blaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006 blaöÍA GIRNILEGIR & GÓÐIR SMÁRÉTTIR í VEISLUNA OSTA OG SÆLKERAKÖRFUR LÉTTIR RÉTTIR í HÁDEGINU VEISLUÞJÓNUSTA SMÁRÉTTIR SÉRVARA OSTABÚÐIN ‘íÐef/lcciTeöAetv Skólavörðustlg 8, 101 Reykjavlk - Pöntunarslmi: 562 2772 Alexander Milinkevich ávarpar stuðningsmenn sína. Hann berst fyrir umbótum á hagkerfi Hvít-Rússa. Remers Gengið til kosninga í síð- asta einræðisríki Evrópu 99............................................ Nánast öll fjölmiðlun í Hvíta-Rússlandi er í höndum ríkisins. Lukashenko notfærir sérþá óspart til þess að fegra ástandið í landinu og varpa fram dökkri mynd afþeim fyrrum Sovétlýðveldum sem hafa tekið upp vestrænar lýðræðishefðir. Andstæð- ingar Lukashenko hafa ekki mikinn aðgang að ríkisfjölmiðlunum og þegar um þá er fjallað eru þeir sagðir leppar stjórnvalda í Bandaríkjunum. Forsetakosningar hófust í Hvíta- Rússlandi í gær. Þeim lýkur næst- komandi sunnudag. Öruggt þykir að Alexander Lukashenko, sem er sagður síðasti einræðisherra Evrópu, fari með sigur af hólmi í kosningunum en efasemdir um lögmæti þeirra gæti hins vegar leitt til spennu á milli stjórnvalda og stjórnarandstæðinga. Kosn- ingaeftirlitsmenn frá Evrópuþing- inu fengu ekki vegabréfsáritun til landsins og því mun alþjóða- samfélagið ekki fylgjast með kosningunum. Tugir stjórnarandstæðinga hafa verið handteknir og undanfarna daga hafa stjórnvöld komið í veg fyrir útgáfu þriggja óháðra dagblaða. Að sögn mannréttindasamtaka hafa á þriðja hundrað manns verið hand- teknir undanfarnar vikur. Helsti andstæðingur forsetans 1 kosningunum er Alexander Mil- inkevich, fyrrum háskólaprófessor. Helstu stefnumál hans eru að koma á raunverulegu réttarríki i Hvíta- Rússlandi og innleiða frelsi i efna- hagsmálum. Auk Milinkovich býður Alexander Kozulin, fyrrum mennta- málaráðherra landsins, sig fram. Hann lítur á sig sem valkost við Lukashenko fremur en andstæðing. Kozulin reynir að höfða til þeirra sem eru búnir að fá sig fullsadda af stjórn Lukashenko en óttast óreið- una sem algjör umskipti við stjórn landsins hefði í för með sér. Nánast öll fjölmiðlun í Hvita- Rússlandi er í höndum ríkisins. Lukashenko notfærir sér þá óspart til þess að fegra ástandið i landinu og varpa fram dökkri mynd af þeim fyrrum Sovétlýðveldum sem hafa tekið upp vestrænar lýðræðishefðir. Andstæðingar Lukashenko hafa ekki mikinn aðgang að ríkisfjöl- miðlunum og þegar um þá er fjallað eru þeir sagðir leppar stjórnvalda i Bandaríkjunum. Ræðum andstæðinga sjón- varpað fyrir slysni Þrátt fyrir það var ræðum Milinkev- ich og Kozulin sjónvarpað fyrir slysni í síðasta mánuði, að sögn breska blaðsins Financial Times, og fengu kjósendur þá aðra mynd af ástandinu í landinu. Telja stjórn- málaskýrendur að þetta kunni að kveikja bál sem Lukashenko muni ekki geta slökkt. Stjórnmálaskýrendur segja Lukas- henko vera meðvitaðan um að kosn- ingarnar geti hrundið af stað svip- aðri atburðarás og hófst í Úkraínu fyrir tveimur árum og hefur því lagt bannviðfjöldasamkomumkringum kosningarnar. Embættismenn hafa lýst því yfir að tekið verði á brotum af hörku og því er ekki útilokað að ofbeldi brjótist út telji andstæðingar forsetans að um augljóst kosninga- svindl hafi verið að ræða. Andstæð- ingar forsetans hafa boðað til mót- mæla í Minsk, höfuðborg landsins, á sunnudag eftir að kjörstöðum lokar. Milinkevich hefur lýst yfir að hann muni krefjast nýrra kosninga sýni útgönguspár stuðningsmanna hans að Lukashenko hafi fengið færri en 50% atkvæða. Ólíklegt telst að stjórn- völd verði við þeirri kröfu. Niðurgreiddur áætlunarbúskapur Alexander Lukashenko hefur farið með öll völd í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994. Forsetinn sækir fyrir- myndir í hagstjórn til Sovétríkjanna sálugu og eru 80% alls hagkerfisins ríkisrekið. Lífskjör í landinu, sem er eitt það fátækasta í Evrópu, hafa batnað undanfarin ár. Stafar það fyrst og fremst af því að Rússar nið- urgreiða gas og olíu í viðskiptum á milli landanna. Stjórnvöld I Moskvu hafa lýst því yfir að Hvít-Rússar muni í náinni framtíð þurfa að borga markaðsverð fyrir orkuna. Sér- fræðingarAlþjóðagjaldeyrissjóðsins telja að það myndi ríða áætlunarhag- kerfi forsetans að fullu. Hann sækist eftir þriðja kjör- tímabili sínu á forsetastóli en eftir síðustu kosningar stóð hann fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins. I henni var ákvæði sem takmarkaði hversu lengi sami maður getur setið á forsetastóli. Lukashenko, síðasti einræðisherra Evrópu, hefur setið á valdastóii síðan 1994. Reuten

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.