Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 34

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 34
32 TÓNLISTIN SJDTUGUR: Cjíóll CjlA^miAYldóóOn Margir munu kannast viÖ söngrödd Gísla GuÖmundssonar, þessa hreim- miklu og djúpu rödd, sem ómaÖ hefir innan borgarmúra Reykjavíkur óslitið í sex tugi ára. Fyrir nokkru átti Gísli sjötugsafmæli, og í tilefni af því birti Valtýr Stefánsson viðtal við söngmann- inn í Lesbók Morgunblaðsins. Fer hér á eftir útdráttur úr þeirri grein. Gísla seg- ist svo frá: „Séra Sæmundur í Hraungerði sagði, að það væri synd að hún Sigríður mamma mín væri ekki kostuð til náms. Hún söng svo vel. — Og aldrei hefi ég heyrt aðra cins kvenmannsrödd og henn- ar Sigríðar systur minnar. — Sjö ára man ég eftir mér vestur á Geirstúni, sem nú er allt byggt. í>ar söng ég „Fríð er himins festing blá“, svo að undir tók i öllum Vesturbænum. — Síðasta sumar- ið sen'i varðskipið „Heimdallur" var hérna, var þar „næstkommanderandi“ Abrahamsen. Þá hafði Helgi Helgason lúðrasveit, sem var jafngömul mér, stofn- uð 1874. Abrahamsen stjórnaði lúðra- sveit „Heimdalls". Helgi gekkst fyrir því, að lúðrasveit Abrahamsens og lúðra- sveit bæjarins héldu „konsert“ saman. Þetta gekk vel. Var feikna aðsókn. Skipsmaður einn átti að spila „sóló“ i Prestakórnum úr „Töfraflautunni" eft- ir Mozart. Ég kom alltaf á undan öllum á æfingarnar. Abrahamsen varð var við það, að ég spilaði einu sinni „sólóna“ að gamni mínu. Hann skipti þá um og lét mig spila hana á „konsertinum“. Þá fékk ég hrós hjá Einari Benediktssyni í Dag- skrá. Svo var haldin veizla fyrir „Heim- dallar“-menn í landi og okkur síðan boðið um borð. Þá spyr Abrahamsen mig, hvort ég vilji ekki sigla með þeim á „Heimdalli". Hann skuli sjá um mig til náms. En ég gat ekki farið. Ég var svo fatalaus þá, að ég átti ekki óbætta flik. Ég kunni ekki við að sigla í bættu görmunum mínum. Magnús landshöfð- ingjasonur talaði síðan við Abraham- sen og sagði mér. að Abrahamsen hefði sagt að hann hefði aldrei fyrir hitt mann með eins mikla músíkhæfileika og Gud- mundsson. En seinna meir fór ég að hugsa um það, að einkennilegt var að nokkrir reykvískir mektarmenn og mús- íkalskir góðkunningjar mínir, sem hlust- uðu á tilboðið um borð i „Heimdalli“, sögðu bara við mig: „Ætlarðu ekki að þiggja þetta? Ætlarðu ekki að fara?“ En þeim datt ekki svo mikið sem i hug að hjálpa mér um flík. Þá var ég átján ára. Ég veit ekki, hvernig ég komst út úr því. í lúðrasveit Helga Helgasonar voru Wickström klæðskeri með trommuna, Gillemann sjálfur, Eiríkur Bjarnason járnsmiður (bassa-bariton), Gísli Finns- son (tenór), Þorsteinn Jónsson járn- smiður (kornet), Hannes Halldórsson (r. tenór, hann var bróðir Gunnþórunn- ar leikkonu), Davíð Heilman prentari (millirödd), Ólafur Hjaltested kaupmað- ur (i.kornet) og Helgi Helgason stjórn- andinn. — Svo var það seinna, að er- lendur eigandi flóabátsins, er þá var hér, bauð mér að fara með sér um haustið til náms. Þá bað pabbi mig með tárin í aug- unum, ef ég væri sonur sinn, að vera kyrr. Kunningi rninn fór en ekki ég. Og glaður er ég og kátur að vera alþýðu- söngvari hér heima í staðinn fyrir að vera kannske galandi framan í heiminum, kunningi fínna stelpna og eiga nokkrar þúsundir. Ég á nóg. Þetta gerir ekkert til. Guð á allar eigur. Það einasta sem ég hefi siglt er til Vestmannaeyja. Var ég þar i einn mánuð og kenndi að spila á lúðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.