera að taka. Verður þetta að nægja. Tónlistinni virðist unninn hálfgerður bjarnargreiði meÖ svona löguSum skýr- ingum á erindi hennar, og þegar þar viS bætist, aS prófarkalestur sýnist alveg hafa dregizt úr hömlu. þá er sizt von á góðri útkomu. Væri óskandi, að næsta bindi þessa safns, sem væntanlegt á aÖ vera, yrði þannig úr garði gcit, að menn legðu þa 5 ckki frá sér með forundrun. BRÉFABALKIiR Ég lit svo á, að brýn nauðsyn sé á, að almenningur geti haft aðstöðu til að kynnast þjóðlögunum okkar og að með því að gefa þjóðlögin okkar út í hentug- um raddsetningum sé stórt spor stigið í rétta átt. Unga fólkið, sem nú er að vaxa upp, þarf að fá aS kynnast þeim, kynnast þeirri fegurS og frumleik, sem þau hafa aS geyma, og læra að meta þau að verðleikum. Það er sannfæring mín, að þar biSi óleyst verkefni handa þeim, er veita æskunni tónlistaruppeldi á ókomnum árum. Björg Björnsdóttir, Lóni í Kclduhverfi. Mér finnst þaS mikill skaði, hve erfitt virðist aS fá annars söngnæmt fólk til þess aS njóta þjóðlaganna okkar. En það á eftir að vinnast. Ef til vill er orsökin sú, hve mikill þungi er í hrynjandi þeirra. Sigursveinn D. Kristinsson, Ólafsfirði. Mér finnst æskilegt, að allar þær grein- ar, sem fjalla um tónlist í dagblöðum og timaritum væru endurprentaSar (sér- prentaÖar) i TÓNLISTINNI, ef rit- stjórn hennar teldi það ómaksins vert. Skarphéðinn Þorkelsson, Höfn í Hornafirði. LEIÐRÉTTING. I Tónlistinni 1944, bls. 40, síðara dálki, linu 26—27 stendur: „I sálmabókinni 1801 eru nokkur lög, sem. ..." Á aS vera: „í sálmabókinni 1801 er fyrsta hendingin af öllum lögunum, sem....“ (sjá sb. 1801 bls. 335—343). Eftir orSalagi því hinu fyrra verður að álykta, að átt sé viS lögin þrjú, sem nótum sett eru í sálmabókinni 1801; en svo er ekki. Þau eru þar sem ný-innleidd (ekki til í Grall- aranum), en aftast (bls. 335—343) eru lagaupphöfin öll með bókstafanótum. Sigtryggur Guðlaugsson.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.